Leita í fréttum mbl.is

Þá blogga ég um það

Ég er komin heim úr skírnaveislunni og búin að vera í löppunum, eftir að hafa vaðið um allt á mínum nýju háhælaskóm með fyrirkomulagi. 

En það var rosalega gaman, fullt af fólki og mikið af tertum og öðru ullabjakki.

Systur mínar fríkuðu út yfir nýju skónum sem munu birtast á mynd hér fljótlega á blogginu.

Hrafn Óli hló og hjalaði á meðan presturinn jós vatni yfir höfuðið á honum.  Ég held að hann kunni vel við sig í Fríkirkjusöfnuðinum.  Jájá.

Ég er komin niður á lausn til að fá mínu framgengt undir öllum kringumstæðum - alltaf.

Ég hóta fólki að ég muni blogga um það verði það ekki til friðs.

Þarf t.d. að drífa mig í bankann á þriðjudaginn og fara fram á þjónustu.  Hm...Whistling

Tvær systra minna komu of seint í kirkjuna, sem er auðvitað alveg ömurlega leim og ég sagði ........ og ........ að ég myndi blogga um það samstundis þegar ég kæmi heim ef þær borguðu mér ekki fúlgur fjár.  Það er skemmst frá því að segja að þær greiddu mér möglunarlaust.Halo

En í veislunni voru allir glaðir, mikið fjör og mikið gaman.  Enginn drakk sig fullan til að komast á séns, eða réttara sagt þá drakk enginn neitt annað en óáfenga drykki og allt fór siðsamlega fram.

Þetta get ég vottað.

Amen og agú.

Újeeeeeeeeeeeeeeeeeee


mbl.is Drekka til að komast á séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Já Jenný mín, þú hefur valdið í höndum þér - eða í lyklaborðinu þínu, sterkt sem það getur verið ef notað væri á skemmandi hátt. En, þar sem það ert þú - þá er það fallegt, skemmtilega og vitsmunalega notað þetta vald.

Til hamingju með daginn og drenginn mín kæra. Gleður mig að þú ert komin heil heim aftur - þrátt fyrir stígvélin og úlpuna - sem þú varst örugglega ekki í - og frábært að engin var að reyna að deita drukkinn í veislunni, hvað þá að drekka til að deita ...

Yndislegt þegar börnin eru róleg á meðan skírnin fer fram, það eykur á ánægjuna fyrir foreldra sem geta sannarlega verið stolt af sínu ljósi .. óska þeim til hamingju líka!

Tiger, 10.5.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hláturmildur eins og amman! það er nú gott að börnin erfi góða skapið.

Hvað fékkstu mikin pening? Góð hugmynd, hvern vantar ekki pening?

Edda Agnarsdóttir, 10.5.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Linda litla

Skírnarveislur eru kannski ekki rétti staðurinn til að drekka sig fullan til að komast á séns..... eða hvað ? Það er a.m.k. eitthvað sem að ég hef aldrei prófað og er ekki að fara að prófa, ekki full alla vega

Linda litla, 10.5.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með litla yndið.  Hlakka til að sjá myndir af þér og barninu, sofnaði hann ekki í skírnarkjólnum?? það á að vera svo hollt og gott.  Hafðu það gott elskuleg.

kveðja inn í helgina og nóttina   ég er slök á séns en ekkert vín.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 19:14

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með litla drenginn og daginn Jenný

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.5.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með litla Hrafn Óla elsku Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.5.2008 kl. 20:55

7 Smámynd: Jens Guð

Til hamingju með guttann.

Jens Guð, 10.5.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með litla orminn mín kæra

Heiða B. Heiðars, 10.5.2008 kl. 21:52

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hamingjuóskir frá ÚTLANDINU!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.5.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, til hamingju með litla krógan, eins og Haffi helga sagði svo frægt varð um árið í fréttum á STöð 2 og allt varð vitlaust!

En á háhjælum hm, þú ert svolítil dyllidúlla í þér, amma gamla!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju með Hrafn Óla.  Það grætur engin í Fríkirkjunni amma mín tók mig þangað reglulega þegar ég var krakki.  Mér fannst sú kirkja alltaf miklu flottari en Dómkirkjan sem hin amma mín sótti.

Annars er allt hér í gúddý var á svona pæju skóm í kvöld og nú ná verkirnir frá stóru tá og upp í heila.

Ásdís kom með hugmynd á síðunni minni í kvöl. Bloggvinir mínir koma hingað í heimsókn og við höldum fund hér í sveitinni.  Ég er búin að panta fánaborg og hornablástur ykkur til heiðurs þegar þið látið verða af þessu.  Bara any time!

Láttu dekra við þig á morgun vinkona  Happy Mother's Day 

Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2008 kl. 23:25

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju, dúllan mín!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2008 kl. 23:50

13 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn!

Hlakka til að sjá mynd af skóm með fyrirkomulagi

Björg K. Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 23:52

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

til hamingju :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.5.2008 kl. 09:58

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sé ekki alveg hvernig þetta á við fréttina sem þetta er tengt.

Nema hvað. Til hamingju með að véla enn einn málleysingjann til þess að selja sál sína geimgaldrakalli fyrir æpod og tölvu þegar hann verður kominn með aldur til.

Og... ég vil taka það fram að það er EKKI ráðlegt að pikka upp sénsa í skírnarveislum nema ef maður vilji pakka með öskrandi eggjahljóðum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.