Leita í fréttum mbl.is

Smá mafíósó

Ég er ekki þjóðkirkjuaðdáandi. Er ekki einu sinni meðlimur í batteríinu og þakka mínum sæla fyrir það. 

Stundum verða vinnubrögðin í kirkju "allra" landsmanna svolítið mafíósó.  Við leysum þetta innan fjölskyldunnar, erum ekkert að flagga okkar óhreina taui þar sem allir sjá það.

Ég held að þetta sé lenska í mörgum trúarsöfnuðum.  Við leysum málin og þá helst bak við luktar dyr, án þess að ég sé nokkuð að ásaka þetta fólk um að hafa ætlað að leyna máli prestsins á Selfossi eitthvað sérstaklega.

En hvernig dettur þeim í hug að vera með fagráð um meðferð kynferðisbrota og vísa þangað málum eins og kynferðislegu ofbeldi?  Svo ég tali nú ekki um þegar þolendur eru undir lögaldri.

Hvað þætti fólki ef leikskólar t.d. væru með svona sérráð og létu vera að fara að lögum og tilkynna grun um misnotkun á börnum hina réttu boðleið?  Þ.e. til barnaverndarnefnda.

Reyndar hefur mál stúlknanna í Selfossmálinu farið rétta boðleið, að mér skilst þegar hér er komið sögu.

En það er eins og kirkjan hafi tilhneigingu til að setja sínar eigin reglur, sín eigin lög.

Treysti ég þeim?

Nei, ég treysti þeim ekki afturenda.


mbl.is Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur loðað við trúasöfnuði að þagga allt svona niður, það má ekki koma blettur á kirkjuna og kuflana.
Skipulögð trúarbrögð eru svo sorgleg

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla bara að segja við þig Góða helgi Jenný mín

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég hef nú skilið þetta fagráð með þeim hætti að það sé til þess fallið að svona máli séu einmitt ekki þögguð niður. Í þessu tiltekna tilviki eins og það kemur mér fyrir sjónir var því strax vísað til réttra yfirvalda. Það er góðs viti að kirkjan geri það og mér finnst ósanngjarnt að gefa annað í skyn í þessu tiltekna atviki.

Ef einhver úr annari starfsstétt hefði framið lögbrot kemur þessi umræða ekki upp um viðkomandi starfstétt.

Það eru ákveðnar stéttir sem eru nánari samskiptum við fólk en aðrar s.s. kennarar, læknar, sálfræðingar og prestar. Þar eru samskiptin oft með þeim hætti að fara verður sérstaklega varlega gagnvart umbjóðendum þeirra sem þar starfa s.s. sjúklingum og sóknarbörnum.

Ég veit ekki hvað gerðist í þess máli en vona að sannleikurinn komi í ljós. Þetta er hið sorglegasta mál en ég held að kirkjan hafi í öllu brugðist rétt við með því að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 13:35

4 identicon

Þannig að þér, Steinn finnst ekkert óeðlilegt að svona mál komi fyrir fagráð hjá stofnun sem mennirnir vinna hjá, að stofnunin faktískt rannsaki sjálfa sig... Vá djúpur

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:38

5 identicon

Samkvæmt frétt: (5. maí)
Það var um mánaðarmótin mars apríl sem að foreldrar annarrar stúlkunnar höfðu samband við formann sóknanefndarinnar á staðnum vegna málsins. Stúlkan sem er sextán ára hefur verið virk í kórstarfi kirkjunnar. Sóknarnefndarformaðurinn vísaði foreldunum á Biskupstofu. Eftir að málið barst inn til Biskupsstofu fór ákveðið ferli í gang en til er sérstakt fagráð um meðferð kynferðisbrota innan Þjóðkirkjunnar og var málinu strax vísað þangað. Fulltrúi ráðsins fór á Selfoss til að kanna málið og að þeirri athugun lokinni vísaði Fagráðið málinu til Barnaverndarnefndar sem svo aftur hafði samband við lögregluna.

Þarna hefur liðið a.m.k. einn mánuður áður en barnayfirvöld eru látin vita. Samkvæmt formanni Fagráðsins þá hafa komið upp um tíu tilfelli og þetta er hið fyrsta sem fer áfram til yfirvalda. Er það eðlilegt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fyrir mér eru þetta ekki eðlileg vinnubrögð enda voru þau gagnrýnd af barnahúsi...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Tiger

Já, margar stéttir standa oft mjög fast við bakið á sínu fólki - alveg sama á hverju gengur virðist vera stundum. Víða mætti endurskoða og laga til - og sannarlega eiga allir sem gerast brotlegir við lög - alveg sama hver á í hlut - að axla sína ábyrgð og taka afleiðingum gjörða sinna.

Eigðu ljúfan dag og góða helgi mín kæra!

Tiger, 9.5.2008 kl. 13:58

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

Fagráði er falið að fylgja eftir málum svo að þau fari í viðhlítandi farveg en hefur sjálft ekki rannsóknarhlutverk.  Í tilvikum fullorðinna er fagráði ætlað að styðja meinta þolendur.  Það styður þá til að koma umkvörtunum sínum á framfæri og fá viðhlítandi umfjöllun í réttarkerfinu eða, ef viðkomandi vill eða treystist ekki til að leggja fram kæru, þá beina málinu til úrskurðarnefndar kirkjunnar.  Í tilvikum þar sem börn eiga hlut að máli er þeim sem málið ber fram, gerð grein fyrir að málinu skuli vísað til barnaverndarnefndar.  Því er síðan vísað til barnaverndarnefndar sem hefur allt forræði málsins á sínum höndum (tekið af mbl.is 9.maí)

Hlutverk fagráðsins er því ljóst. Ef við skoðum hverjir eru í fagráði kemur fram að tveir af þremur hefur enga aðkomu að kirkjunni.

Nú verandi fagráð er skipað  presti, lögfræðingi og uppeldis- og afbrotafræðingi og hafi hinir tveir síðast nefndu enga aðkomu að kirkjunni að öðru leyti. Fagráð gætir þess sömuleiðis að talsmenn þess séu ekki í störfum á vegum kirkjunnar.(tekið af mbl.is 9.maí)

Varðandi hvað leið langur tími veit ég ekki um og kemur ekki fram í máli þínu Gísli hvort það var vegna þess að foreldrarnir biðu með það í mánuð, málið var hjá kirkjunni í mánuð eða hvort það var kært mánuði seinna. Hvað gerðist hvenær frá mánaðarmótum mars/apríl get ég ekki sagt til um eða hvað líður yfirleitt langur tími frá kvörtun til kæru. Það tekur væntanlega einhvern tíma fyrir fagfólk að fara yfir málið með brotaþolendum og útbúa kærur sérstaklega ef málið er vandmeðfarið. Það er ekkert hægt að skella einhverju á blað og senda það í tölvupósti til ríkissaksóknara.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 14:11

9 Smámynd: Steinn Hafliðason

Í hverju fólst gagnrýni barnahúss?

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 14:12

10 identicon

Ég verð því miður að leiðrétta alvarlegan misskilnings Steins Hafliðasonar hér að ofan. Eins og margoft hefur komið fram þá ber almenningi (má vera nafnlaust) að tilkynna til barnaverndaryfirvalda grun um mishöndlun. (16. gr) Þeir sem sinna störfum með börnum ber að tilkynna undir nafni grun um mishöndlun. Enga tölvupósta þarf eitt símtal í 112 nægir. Hafi sóknarnefnd eða aðrir  starfsmenn kirkjunnar haft hinn minnsta grun hefði átt að tilkynna það strax. Ég er kominn á þá skoðun að þetta fagráð sé óþarft enda veit ég ekki um aðrar stofnanir eða (íþrótta)félög sem hafa slíkt  "fagráð". Tilkynning er ekki vandmeðfarin enda fagfólk sem tekur við henni. Gagnrýni Barnahúss fólst væntanlega í því hversu ferill málsins var langur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:29

11 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þar sem þú ert svona fróður um þann feril sem þetta mál fór í þá upplýsir þú mig og aðra hvernig þetta mál hefur þróast frá mánaðarmótunum mars/apríl. Mér þætti áhugavert að vita hvenær hvað gerðist og hver var aðili að málinu á hverjum tíma. Þú hefur væntanlega upplýsingar um það.

Annars veit ég ekki til annars en að fólkinu hafi verið frjálst að hafa beint samband við barnaverndaryfirvöld en af einhverjum ástæðum hafði það samt samband við kirkjuna og sem betur fer var fólk þar sem kom málinu til yfirvalda.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 14:33

12 Smámynd: Steinn Hafliðason

Í stuttu máli Gísli, hvað leið langur tími frá því að fólkið hafði samband við Biskupsstofu þar til málinu var vísað þaðan til viðeigandi yfirvalda?

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 14:43

13 identicon

En samt tók það allt of langan tíma að koma málinu til barnaverndaryfirvalda. Málinu er komið til biskupsstofu, hún vísar því til fagráðsins, einhver frá fagráðinu fer á staðinn til að "rannsaka" málið. Síðan er málinu vísað til Barnaverndayfirvalda.

Af hverju var málinu ekki vísað strax til Barnaverndaryfirvalda?

Guðrún (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:44

14 identicon

Hverjir aðrir eru með svona fagráð, jú kaþólikkar;
Ég er með heimildarmynd um þetta dæmi, hvernig öll mál áttu að vísast til Róm og hvernig Róm, páfir og allir beinlínis þögguðu mál ofl ógeðslegt
Smella her  Þetta er mjög átakanlegt að horfa á en hringir mörgum bjöllum

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:54

15 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ok málið fer til Biskupsstofu og svo til fagráðsins. En áður en við getum sagt að ferlið hafi tekið langan tíma verðum við að vita hversu langan tíma það tók.

Fólkið hefði getað farið með þetta máli beint til barnaverndaryfirvalda sjálft án þess að kirkjan hefði svo mikið vitað af því fyrr en rannsókn hefði hafist. Ég veit ekki af hverju það fór til kirkjunnar en kannski var það hrætt við að kæra og þá er gott að einhver þar hafi vit á og kunni að koma svona málum í réttan farveg.

En ég get ekki talað fyrir hönd þessa fólks, ég finn mikið til með því og vona að sannleikurinn komi upp á yfirborðið.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 14:54

16 Smámynd: Steinn Hafliðason

DoctorE það er enginn að segja að fólkið hafi þurft að leyta til kirkjunnar með þetta mál, það er öllum frjálst og velkomið að fara til barnaverndaryfirvalda. Það var samt það sem gerðist að haft var samband við kirkjunnar fólk sem vísaði málinu til óháðs fagráðs sem aðstoðaði það við að leyta réttar síns.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 14:59

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steinn: Þetta er fljótafgreitt mál.  Í barnalögunum stendur að það skuli hafa samband við barnaverndarnefnd ef grunur um ofbeldi og illa meðferð á börnum er fyrir hendi.  Það er bæði borgarleg skylda svo ég tali nú ekki um stofnanir eins og kirkjuna sem þessa skyldu tvímælalaust.

Af hverju ertu að verja þetta verklag?  Á kirkjan ekki að fara að lögum eins og aðrir í þessu landi?

Það þarf í raun ekkert að diskútera þetta frekar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 15:00

18 Smámynd: Ragnheiður

Í þessu tilviki tafði þetta ferli allt fyrir málinu að mínu mati.

Ég hitti kallinn þinn áðan og svei mér, alla mína daga, maðurinn hefur yngst um 15 ár við þessa breytingu ...oboj.

Knús á þig mín kæra, ég ætla að íhuga tillöguna sem þú komst með mín megin.

Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 15:06

19 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég veit ekki betur en að kirkjan hafi farið með málið til barnaverndaryfirvalda. Kannski veigraði fólkið sér við því að leyta þangað sjálft þar sem það hafði upphaflega samband við kirkjuna en ekki barnaverndaryfirvöld. Það get ég ekki sagt til um en hitt veit ég að kirkjan hefur beint þessu máli til viðeigandi yfirvalda.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 15:13

20 identicon

Þú ert ekki að ná þessu Steinn, kirkjan á ekkert með að sýsla með svona mál, hún hefur hagsmuna að gæta og sem slík þá er það glæpsamlegt að hún sýsli í þessum málum

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:43

21 Smámynd: Steinn Hafliðason

Hvað viltu þá að kirkjan geri þegar haft er samband við hana og kvartað um að starfsmaður hennar hafi gerst brotlegur gagnvart barni? Þú verður að athuga að það var komið til hennar að fyrra bragði og kirkjan aðstoðaði viðkomandi að leyta réttar síns. Það getur varla verið glæpsamlegt.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 15:54

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steinn: Þú hlýtur að sjá klikkunina í þessum "milliveg" eða "lykkju" sem er tekin þarna.

