Leita í fréttum mbl.is

Hundskist frá völdum

Borgarstjóranum í Reykjavík er umhugað um að við vitum að hann sé heiðarlegur maður.

Ég dreg það reyndar ekki í efa.  Ég held meira að segja að hann sé algjörlega laus við að kunna á pólitíska klæki.  Þeir sem ég hef talað við eru mér sammála um þetta.  Ég gerði nefnilega þverpólitíska skoðanakönnun í kunningjahópnum.

En það er ekki málið.  Bara alls ekki.  Jakob Frímann er heldur ekki málið, hann getur örugglega gert með bravör það sem hann var ráðinn til að gera.  Það er fyrirkomulag ráðningarinnar sem fer fyrir brjóstið á fólki.

Það er klaufskan, sambandsleysið, paranojan og almennur flumbrugangur sem gerir það að verkum að almenningur í þessari borg vill sjá breytingar.  Það eina rétta er að meirihlutinn segi það upphátt sem allir sjá.  Að þetta samstarf er farsi.  Lélegur farsi.  Meirihlutinn hangir saman á óskinni einni. Óskinni um að fá að vera við völd.

Ég er ekki hissa á að Reykjavíkurbréf Moggans lýsi yfir áhyggjum Sjálfstæðismanna af ástandinu í borgarstjórnaflokk íhaldsins í Reykjavík..  Meira að segja ég vorkenni þeim.

Við erum að upplifa vanhæfan meirihluta á eigin skinni.

Máttleysislegar tilraunir til að fúnkera gera ekkert nema ýta undir þá vissu að allt sé í kalda kolum.  Við sjáum það nánast á hverjum degi í fjölmiðlum.

Sýnið nú pólitíska ábyrgð gott fólk og takið pokann ykkar.

Þetta er ekki það sem átt er við þegar talað er um "starfhæfan meirihluta".  Bara alls ekki.

Mig er farið að gruna að þetta fólk þrái pólitískt sjálfsmorð.  Laaaangdregið sjálfsmorð.

Hundskist frá völdum.

Þetta er orðið svo mikið meira en gott.


mbl.is Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég hugsa að karlgreyið eigi eftir að jarða sjálfan sig algerlega pólitískt og aldrei eiga afturkvæmt í pólitísk málefni - vegna samstarfs(??) við sjálfstæðisflokkinn. Allir tapa sem starfa með sjálfstæðismönnum, það er alkunna - en borgarstjóri virtist ekki sjá það fyrir - eingöngu góðan stól og feitan launaseðil ásamt mjög feitum eftirlaunum. Ekki kusum við hann í starfið svo hann getur aldrei kennt okkur um ef hann sekkur endanlega, sjálfstæðismenn tróðu honum í stólinn til að vera skjöldur fyrir þá sjálfa - hann fær orrahríðina allt tímabilið en svo koma sjálfstæðismenn að því loknu og "bjarga" stólnum frá óalandi manni sem stendur einn og óstuddur. Það ætti að setja í lög að kjósendur fái að grípa inn í mál þegar svona valdabrölt er í gangi...

Tiger, 12.5.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú skrifar það sem mig langar til að segja Jenný, takk fyrir það.

Óskar Þorkelsson, 12.5.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband