Leita í fréttum mbl.is

Deyjandi og svört

 lesko_nl_06

Ég var að lesa hin og þessi blogg áðan af því ég nennti ekki að gera eitthvað af viti.  Þá meina ég verklega hluti eins og að mála húsið, taka til á lóðinni eða hlaupa maraþon.  Jeræt.

En á einu bloggi stóð að fólk notaði fatnað til að tjá sinn innri mann eða persónuleika sinn.

Það er nebblilega það.  Hm... ég er búin að vera í dálítið miklu rusli eftir að ég fór að velta þessu fyrir mér. Dem, dem, dem.

Ég hlýt þá að vera afskaplega svartur karakter.  Litlaus, dimm, döll og ég gæti áfram talið.

Sumir myndu skrifa upp á það, en mér finnst ég ógeðslega litrík og skemmtileg, að innan sko.

En staðreyndin er sú að allt í mínum fataskáp (með örfáum slysakaupum) er svart.

Ég á nokkrar gráar peysur, kjóla og eins og einn jakka.  Ég á enga liti.  Rosalega þyrfti ég að komast í litasérfræðing.  Ég get ekki dáið hafandi verið sökkari fyrir svörtu og engu öðru.

Ég held ég eigi í tilvistarkreppu.  Bara frá því að ég las ofangreint.  Áður en ég gerði það lifði ég í þeirri trú að ég væri hipp og kúl. 

Ég leggst undir feld, hringi í Heiðar snyrti og læt hann litgreina mig á stundinni.  Það hlýtur að vera hægt að lappa upp á þennan hundleiðinlega persónuleika sem ég flagga hvert sem ég fer.

En svo má taka Pollyönnu á þetta.  Kannski er ég svo svakalega litríkur karakter að ég verð að klæða mig í hamlandi föt.  Ég meina til að ég sullist ekki út um allt.

Ég get lifað með því.

Ómægodd.  I have a problem.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Annars nota ég föt til að klæða mig gegn kulda, og til að vera ekki berrrössuð og bara af því bara.  Ekki út af neinu öðru.  Fór samt í svartar buxur í morgun út í búð, þorði ekki að fara í náttbuxunum, langaði mest til þess.  En....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég reyni eins og rjúpan við staurinn að finna liti en það gengur misvel!

Ég man hvað mér fannst ljótt að sjá kéddlingar í gamladaga í köflóttu, doppóttu, rósóttu og allskonar litum - ætli það hafi eyðilagt fyrir okkar kynslóð eða erum við ekki bara svona jarðtengdar?

Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég geng í allskyns litum, núna er rautt og hvítt í uppáhaldi. Þú ert örugglega flott í svörtu, klassa dama. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Mér finnst síðasta útskýringin best - þú ert of litríkur karakter. Ég er að pína mig í appelsínugult - svona til að brjóta upp svarta (ekkju) lookið......... Við virðumst vera partners in crime......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég er svona kolsvört líka með örfáum mjög sjaldgæfum undantekningum og þá er það kannski litaður bolur eða skyrta innan undir svörtum jakka eða peysu og við svartar buxur. Ætlaði að bæta úr þessu litleysi um daginn og afraksturinn úr þeirri verslunarferð var frostpinnagræn flíspeysa! Helduru að það séu nú smartheitin...

Björg K. Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Blessuð haltu þig við svart. Ekki viljum við að þú sullist út um allt manneskja

Jóna Á. Gísladóttir, 12.5.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er líka svona svört, reyni á þessum síðustu og verstu tímum að kaupa klúta í lit. En ég fer ekki ofan því að við erum flottastar í svörtu.

Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 23:15

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Eftir að hafa lesið þetta allt saman held ég bara að ég hugsi eins og karl (ég meina strákur).

Júlíus Valsson, 12.5.2008 kl. 23:33

9 Smámynd: Sumarbúðirnar Ævintýraland

Mjög mikil hrifning á svörtum fötum hérna megin ... svo skreyti ég mig með litríkri hálsfesti kannski, glysgjörn dama, haltu bara áfram að vera svona töff og svört eins og við flestar hérna.

Sumarbúðirnar Ævintýraland, 12.5.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta ætlar að vera svona dagur. Ég var að henda inn fréttatilkynningu fyrir sumarbúðirnar hennar Hildu og gleymdi að aftengja mig. Sorrí, síðasta færsla var frá mér, frú Gurrí af himnaríki ... arggggggg, nú fer ég og fleygi mér í veggi. Mannorði sumarbúðanna rústað bara.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:39

11 Smámynd: Linda litla

Hvernig karakter er þá Silvía Nótt ??

Ég veit ekki ég spái ekki mikið í hvernig lit fötin mín eru. Ég er a.m.k. í svörtum hnébuxum og appelsínugulum bol núna.

Linda litla, 13.5.2008 kl. 00:09

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

95% af mínum fötum eru svört, svart er alltaf flottast

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2008 kl. 01:12

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda: Ég veit ekki hvernig karakter Silvía Nótt er.  Held að Ágústa Eva viti það varla því SN er ekki til.  Hún er tilbúinn karakter.

Ingibjörg: Partners in crime, brothers in arms.

Gurrí: Góð!

Takk öll fyrir skemmtilega umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 01:15

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eru til fleiri litir í fötum en svartur ?

Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 05:57

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fötin skapa EKKI manninn, það er alveg á tæru.  Dóttir mín er svona svört drottning og það er bara hennar karakter, annars er ekkert að því að hafa samband við Heiðar hann er alla vega  með húmorinn í lagi þegar sá gállinn er á honum.

Eigðu góðan dag 

Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 06:31

16 Smámynd: Berglind Inga

Ég skil þetta svo vel (eins og flestir sem hafa kvittað!). Ég var einu sinni alltaf í svörtu. Þá sögðu vinkonurnar að ég ætti að kaupa eitthvað í lit. Einhverju seinna var ég vinsamlegast beðin um að hætta með þetta bleika æði (ha? Eru til fleiri litir en bleikur?) og ég er komin aftur í svarta gírinn. Sumu fólki er ekki hægt að gera til geðs

Berglind Inga, 13.5.2008 kl. 09:42

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður:  Ég hallast að því að þú hafir rétt fyrir þér.  Ég er of dásamlega litrík til að geta klætt mig í liti.

Ía: Heiðar sagði við mig fyrir ekki svo mörgum árum síðan að ég væri eins og gína í laginu.  Ég tók því sem móðgun, hann var að hrósa mér.

Vanadís: Það er karakterinn.  Við verðum að koma böndum, svörtum böndum yfir hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.