Sunnudagur, 11. maí 2008
Upp á vatn og brauð?
Stundum er ég að hugsa um hversu góðu vanur maður er orðinn. Eins og t.d. það að geta farið að versla án tillits til hvaða dagur er. Ég man nefnilega eftir háheilögum dögum þar sem ekkert var opið. Mikið skelfing fannst mér það leiðinlegt. Ég hugsaði; mig gæti vantað eitthvað og hvað á ég þá að gera?
Vegna anna út af skírnarveislunni hans Hrafns Óla, sem haldinn var í gær, fór lítið fyrir innkaupatilburðum undirritaðrar. Ég mátti ekki vera að því að pæla mikið í matseðli þrátt fyrir komandi hátíð. Hvítasunnan er ekki bigg díl fyrir mér, enn einn frídagurinn bara. Eina hátíðin sem ég missi kúlið yfir eru jólin.
Og í morgun rann það upp fyrir mér að það er ekkert til í kotinu.
Ok, ekkert er kannski dálítið ýkt, en ekkert bitastætt er í ískáp að finna Það er ekki til kjöt, ekki grænmeti og því um líkt. Ég varð samstundis pirruð þegar ég sá að Hagkaup var lokað og Bónus gefur ekkert upp á sinni heimasíðu um opnunartíma. Ekki Krónan og ekki Nóatún.
Allt í einu bara VARÐ ég að kaupa eitt og annað. Mér leið eins og ég væri í vist upp á vatn og brauð hér uppi í Gólan.
Og svo uppgötvaði ég að þetta er auðvitað fáránlegt sjónarmið. Það er ágætt að búðir skulu vera lokaðar af og til. Verra finnst mér með kaffihúsin. Það er ekki vitund Cosmopolitan að hafa þau lokuð á frídögum.
Er ekki 10/11 eða hvað þær nú heita, opnar alltaf?
Eða kannski ég sleppi bara öllum verslunarhugmyndum og baki pönnukökur eða eitthvað.
Hm... ég held það bara svei mér þá.
Gleðilega Hvítasunnu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Eru ekki þessar klukkubúðir alltaf opnar, starfsfólk þar virðist aldrei þurfa að fá frí.
Góðan pönnukökubakstur, ég ætla að freista þess að eitthvað kaffihús sé opið en kíkja fyrst á sýninguna hjá Hrafnhildi. (krummasnill)
Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 15:19
Það er svo hlægilega stutt síðan að þetta var svona.....
Fólkið fær frí. Vinnuskipulagið er bara öðruvísi og auka fólk kemur inn.
Halla Rut , 11.5.2008 kl. 15:22
Svo eru bensínsjoppurnar alltaf opnar - með eða án olíuverðssamráðs.
Jens Guð, 11.5.2008 kl. 17:17
pønnsur...slurp slurp...tala nú ekki um med sultu og rjóma vona ad thid hafid notid vel. Gledilega hvitasunnu
María Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:49
Ég man eftir því þegar lokað var frá 6 á föstudögum og þangað til á mánudögum. Allar hátíðir voru glataðar og rjómi og egg voru hömstruð. Mig hryllir við þessum minningum.
Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:37
Æj, æj, ef það væri ekki svona langt á milli okkar mundi ég bara bjóða ykkur hjónum hingað í grill en þið eigið það bara inni hjá okkur Þóri
Ía Jóhannsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:28
Jónína Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 21:55
Allt meira og minna opið í dag, var það ekki annars?? enginn þarf að svelta núorðið þótt búðir séu lokaðar. Þetta var nú meira gaman í den þegar fólk keypti inn með forsjálni. Góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:13
Það datt skyndilega í hausinn á mér í dag að elda lasagne í kvöldmatinn. Mig vantaði kjötið í herlegheitin ásamt fleiru. + egg í vöfflurnar sem ég ætla að baka á morgun. Á nebblega von á skemmtilegum gestum á morgun. 10-11 er málið skal ég segja þér. Á morgun verður sennilega allt opið aftur.
Ég er samt á því að búðir eigi barasta að vera lokaðar á svona dögum. Ef það væri lokað og allir meðvitaðir, þá myndi fólk líka gera ráðstafanir fyrir lokunardagar. Ég er sammála, við erum orðin of ''góðu'' vön.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2008 kl. 23:07
Gleðilega hvítasunnu og verði þér að góðu af pönnukökunum
Eyrín Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:34
Mig langar að bæta við þetta Jóna mín, það voru stundum fjóriri dagar sem maður þurfti að hugsa fyrir. Í raun, var það ekkert erfitt ef maður var búinn að ákveða uppskriftina áður en maður fór að versla!!
1. dagur lambalæri +meðlæti
2.dagur Pasta með Lambakjöti (afgangi)
Ugla (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:39
Hér á Skaganum held ég að ekkert hafi verið opið nema bensínstöðvar. Bara allt í lagi.
Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 01:08
Ef að ég er ein heima (barnlaus) þá eru hátíðadagar ekki til hjá mér. Sonur minn fór í fermingarveislu í dag með föðurfjölskyldunni og fór svo í sveitina að heimsækja systir sína eftir ferminguna og kemur ekki heim fyrr en á morgun. Hvítasunnumáltíðin mín var "krabbasúpa úr dós" hún var fín. Og á morgun annan í Hvítasunnu, þá ætla ég að fá mér samloku með sardínum í tómatsósu. namminamm, það þýðir ekkert að bjóða syni mínum upp á þetta, þannig að ég er að njóta þess
Annars fór ég í bæinn í dag og á kaffihús, það var a.m.k. opið á Prikinu á Laugarveginum, ég held að veitingastaðir og kaffihús séu alveg hætt að virða hátíðardaga.... það er eins og það sé alltaf opið á einhverjum stað á svona dögum.
Hafðu það gott Jenný mín. Vonandi fóru pönnukökurnar vel í ykkur.
Linda litla, 12.5.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.