Miðvikudagur, 7. maí 2008
Mýtur og annað kjaftæði
Það er allt vaðandi í mýtum um konur í nútímasamfélagi. Hefur reyndar alltaf verið en við höfum alist upp við frasana um konur og höfum jafnvel tileinkað okkur þá og trúað þeim, þvert á alla skynsemi.
Mér dettur í hug þar sem ég sit hér:
1. Vonda stjúpan. Bull og kjaftæði. Leyfi mér að fullyrða að vondar skámæður eru í miklum minnihluta. Tók bara könnun á mitt nánasta umhverfi. Voila.
2. Konurnar sem eru konum verstar. Oftar en ekki reynast konur hver annarri vel. A.m.k. oftar en ekki. Ég hef alltaf getað leitað til vinkvenna minna með stórt og smátt. Hinsvegar hef ég þekkt bölvaðar tæfur, en þær eru örfáar og ég legg mig fram við að gleyma þeim. Sem sagt kjaftæði.
3. Konur eru afbrýðisamari en karlar. Þær eru smámunasamar gagnvart hvor annarri, leita að veikum blettum, tala illa um hvor aðra og on and on and on. Hvaða vesalings konur þekkir sá sem svona trúir?
4. Konur sem slást reyna að klóra úr hvor annarri augun, rífa í andlit og hár. Það er kallaður kattaslagur. Þessi er gamall, hann lifir góðu lífi meðal karlmanna sem fá eitthvað út úr því að sjá konur meiða hver aðra. Staðreyndin er að konur slást mjög sjaldan.
5. Konur geta ekki stjórnað, ekki komið sér saman um neitt. Þær eru yfirborðskenndar og grunnar í mati sínu á aðstæðum. Halló, þvílík bábilja.
6. Konur kunna ekki að hlusta. Þær tala hver ofan í aðra, grípa fram í og haga sér eins og ótýndir dónar í samskiptum. I rest my case.
Allt eru þetta undantekningar sem hafa fengið vængi. Þess vegna skiptir máli að við konur sláum á mýturnar. Að við séum í grundvallaratriðum eins og annað fólk. Mismunandi en að upplagi ágætis manneskjur. Eins og hinn helmingurinn af heiminum.
Mér finnst því sorglegra en tárum taki þegar konur gera út á mýtuna. Kannski til að selja?
Ég hef trú á Ásdísi Ólsen og hennar þáttastjórnun. En þessir "kvennaþættir" gera út á lélegar mýtur um konur. Fyrir utan að vera afskaplega vondir þættir. Það getur vel verið að þetta sé kjút, að sitja á trúnó í útsendingu, en það missir marks hjá mér.
Konur geta ekki komið sér saman um neitt. Konur tala hver upp í aðra, þær kunna ekki að hlusta og þær geta ekki stillt sig um að rífast hvar og hvenær sem er. Þarna er mýtan sett á stall, leikin og raunveruleikagerð. Ég kannast ekki við þessar konur.
Sorglegt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2987329
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
1. Vondar stjúpmæður eru sannarlega til og þekki ég margar - en ég þekki samt mun fleiri vonda stjúpfeður, þetta er ekki bull og kjaftæði en samt ekki eins slæmt og látið er. Oft eru stjúpmæður yndislegar og taka börnum annarra eins og sínum eigin án vandamála.
2. Konur eru sannarlega konum verstar - á framabrautinni og í stjórnunarstöðum. Vinkvennalega séð er allt annar handleggur, þar eru konur konum bestar, ef um raunverulegan vinskap er að ræða.
3. Ég þekki þónokkrar konur sem eru einmitt nákvæmlega svona, smámunasamar, leita af því sem miður er hjá öðrum konum til að upphefja sjálfar sig og nota hvert tækifærið til að stinga hver aðra í bakið um leið færi gefst. Sem betur fer þekki ég samt engar svona slæmar í mínum nánasta vinahring, en í vinnu og leik þekki ég þónokkrar. En, ég þekki líka karla á sömu slóðum sem geta verið mun verri ef eitthvað er.
4. Konur slást án þess að kunna það, það hefur alltaf verið þannig. Sjálfur hef ég þurft að ganga á milli stúlkna sem hafa verið að slást - hér á árum áður þegar ég var ungur, og það var ekki fallegt að sjá hvernig þær notuðu klær og tennur. Karlmenn nota hnefana og spörk, en konur klóra eins og kettir, sannarlega rétt án þess að maður fái nokkuð út úr því að horfa á slíkan óhugnað.
5. Konur geta sannarlega stjórnað, sumar geta sannarlega verið mun betri stjórnendur en karlmenn. En ef þær eru ekki færar í mannlegum samskiptum þá eru þær skelfilegar! Hef sannarlega séð slæma karlkynsstjórnendur - en mun skelfilegri konur sem stjórnendur. Hef séð konur í stjórn gersamlega leggja kynsystur sínar í þvílíkt einelti að skelfilegt er, en það gera karlar líka ef þeir kunna sig ekki. Það er sannarlega bábilja að þær kunni ekki að stjórna, en þær geta samt sannarlega verið óalandi stjórnendur líka.
6. Konur kunna oft ekki að hlusta, horfa bara á sjónvarpstöðina INN - þar er eitt allra versta kvennalið sögunnar daglega að gera kynsystrum sínum ljótan leik með því að mála sig og þær sem hinar verstu varphænur sem kunna ekki að hlusta á meðan önnur talar - tala allar saman í kór og vaða hver yfir hina og gesti sína. En, ef það er í góðu tómi og í ró og næði með vinkonu, þá geta konur verið hinir allra bestu hlustendur ever - mun betri og nánari en karlmenn og þær sýna mun meiri skilning á því ef maður ber vandamál undir þær. En í sjónvarpsþáttum eins og áður nefndi, eru þær óalandi og óferjandi.
I rest my case elskulegust Jenný mín og vonandi var ég ekki of dónalegur í þessum pælingum.. eigðu ljúfan dag mín kæra.
Tiger, 7.5.2008 kl. 14:22
Þessar ýtarlegu lýsingar þínar á konum Tiger, eru nokkuð merkilegar. Ég er auðvitað algjörlega ósammála þér.
Og af því við erum byrjuð, finnst þér þetta þá kvenlegir eiginleikar sem þú lýsir eða er þá að finna í karlmönnum jafnt?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 14:26
góður pistill Jenný!
halkatla, 7.5.2008 kl. 14:34
Konur geta verið slæmir stjórnendur og þær geta verið góðir stjórnendur. Eða er í alvörunni verið að ætlast til þess að konur séu alltaf fullkomnir stjórnendur?
Slæmir stjórnendur eru af báðum kynjum. Ég held að við höfum öll reynslu af slæmum karlyfirmönnun. Af hverju er þá svona mikið gert úr því þegar konur eru slæmir yfirmenn?
Og karlmenn geta sko verið alveg eins smámunasamir og konur.
Held nefnilega að vandamálið liggi í því þegar eiginleikar, skapsmunir og hugsunarháttur er yfirfærður yfir á annað kynið og sagt að "svona séu allar konur" eða "svona séu allir karlar", eins og allar konur séu eins og að allir karlmenn séu eins.
Við erum eins misjöfn og við erum mörg og smámunasemi, skortur á getu til að hlusta, skortur á skipulagshæfileikum, skortur á getu til að stjórna fer ekki eftir kyni heldur þeim persónuleika sem hver og einn er með.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:41
Hef bara einusinni lent í slagsmálum við aðra stelpu og þar voru sko engin vettlingatök í gangi! Hvað þá einhverjar hártoganir og klór (ég naga nú á mér neglurnar þannig að ekki gengur það upp...) heldur bara magaspörk og hnefahögg.
