Mánudagur, 12. maí 2008
Bílablinda
Ég var að uppgötva eitt, reyndar síðust til þess, en ég er hálfviti þegar kemur að bílum.
Ég hef bloggað um það áður, en ég keyri ekki bíl, vill ekki leggja það á nú þegar ónýta umferðarmenningu á þessu landi. Vegir landsins munu ekki rísa undir því álagi sem felst í því að hafa mig keyrandi um allt. Þetta er ekki skortur á sjálfstrausti, þetta er vísindalega sannað mál.
Og svo hef ég ekki áhuga á bílum. Nema til að komast í frá A-Ö. Punktur. Ég segi stundum að ég þekki tvær bílategundir, þ.e. Benz og Bjöllu og fólk heldur að ég sé að ýkja. Ókei, ég þekki gamla Citroen. Ég er beisíklí bílablind.
Ég hef farið inn í hvítan fjögurra dyra Volvo og tekið feil á honum og rauðum Opelstation, en það er langt síðan. Ég mátti ekki vera að því að líta upp, var að skoða stundarskrána mína úti í Gautaborg.
Bíll er bíll fyrir mér og það þarf ekkert að ræða það frekar.
Úpps, svo kom að því að ég lenti í vandræðum. Um daginn bilaði gemsi eiginmannsins og ég þurfti að ná í hann. Ekki séns, sími capút. Og svo varð ég hrædd. Einhver hafði lamið hann til óbóta í vinnunni og eyðilagt símann og húsband lá nú nær dauða en lífi upp í Heiðmörk eða eitthvað. Já mér er kunnugt um mitt töluvert líflega ímyndunarafl.
Og ég hugsaði, hvað á ég að gera? Hringja í stöðina? Gerði það en hann svaraði ekki kalli. Átti ég að hringja í lögguna, maðurinn var deyjandi? Já, ég geri það. Og ég stökk að síma. Snarbremsaði á ganginum, þannig að það ískraði í rauðgullnu channel töflunum með nýja utanborðsmótornum.
Og það rann upp fyrir mér að ég veit ekki hvaða tegund bíls við eigum, ég veit að hann er grænn og mjög þægilegur. Ég veit ekki númer bílsins og ef eitthvað kæmi uppá gæti ég ekki gert viðvart.
Ég hef margspurt hverrar tegundir bíllinn minn er og mér er sagt það jafnharðan. En ég hef þann leiðindagalla þegar kemur að málefnum (já og fólki) sem vekur ekki áhuga minn - þá hætti ég að heyra, sjá og skynja. Vont mál.
Bíllinn minn heitir Hunday Sonata. Brilleríllilí.
Og næst þegar eitthvað gerist þá fletti ég upp á þessari færslu og get hóstað út úr mér nafninu á sjálfrennireiðinni eins og ég sé intúitt. Það verður kúl. En samt finnst mér núna, eftir að ég skrifaði nafnið á rennireiðinni, að ég muni muna það um alla eilífð. Að blogga er heilun, ég segi það satt.
Péess. Það kom svo í ljós að gemsi eiginmannsins var ónýtur.
Við keyptum nýjan. Ég man ekki hvaða tegund, en hann er mjög flottur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
hahahah láttu svo tattúvera númerið á brjóstið á þér eins og alvöru grúpppía og þá ertu seif ef þú þarft að gefa upplýsingar......
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 14:54
....allavega alveg þangað til þið skiptið um bíl
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 14:55
Hmmm, ég man aldrei af hvaða tegund bíll sonarins er ... Þekki þó Benz, Volvo og svona ... en ekki mikið meira.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:05
Sounds like a plan Hrönnsla.
Gurrí: Við skiljum hvor aðra í þessu máli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 15:18
Ég keyri aldrei. Sé mun á rútu og fólksbíl en ekki mikið meira. Bílablinda
Hólmdís Hjartardóttir, 12.5.2008 kl. 15:42
Hahaha .. brilljant færsla hjá þér, so much you. Svona er það með okkur stundum, sumt munum við lífið út en annað kemur og fer jafnhraðan inn um eitt og út um hitt - augað eða eyrað. Mér finnst þróunin í bílaútliti vera orðin slík að sumar tegundir eru orðnar nánast eins - station bílar eru margir keimlíkir og varla hægt að greina á milli t.d. Chervolet og Pusjó sem og fleiri station bíla nú orðið.
Sumir bílar sitja líka meira og fastar í minni en aðrir, sumir eru líka alveg sér á báti - líkt og t.d. Ástin míní ...
Tiger, 12.5.2008 kl. 15:46
skilðig vel. þú ert þó með á hreinu teguns inniskónna þinna. ég hef ekki græna glóru um af hvaða tegund mitt skótau er. veit lögun þeirra og liti. það dugar mér.
Brjánn Guðjónsson, 12.5.2008 kl. 17:31
Yndisleg færsla, ég er svona doldið ofvirk á bíla. Get sagt til um hvernig staðan er á vél bílsins sem keyrir á undan, fer eftir lykt ofl. Já, bæ ðe vei, ég heiti Ásdis og ég veit að þú gleymir mér aldrei.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 17:31
Algjörlega sammála þér. Bílar eru fyrir mér nánast allir eins og alveg lausir við að vera merkilegir.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:42
Hahaha skemmtileg færsla! Bræður mínir kölluðu mig "bílaGuddu" þegar ég var yngri þar sem ég var eins og versti strákur þegar kom að bílum, enda hvernig annað hægt með 4 bræður stanslaust á kafi ofan í húddi á bílum. Ég á líka Hyundai, bara Terracan........................en þú veist náttúrlega ekkert hvernig hann er
Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 17:46
Ekki veit ég hvaða númer er á mínum bíl en hann er grár og ég kemst frá A-Ö og það nægir mér alveg.
Til þess að þekkja hann úr allri bílamergðinni þegar ég fer í Supermarkaðinn þá setti ég límmiða hjá afturnúmerinu með Ísl. fánanum
Ía Jóhannsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:53
Skemmtileg færsla. Þótt ég keyri bíl er ég nú líka tegundablind, þekki ekki einu sinni muninn á jeppa og jeppling, þótt fróðir segi að þar sé stór munur á.
Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:26
Hehehe þú ert frábær
Svanhildur Karlsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:24
þú ert sannarlega frábær og yndisleg
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:56
Bílar eru farartæki á hjólum. Það er nóg fyrir mig. Svo fylli ég bara í eyðurnar, þegar þar að kemur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.