Miðvikudagur, 14. maí 2008
Ómegðin á Akranesi
Magnús Þór Hafsteinsson þarf ekki að hafa áhyggjur af villta vinstrinu mér, eins og hann orðar það svo skemmtilega í kommentakerfinu hjá Gurrí, (sem fór af stað með beitta færslu varðandi flóttamennina frá Palestínu, þó mér sýnist hún þó eitthvað vera að draga í land), sem Akranesbær sér sér ekki fært að bjóða velkomna vegna eigin ómeðgar. Ég á nefnilega ekki heima á Akranesi og get því hvort sem er ekki strækað á hann í kosningum.
Magnús Þór telur að Akranes eigi fullt í fangi með að sinna sínu eigin fólki. Það er greinilega allt vaðandi í vandamálum á Skaganum. Palestínuvandinn er ekki á það bætandi.
Hvað er í gangi í höfðinu á fólki sem hefur ekki dug, mannúð og samkennd með konunum og börnunum frá Palestínu, sem hafa gengið í gegnum skelfilega hluti? Hvernig er hægt að segja nei takk við beiðni um að bjóða þetta fólk velkomið?
Ég skil þetta ekki. Mun aldrei skilja og ég held að samkennd með fólki og löngun til að standa í lappirnar og rétta hjálparhönd, sé illa séð hjá mörgum "ættjarðarvinunum". Að það sé einhverskonar vinstri villa að vilja leggja lóð á vogarskálarnar og taka ábyrgð á bræðrum okkar og systrum.
Ég er ekki oft hrifin af Össuri þessa dagana, og lái mér það hver sem vill, en karlinn sá hefur hjartað á réttum stað og ég tek ofan fyrir honum fyrir þessa færslu sem ég bið ykkur um að lesa. Þar get ég tekið undir hvert orð.
Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt á svona dögum.
Palestína, gott fólk, er nú um stundir helvíti á jörð. Þar er ekki staður fyrir konur og börn.
Fjandinn sjálfur.
Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég vil sko sannarlega fá flóttamennina til okkar en skv. orðum Magnúsar hefur verið staðið mjög illa að þessu frá hendi Rauða krossinn og félagsmálaráðuneytisins. Engar upplýsingar gefnar Skaganum þrátt fyrir fyrirspurnir, ekki gefið færi á því að fá hluta flóttamannanna hingað, annað hvort alla eða engan, og tíminn til stefnu of lítill.
Mér fannst reyndar mjög athyglisvert komment frá Hornfirðingi sem sagði að þeim hefði tekist þetta þrátt fyrir engu minni "erfiðleika". En ég vissi ekki að að fólk hér væri á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Hélt að allt væri í rífandi uppgangi þar sem húsin rísa hvert af öðru. Það skal reyndar enginn segja mér að flóttafólk verði alltaf ómegð á bæjarfélögum, eins og sumir virðast óttast. Reynslan hefur sýnt okkur annað. Ég ætla að kanna þetta mál ofan í kjölinn. Ég hljóp aðeins á mig þegar ég bilaðist yfir fréttinni á mbl.is og skrifaði færsluna, hefði átt að kynna mér málið betur fyrst og kannski skrifa ögn settlegar.
Vona að tekið verði á móti flóttamönnum hingað með einhverju móti. Það er ekki hægt að segja að þeir séu rifnir upp með rótum og fluttir hingað, þeir eiga engar rætur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2008 kl. 01:11
Í síðustu málsgreininni hittir þú naglan á höfuðið. Þeir eiga engar rætur.
Og Gurrí, upplýsingaflæði á milli Rauða Krossins og Akranesbæjar er tæknilegt vandamál. Þeir hljóta að geta leyst það mennirnir.
En Magnús Þór vill ekki þetta fólk, ef ég skil hann rétt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 01:14
kyntu ter malin adur en tu tjair tig. Folkid er fra irak.
xtc (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:15
Ég styð ákvörðun Magnúsar í þessu máli þó svo að ég sé ekki sammála linkind yfirlýsingar hans.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:22
XTC: Fólkið er frá Palestínu en er að mér skilst í flóttamannabúðum í Írak. Og hvaða máli skiptir það ef þessar konur og börn væru frá Írak?
Johnny: Hvaða linkind ertu ekki sammála?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 01:28
Heyr heyr
Haraldur Halldór, 14.5.2008 kl. 01:30
Ég er ekki sammála því að Magnús stilli dæminu þannig upp að betra væri að hjálpa fólkinu í þeirra eigin löndum frekar en að fá þau hingað. Ég sé akkurat enga ástæðu til að afsaka það fyrir sjálfum sér og öðrum af hverju hann og flokkurinn vilji ekki fá fólkið til landsins af ótta við einhvern rasistastimpil. Það er einmitt óttinn við þann stimpil sem dregur allan kraft úr því sem Frjálslyndir segja.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:37
Mér finnst nú djúpt í ár tekið, að skammast sín fyrir þjóðernið. Hins vegar spyr ég mig hvort Magnús vilji að Reykvíkingar noti hans aðferðafræði þegar kemur að flóttamönnum af landsbyggðinni. Reykvíkingar ættu kannski bara að hugsa um sín eigin mál, frekar en að vera að taka við innflytjendum frá t.d. Hveragerði eða Dalvík?
Vésteinn Valgarðsson, 14.5.2008 kl. 05:03
ég hélt að þetta væri alltsaman klappað og klárt?
nú ætla ég að lesa þessar greinar sem þú bendir á og komast aftur inní málið, það er samt í mér óhugur yfir því að einhverjir íslendingar finni bullafsakanir fyrir því að gera ekki hið rétta... Össur er krútt sem við getum treyst að hafi hjarta, ólíkt svo mörgum í hans stöðu.
halkatla, 14.5.2008 kl. 09:23
Æi Jenný...ég þarf að lesa þessa greinagerð Magnúsar áður en ég fer að ibba mig....
En ég skil ekki vandamálið!
En það sem ég hef séð til Magnúsar og hans flokks er ekkert sérlega vænlegt svona mannlega séð..........
Heiða B. Heiðars, 14.5.2008 kl. 09:55
Mér finnst svo sérkennilegt þegar fólk er að tala um að það sé of margt fólk og þess vegna atvinnuleysi, hvernig í ósköpunum fer fólk eiginlega að í stórum þjóðfélögum? Hvers vegna eru ekki margar milljónir Dana atvinnulausir, þar eru jú miklu fleiri en 300 þúsund manns, og - ja hér virðist allavega ekki vera pláss fyrir fleiri.
Svo hálfvitalegt að átta sig ekki á því að fleira fólk þýðir meiri umsvif og þar með meiri atvinna.
Auðvitað eru byrjunarörðugleikar, en bara svo vel þess virði að takast á við þá.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.5.2008 kl. 11:15
Magnús Þór er dottinn út úr bæjarstjórn núna, svo þessi vandræðagangur er líklega úr sögunni, sjá Mbl.is:
Sjálfstæðismenn mynda hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness þar sem Karen Jónsdóttir fulltrúi F-lista hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Mun Sjálfstæðisflokkurinn einn mynda meirihluta bæjarstjórnar á Akranesi út kjörtímabilið. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is.
Ummæli Magnúsar Þórs dropinn sem fyllti mælinn
Unnið verður áfram á grunni málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokks og F-listans. Karen mun áfram verða formaður bæjarráðs og Gunnar Sigurðsson áfram forseti bæjarstjórnar. Bæjarmálasamþykktinni verður breytt og kosið að nýju í allar nefndir bæjarins.
Þá hefur Gísli S. Einarsson bæjarstjóri einnig ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Ástæðan er fyrst og fremst ummæli Magnúsar Þór Hafsteinssonar, varabæjarfulltrúa F-lista og formanns félagsmálaráðs, um andstöðu sína við komu flóttamanna til Akraness.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 12:46
Flott færsla Jenný og ég er svo innilega sammála...hélt reyndar að heimóttarskapur hefði að mestu horfið með torfbæjunum og kotungshugsunarhætti sem var landlægur á öldum fyrr.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.5.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.