Leita í fréttum mbl.is

Hamingja í uppsiglingu og blóm sem bakkar´ana upp

7515~Pink-Dahlia-Posters 

Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða tíundaðar hér, hefur þessi dagur verið erfiður!  Ójá.  Sumir dagar geta ekki liðið nógu fljótt.

Ég er ekki vön að hanga lengi í vanlíðan, kannski nokkra klukkutíma max, en núna teygðist á því.  Ég er ekki stolt af samskiptatækninni á þessum degi.  Nokkur fórnarlömb liggja nú þegar í valnum.

Dæs.

En.. til að hífa mig upp skrifaði ég fíflafærsluna hér fyrir neðan, ég las AA-bókina og ég kyrjaði faðirvorið.  Svona sirkabát.  Ekkert virkaði.  Ef eitthvað, varð ég enn meira viðskotaill.

Svo las ég um að Dagur Eggerts kallaði ráðningu Jakob Frímanns, læknamistök og þá tók sig upp hlátur, að vísu þurr og óhugnanlegur, hás og viðbjóðslegur,  en fokkings hlátur var það.

Svo varð mér litið á dásamlega fallegt blóm sem mér var gefið af konu sem ég þekki frá því áður fyrr, á laugardaginn, og þá bráðnaði ég að innan.  Fór að grenja smá, búhú, og svo streymdi um mig einhvers konar flauelskennd hamingja.  Úff svo mjúk og góð.

Þórhildur, takk fyrir að bjarga lífi mínu.

Og ég er komin aftur.  Hringið á heimavarnarliðið.

Það er hamingja í uppsiglingu. Og ég bakk´ana upp með blómi!

Úje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj hvað það var gott.........

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er mun heppilegra ástand kona góð .

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þá get ég gengið róleg til hvílu, Jenný mín er komin í lag  You Go Girl

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Þröstur Unnar

What, ekkert partý. Alltaf svona þegar ég ætla á djammið.

Þröstur Unnar, 13.5.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elsku Jenný mín.  Hafði sotlar áhyggjur af þér í dag.  Mikið var ég fegin þegar ég leit inn hjá þér og sá að þú hafðir ekki hent þér á vegg.

Þú átt góðan verndara svo nú getum við sofið vel í nótt.

Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að þér líður betur...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:41

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 13.5.2008 kl. 23:03

9 identicon

lofjú!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:04

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Liggur Einar í valnum eftir daginn?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

gleymdi þessum

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband