Leita í fréttum mbl.is

Byrgisperrinn dæmdur

Byrgisperrinn var að fá 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot.

Það er ekki degi of mikið þykir mér.

Ekki að ég sé svona heiftug og refsiglöð en þegar menn misnota fólk og börn í krafti trúar og valda þá þurfa skilaboðin að vera skýr.  Svona verður ekki liðið.

Svo má finna að því að ég skuli kalla hann perra.   Það verður að hafa það.  Fyrir mér er hann bara það.

En hann er ekki eini sökudólgurinn í málinu.  Það eru stjórnmálamenn sem létu hann valsa um á framlögum, þrátt fyrir að öll teikn væru á lofti um að ekki væri allt í lagi á kærleiksheimilinu.

Ég vil ganga svo langt að segja að trúfélög eigi ekki að vera með veikt fólk til meðhöndlunar.  Hvorki í meðferð eða á eftir.  Það kallar eimitt á svona misnotkun á fólki eins og hér er rauninn.

Fólk getur hoppað um allt í trylltu hamingjustandi með Jesú, en þar stoppar minn tolerans.

Ég fæ hroll við tilhugsunina um að þessum manni var treyst.  Sumir höfðu tekið hann í guðatölu.

Og ég fíflið var einu sinni á leið upp í Rockville til að gefa þeim peninga, af því ég féll algjörlega fyrir hinu "góða og fórnfúsa" starfi sem þar var unnið.

En í staðinn fór ég með monninginn niður á Her.  En þetta var um jól.

Í guðs friði.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Það má auðvitað ekki gefa afslátt á eftirlitskröfunum eftir því undir hvaða nafni svona starfsemi er rekin. Mikið væri samt gaman að fá að sjá þessi gögn sem þú hlýtur að hafa undir höndum um að trúfólk sé líklegra en annað til að fremja kynferðisbrot.

Meinhornið, 9.5.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það má eiginlega segja að allt fólk með mikilmennskubrjálæði getur verið hættulegt. Ekki síst það sem kallar sjálfan sig Guð eða sérlegan talsmann hans.

Meinhorn. Ég held ekki að Jenný sé að segja að trúað fólk sé líklegra til að fremja kynferðisbrot en aðrir.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.5.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meinhorn: Rólegur er ég hvergi sagt að trúfólk sé líklegra til að fremja kynferðisbrot.  Lesa.

Jónsí: Rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ekki degi of mikið heldur mörgum dögum of lítið.

Sigurður Sveinsson, 9.5.2008 kl. 11:32

5 identicon

Kjarni málsins að trúfélög eru ekki heppilegir meðferðaraðilar enda til fagaðilar sem sinna slíku. Sannarlega hefur fólk komist á snúruna með aðstoð trúar. En ég legg til að lækningar séu á heilbrigðisstofnunum og trúariðkun í kirkjum eða hofum. Amen.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Vitanlega á ekki að taka fólk í fíkniefnameðferð á trúarlegum forsendum, eins og Jenný bendir réttilega á. Eitt er að vilja iðka trú - það er ágætt út af fyrir sig. En meðferð við sjúkdómum og fíkn þarf að vera fagleg.  Svo er það persónulegt val hvers og eins hvort hann leitar til trúarinnar svona almennt og yfirleitt. 

Meinhornið hefði mátt lesa betur það sem sagt er í færslunni.

En þetta er allt hið átakanlegasta mál.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.5.2008 kl. 11:39

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að það skuli vera búið að dæma en eins og alltaf ósköp léttvægur dómur miðað við afbrot

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:56

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hefði nú verið réttlátara að hafa þetta 4 ár, eða eitt kjörtímabil.

Borgarbúar sitja t.d. uppi með 4urra ára refsingu fyrir það eitt að kjósa "vitlaust" og fá engan afslátt fyrir góða hegðun.

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:24

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Veistu, Jenný, að eins þvert og það er mér um geð að vera þér sammála, þá er ég sammá þér þarna.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.5.2008 kl. 12:57

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

JEVBM: Einu sinni verður allt fyrst Einar Valur.  Híhí.  Það er ekki öll von úti um að við verðum sammála aftur.

Ég held að við séum öll sama sinnis hérna og Sigrún: Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Tiger

Sannarlega gott að karlinn sé tekinn úr umferð, hefði alveg mátt vera lengri dómur. En svo fáránlegt að stjórnvöld skuli ekki þurfa að svara til saka í þessu máli líka, því eins og þú segir eru þau líka sökudólgur hérna.

Tiger, 9.5.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband