Miðvikudagur, 7. maí 2008
Handlangarinn rándýri
Stundum er réttlætiskennd manns svo misboðið að manni langar að pakka saman og fara.
Hvert hef ég ekki hugmynd um. En þessa dagana eru tilefnin næg.
Í kvöld settist ég í sakleysi mínu fyrir framan sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ekki að ég hafi búist við að mér yrði sérstaklega skemmt, en ég vonaðist eftir að þurfa ekki að urlast upp vegna skítaframkomu við minnimáttar og ofdekri við einhvern sem teljast má meiriháttar.
En ég hafði ekki heppnina með mér.
Sumir myndu segja að þessi tvö dæmi sem ég tek hér væru ekki samanburðarhæf. En fyrir mér eru þau nákvæmlega það. Þau sýna nefnilega bæði hvers virði mismunandi einstaklingar eru, hvað má punga út peningum fyrir og hvar sumum finnst mega spara.
Fyrst kom fréttin um að Jakob Frímann fái 861 þús. krónur í mánaðarlaun fyrir að vera borgarstjóraframlenging. Staðan er ekki auglýst. Launin töluvert hærri en kjörinna borgarfulltrúa. Nóg til að seðlum fyrir rétta fólkið. Mér er óglatt. Ég ætla að vona að Jakob sé slunginn í að túlka í skoðanasalat Borgarstjórans. Hér.
Og svo kom fréttin um að gamla fólkið á hjúkrunarheimilinu á Þingeyri verði flutt hreppaflutningum til Ísafjarðar í sumar því "þeir þurfa að spara og verða að loka 4 vikur í sumar". Það var talað við konu á tíræðisaldri sem óttast það mjög að verða flutt af heimili sínu. Lái henni það hver sem vill. Hér.
Ég á svo erfitt með að ná upp í hróplegt ósamræmi þegar kemur að verðmætamati í þessu þjóðfélagi. En mér finnst sárt að sjá farið með gamalt fólk eins og búfénað. Þetta er auðvitað ekkert annað en mannréttindabrot að flytja fólk að heiman, í annað bæjarfélag til að spara peninga.
Ég skil heldur ekki þetta vanmat á kennurum, hjúkkum, leikskólakennurum og öðrum ummönnunarstéttum, þegar kemur að launum fyrir vinnu sem skiptir okkur öll höfuðmáli, eða það skyldi maður ætla.
Svo er ráðinn handlangari á Borgarstjóra, pólitískur vinur hans og honum er borguð ótrúleg summa fyrir að vinna vinnuna sína.
Samræmi? Nei!
Réttlæti? Nei!
En ég verð að fara að hörmungajafna og mun láta eins og fíbbbbl í næstu fimm færslum.
Annars heldur fólk að ég sé að verða veik.
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 2987328
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Fyrirgefðu Jenný, ég er að leita að plástri, henti mér í vegg eftir fréttatímann, og braut tönn líka. Þurfti svo að koma við á klósettinu og kasta upp... skilst að þetta sé ómarragnarssonarmaður. Er hægt að búa í reykjavíkunni? Ulbjakk...þarf ég að henda stuðmannasafninu????
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:36
Ég er þér svo sammála Jenný, ég hnaut um sömu fréttir af sömu ástæðum.
Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:38
Ég held að það sé komin tími á að brenna stuðmannasafnið á tjarnarbakkanum. Þvílík og annað eins stóð þarna í Ráðhúsinu, andskotinn sjálfur....
Ég ætla að henda mér í vegg en fyrst þvæ ég hárið svo ég líti glamúress út á eftir.
Ragnheiður , 7.5.2008 kl. 22:38
Já - stundum rekur mann í rogastans...............
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 22:39
Allir í vegg. Jakob, 3. vers. 4 kafli. bls. 861
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 22:44
mínir veggir eru mdf steindautt efni - þýðir ekkert að fleygja sér í þá. Með hár eða án.......
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 22:58
Veistu það að þetta er ekki hægt! Ég ætla ekki að láta nægja að henda mér í vegg - ætla að henda mér til Kaupmannahafnar. Flýja þetta volaða sker þar.
Svona grínlaust þá er það náttúrulega bara heimskt með stóru H-ái og Ái meira að segja líka að fara að flytja gamla fólkið af heimili sínu. Forgangsröðunin er furðuleg hér á landi, ég held að við fáum ekki skilning á aðstöðu gamla fólksins fyrr en það er kominn kúrs í skólana sem heitir umönnun 103 eða eitthvað álíka og ALLIR þurfi að prófa að upplifa hvernig það er að vinna á öldrunarstofnun og hvernig lífið er þar inni.
Við nánari umhugsun þá ætti að það að vera liður í þjálfun pólitíkusa að starfa við ummönnun eldri borgara í a.m.k. mánuð og þiggja launin sem eru í boði fyrir það þann mánuðinn... og ekkert annað..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.5.2008 kl. 23:33
Nú fer að sjóða í sæti Ólafs F.Þarna er komið fyrsta start að falli hans.
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:10
Staðan var jú auglýst... en Jakob Frímann hafði ekki sótt um svo það var umsvifalaust og væntanlega umhugsunarlaust gengið fram hjá umsækjendum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:52
Þetta er jú fáránlegt. En staðreyndin er samt bara sú, þó rangt sé, að þetta er veröldin sem við lifum í í dag. Ömurlegt hvernig komið er fram við gamalt fólk. Þetta er til háborinnar skammar. Ég sá nú ekki fréttirnar, en ég reiddist þegar ég las þessa færslu.
Djöfull er þetta orðið óþolandi ástand. *lemfastíborðið*
Eg er hundrað prósent sammála öllu sem þú segir þarna.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:57
Veistu Jenný, ég er hrikalega sammála þér og ég ætla að gera góða undantekningu núna og henda mér í vegg með ykkur! Þvílík óráðsía í kringum þessa pólitíkusa núna um þessar mundir er hreint ótrúleg!
Fleiri hundruð milljónir í ónýt hús á laugarveg.
Rándýrar Nefndir og fleira skipað til að vinna við vinningstillögu sem nú er allt í einu ekki nema fúskunnin en ekki verðlaunaunnin tillaga.
Pening kastað í hitt og þetta eins og þotur og bitlinga sem og vasadagpeninga handa ráðamönnum á ferð og flugi um allan heim.
15 milljónir í skrjóð undir rassaboruna á forsetanum, ok glæsibifreið til að nota á jólunum og páskunum og 17 júní - á kostnað skattgreiðenda...
0 Krónur í gamla fólkið .. skítur og skömm í aldraða og öryrkja ...
Já, nú ætla ég að henda mér í vegginn Jenný og yfir hann líka til að geta kastað mér í hann þeim megin líka... mér ofbýður þetta.
Tiger, 8.5.2008 kl. 02:07
Hreint með ólíkindum furðsögurnar þarna úr ráðhúsinu ykkarHver skandallinn á fætur öðrum og virðist ekki sjens í helv... að losna við þennan borgarstjórabullukollMeðferðin á gamla fólkinu er gömul saga og ný og alltaf jafnsorgleg....
Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 05:24
Lára Hanna: Staðan var auglýst hjá 100 daga meirihlutanum. Ég meina fyrst ekki var ráðið úr þeim hópi sem fyrir lá, þá átti hann að auglýsa aftur.
Takk öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 07:49
veggur, hér kem ég!
og Baggalútur er snilld í dag...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 08:20
Ég held að ég fylgi ykkur og hendi mér í vegg líka....ég er svo sammála þér og ég verð að viðurkenna að það var svo sárt að hlusta á þessa gömlu konu á Þingeyri lýsa tilfinningum sínum í gær í sjónvarpinu og kvíðanum yfir því að fara! Síðan kemur þessu frétt um Jakob Frímann líka......veistu, við búum í þjóðfélagi sem þarf að taka alvarlega í gegn! Borgarstjórn Reykjavíkur er algjörlega úti á túni og það stendur ekki steinn yfir steini í einu eða neinu sem þau segja og gera....allir tala þvert ofan í annan....! Ég er farin að hallast að því að það séu til takmörk fyrir því sem maður getur þolað af stjórnmálamönnum, einu sinni var allt bara liðið...en núna held ég að ég hugsi áður en ég kýs næst ! Kannski verður það stóri lærdómurinn af þessu öllu, maður hættir að kjósa af gömlum vana!
Hlakka til að lesa fíflafærslurnar 5
Sunna Dóra Möller, 8.5.2008 kl. 09:09
Þessir ráðamenn okkar virðast vera ansi duglegir í að brjóta mannréttindi þessa dagana (og síðustu árin)
Huld S. Ringsted, 8.5.2008 kl. 09:11
Ég bíð spennt eftir fimm hörmungajöfnunarfærslum
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.5.2008 kl. 09:19
Kveðja héðan úr sveitinni
Ía Jóhannsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.