Föstudagur, 9. maí 2008
Illgjarnir "álitsgjafar"
Ég var að baka í allan dag. Terturnar stukku fullskapaðar út úr ofninum. Ég er sannkölluð eldhúshetja. Það er nefnilega blásið til veislu á morgun. Skírnarveislu.
Á milli þátta settist ég niður með kaffi og þið vitið, þetta sem má helst ekki tala um, og fletti Fréttablaðinu. Flettíflettíflett og ég alveg í góðri harmoníu í eigin skinni.
En....Það stóð ekki lengi.
Heilli opnu var fórnað undir best- og verst klæddu konur landsins. Mikið rosalega er þetta hallærislegt og amerískt. Einhverjir álitsgjafar voru fengnir, ég nenni ekki að skrifa nöfnin þeirra, en þeir eru nerðir ársins sem af er. Neikvæðir og illgjarnir. Og er þetta issjú? Hver er í hverju? Mikið rosalega finnst mér þetta ljótt og hallærislegt.
Hvað er að fólki? Hverslags sérfræði er það að setjast niður og ráðast að útliti fólks, taka það út eins og vöru eða búfénað. Nokkur dæmi:
"Ragnhildur Steinunn, Svanhildur Hólm, Inga Lind og reyndar allar sjónvarpskonur hafa fallið í sama mót á skjánum og gerst ógeðslega púkalegar, kerlingarlegar með sama hárið......."
Og:
"Aldrei outstanding smart. Alltaf í sömu stuttu pilsunum... klæðir sig ekki í takt við sinn aldur."
Ég spyr, hvernig á maður að klæða sig eftir aldri? Er það sérstök lína? Ég klæði mig eftir veðri og eigin samvisku bara svo það sé á hreinu.
Og áfram:
"..hún er úr sveit og því ekki við hana að skakast en fötin eru öll eins og nýjasta tíska í kaupfélaginu á Blönduósi."
Er það þá ávísun á smekkleysi að vera utan að landi? Hálfvitar.
Ég hef alveg látið gamminn geysa um klæðaburð fólks við vinkonur mínar, annað væri nú bara, enda föt ofarlega á listanum hjá þeim sem hér talar (varð að herma eftir sumum) en að álit mitt eða annarra eigi heima í blöðunum, þegar kemur að því að klæða sig, er bara hallærislegt og yfirborðskennt.
Og nei, ég hef ekki húmor fyrir þessu. Hvernig væri að meta fólk að verðleikum en ekki fyrir hvað hangir utan á því?
Arg í vegg.
Hver kjaftur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála þér, afskaplega ósmekklegt og fréttablaðið setur niður við svona skítkast.
Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 21:37
Nágrannar mínir eru farnir að kvarta yfir veggkasti mínu. "Þarftu ekki að láta laga þvottavélina, vinur?" fæ ég eftir nokkur veggköst. Fór nokkrum sinnumí vegg eftir kastljósarbítið og nú eftir að þú varaðir mig við klæðálitsgjöfunum. Er enn í kasti og á klæðum. Hafðu það gott um helgina Jenný mín, og mundu að það er stjan á mæðradaginn. Fáðu einhvern til að fara í vegg, 4u. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 21:46
Jebb, sammála síðustu málsgrein.
Ég þekki mann, forríkan andsk. sem fór einu sinni til Japaníu á viðskiptafund. Sá sem stjórnaði fundinum sendi alla inn í búningsklefa áður en fundur hófst og þar áttu allir að fara úr fötunum og í hvíta sloppa, síða. Svo gengu menn í salinn og fundur hófst.
Kúúl ekki satt?
Þröstur Unnar, 9.5.2008 kl. 21:57
Þvílíkt bull. Ég segi bara eins og þú Jenný klæði mig eftir veðri og vindum. Lágkúrulegur andskoti. Punktur basta.
Þröstur hvar er Japanía? Þarft ekkert að svara ég veit hvað þú átt við, annars ansi smart orð hjá þér.
Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:09
Þetta er nefnilega bara til að hlæja að. Þeir sem svona aðhafast eru þeir púkalegustu af öllu púkalegu að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 22:10
Er í lagi að ég hendi bara eggjum í vegg?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 22:37
Tjah... ég veit nú ekki alveg hvernig maður á að fara að því að taka mark á fólki sem klæða sig sjálft eins og trúðar.
En ekki það að mér þykja svona hlutir allir alveg óttalega hallærislegir yfir höfuð. Veit ekki hvaða gildi þetta á að hafa fyrir svona hinn almenna lesanda. Ég fæ allavega alltaf nettan kjánahroll þegar ég sé svona... þetta er eitthvað svo mikið... tíundi bekkur, eða eitthvað...
Signý, 9.5.2008 kl. 23:20
Andskotans bull hjá þeim, eitthvað svo hrikalega Ameríkukóperað
Ég er búin að henda mér í vegg
Huld S. Ringsted, 9.5.2008 kl. 23:20
Ég gruna nú að allar umræddar konur taki þessu með brosi á vörum, jafnvel þó þetta séu mjög neikvæðir dómar örfárra forpokaðra sálna sem greinilega hafa ekkert vit á góðum fatnaði og nokkuð eðlilegu útliti.
Ég sá þessa umfjöllun en las hana þó ekki, enda hafði ég svo sem engan áhuga á þessu málefni. Finnst þó svona "leikur" vera fyrir neðan mitti ...
Tiger, 9.5.2008 kl. 23:34
Mín samúð er náttúrlega með Samkaupaversluninni á Blönduósi, fyrir að fatadeild hennar hafi að ósekju verið dregin svona ósmekklega inn í umræðuna.
Steingrímur Helgason, 10.5.2008 kl. 00:02
kíktu aftan á strætó núna: ef þú notar ekki "Lamzail" þá hlýtur þú að vera með ljótar tær?, auglýsingin er reyndar á þennan veg "verum með fallegar tær í sumar-notum Lamasil" þannig að þeir sem ekki nota eru með ljótar tær, skrítið ég hélt að allir fæddust með fallegar tær, en hvað veit ég svo sem karluglan......
Magnús Jónsson, 10.5.2008 kl. 00:10
Magnús, það eru sko ekki allir sem fæðast með fallegar tær, þetta er táfýluauglýsing, lighten up, eins og einhver mundi segja.
*Úps, var búinn að kommentast, sorrý.
Þröstur Unnar, 10.5.2008 kl. 00:19
Já Þröstur! Reyndu nú að hættu þessu óverdózkommentz!!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:53
Ég er svo hjartanlega sammála þér Jenný! Ég hætti við að lesa blaðið, þegar ég sá, hvert aðal umfjöllunarefnið var þennan daginn. Nenni ekki að velta mér uppúr hvað þessum plebbum finnst best, eða verst klæddu verur i heimi. - Hef ekki áhuga á því.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.5.2008 kl. 02:12
Úps það er svo mikið að gera greinilega - hef ekki séð þetta í blaðinu - verða að skoða þetta!
Gleðilega hátíð í dag - ég er að fara til RVK og skoða Magneu litlu, hún kom í fyrrakvöld með mömmu sinni í helgarferð!
Knús á þig og þína.
Edda Agnarsdóttir, 10.5.2008 kl. 08:42
Spáið í það elskurnar, ef að þetta bull væri ekki í fréttablaðinu, þá myndi alveg vanta heila færslu í bloggið þitt Jenný mín. þannig að stundum getum við verið þakklát fyrir hallærislegt efni í blöðunum. Ég er þakklát fyrir það, annars væri ég t.d. ekki að hlæja og skemmta mér yfir þessari færslu hérna og kommentunum við hana
Hafðu það gott Jenný mín.
Linda litla, 10.5.2008 kl. 09:25
Frábært að vanda að lesa hjá þér Jenný mín.
Ég hef nú aldrei spurt neinn að því hverju ég klæðist og fer bara í það sem mér finnst þægilegt.
Ég á til dæmis engan kjól þar af síður pils hvorki stutt eða síð, pabbi minn sagði oft við litlu stelpuna sína, Milla mín áttu ekki kjól?
auðvitað varð ég að vera í pilsi í vinnunni, svona júníformi þú veist,
ekkert skrýtið að maður skuli hata blátt vinnandi í þeim lit í
áraraðir.
Enn í alvöru, "ekki að hitt sé ekki í alvöru"
þá finnst mér þetta asnalegt að kjósa best og verst klæddu konur
Íslands. ja hérna hver á svo sem að dæma um það.?
Og gleðilega skírnarveislu og góða helgi til þín og þinna.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.