Hvað ef grunnskólinn færi fyrst með málið fyrir kennaranefnd ef kennari væri grunaður gerandi? Hefði það til umfjöllunar í mánuð.  Sniðugt?  Kirkjan getur bara farið lögbundnar leiðir til varnar börnum og ungmennum.  Barnalögin eru skýr.

Ragga: Ég veit með HB ég er ástfangin upp á nýtt

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 15:58

23 identicon

Er Steinn ekki að ná þessu eða hvað?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:58

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný eigiðu ljúfa helgi.  Mother's Day Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 16:03

25 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það má vel deila um það hvort þessi nefnd sé nauðsynleg eða ekki en ég held að hlutverk hennar sé að vera eins konar eftirlit með að þessum málum séu ekki sópað undir teppið og leið til að auðvelda kirkjunnar fólki að taka á málum sem standa þeim nærri. Það eru ekkert allir tilbúnir að fara beint til yfirvalda með svona mál. Reyndar tel ég að mjög stór hluti svona máli komist aldrei út af heimilum landsmanna. Þess vegna er mikilvægt að þegar þau komast út af heimilinu, í þessu tilviki til kirkjunnar, að þeim sé komið til barnaverndaryfirvalda. Þið virðist gera ráð fyrir því að það sé ekkert mál að hringja bara í 112 þegar svona mál koma upp. Ef það er ekkert mál af hverju er þá svona stórt hlutfall sem kemst aldrei út fyrir veggi heimilanna?

Það ber að hafa í huga að í þessu tiltekna tilviki var fyrst haft samband við kirkjuna en ekki barnaverndaryfirvöld af einhverjum ástæðum. Það er ekkert víst að viðkomandi hafi verið tilbúinn ókvattur að fara til yfirvalda, það vitum við ekki í þessu máli.

Hvaða gögn hafið þið undir höndum um að ferillinn frá því að haft var samband við Biskupsstofu þar til það fór til barnaverndaryfirvalda hafi verið mánuður. Kannski var málið í einn sólahring hjá Biskupsstofu og síðan hafi það verið mánuð hjá yfirfvöldum.

Ég vil þó taka það fram að mér finndist auðvitað eðlilegast að fara beint til barnaverndaryfirvalda en það eru ekki allir sem vilja það, þau hafa oft verið gagnrýnd og er skemmst að minnast nýlegrar heimildarþáttar um heimilið á Breiðuvík. Ef fólk vill ekki fara beint til yfirvalda getur verið gott að ráðfæra sig við einhvern t.d. kirkjunnar fólk.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 16:18

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ferlið tók tíu daga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2008 kl. 17:54

27 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða helgi elsku Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.5.2008 kl. 19:33

28 identicon

Ef við tökum svona meðalguðhrædda fjölskyldu sem lendir í svona, þá eru góðar líkur á að hún spyrji kirkjuna fyrst,  þarna fær kirkjan tækifæri á að grípa inn í eðlilegan framgang málsins, hún fær nánar uppl um málavöxtu frá fórnarlambi sem getur gefið henni möguleika á að spilla málinu.
Hún getur hæglega killað málaferli ef mjög guðhrætt eða einfalt fólk á í hlut, ég er ekki að segja að hún geri það en þetta er samt vel þekkt erlendis... það má eiginlega segja að miðað við reynslu erlendis þá sé "óeðlilega" lítið um þetta hér, ég er viss um að margir hér hafa einstaka mál í huga sér vegna þessa,  hvernig var td mál fyrrverandi biskups... man fólk ekki eftir því

Þetta fagráð ætti bara að getað ákveðið eitthvað með prestinn eftir að málið hefur farið lögboðna leið, þolendur hefur hún ekkert með að vasat með

Bottom line: Öll mál fari sömu lögboðnu leið, án undantekinga, jafnvel þó menn séu vinir Jesú

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:09

29 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ertu þá að segja DoctorE að það sé æskilegt að það sé hlutlaust fólk innan kirkjunnar sem aðstoði meðalguðhrætt fólk að fara með málið til yfirvalda í þeim tilvikum þegar það leytar frekar til kirkjunnar með svona mál?

Steinn Hafliðason, 10.5.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.