Frekar brútalt, í raun og veru, og það fyndnasta var að þeir strákar sem voru þarna í kring gerðu EKKERT til að stoppa okkur, heldur glottu bara einsog og einhverjir aular :P
- Jóna.
kiza, 7.5.2008 kl. 15:04
Guðrún: Góður punktur hjá þér. Málið er að neikvæðir eiginleikar kvenna eru gjarnan magnaðir upp. Auðvitað eru konur jafnt með góða og slæma eiginleika. Þeim er bara síður fyrirgefið. Það er málið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 15:21
auðvitað er ekki hægt að alhæfa um neitt. hvorki um þetta né annað.
tja, nema auðvitað með þeirri undantekningu að ég er sallafínastur. enda svo auðmjúkur, hógvær og lítillátur.
Brjánn Guðjónsson, 7.5.2008 kl. 15:21
Oft eru neikvæðari eiginleikar fluffaðir upp í miklu meira magni en þeir eru en jákvæðir virðast stundum gleymast. Það sem ég tel upp hér að ofan er sannarlega ekki allt saman heilt og heilagt, aðeins eitt og annað sem ég hef sjálfur kynnst eða horft uppá - en alls ekki nein alhæfing um að þessir eiginleikar einkenni eingöngu konur, alls ekki.
Karlmenn geta sannarlega líka verið hinar verstu tíkur, stungið menn í bak og fyrir og nýðst hver á annars mannorði. Þeir eru oft mun verri en konur, en sýna það oftast beint með kjaftshöggi eða óvinskap - á meðan konur fela slíkt og nýða hver aðra á bakvið tjöldin.
Ég þekki þjóðþekkta konu sem allir álíta hina yndislegustu frú, fáguð og ætíð með bros á vör, vel til höfð og þvílík gæska sem leiðir út frá henni að það hálfa væri Móðir Theresa. En, viti menn - hef sé til hennar oft og mörgum sinnum stinga hnífasettum í aðrar konur um leið og þær snúa við henni bakinu. Hef þurft að sitja undir því þegar hún lýsir því hve ógeðsleg nýfarin kona er, illa klædd - feit - ljótt og illa hirt hár og svo framvegis. Kalmaður hefði hugsanleg frekar bara sýnt óvild sína strax og hætt að tala við þann sem honum ekki hugnast - en þessi kona var ekkert nema ljúfleikinn og sleikjugangurinn - þar til annað kom í ljós og "fórnarlambið" hennar sá ekki og heyrði ekki til.
Tiger, 7.5.2008 kl. 15:44
Það hvernig karlmenn hefðu hagað sér í þessu tilfelli sem þú lýsir Tigercopper er auðvitað misjafnt. Það haga ekkert allir karlmenn sér eins og það haga ekkert allar konur sér eins.
En það er eins og það sé eitthvað stórmál þegar konur haga sér ekki samkvæmt því sem við teljum í lagi. Það eru stórfréttir um það þegar einhver ákveðin fótboltakona er ekki kosin sem fótboltakona ársins og talað um að "konur séu konum verstar" og að hún hafi verið svikin og lögð í einelti. En ekki minnst á alla karlkyns viðskiptajöfrana sem stinga hvern annan í bakið hægri vinstri. Nei nei, þá er ekkert talað um "karlar eru körlum verstir". Nei nei þá er það bara hluti af viðskiptum og algjörlega eðlilegt.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta sé vegna þess að við setjum konur einhvern veginn upp á stall sem manneskjur sem eiga ekki að hafa neina galla eins og sviksemi og reiði. Og ekki heldur ákveðni og keppnisskap. Þær eiga að vera svo miklu mýkri og ekkert vera að láta mikið fyrir sér fara .
Held við ættum að velta því fyrir okkur af hverju við okkur bregður svona mikið við að konur skuli hafa galla til jafns við karlmenn.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:13
Vil taka það fram vegna fyrra innleggs að ég tel ákveðni og keppnisskap ekki til galla. Held það gæti misskilist þegar fyrra innleggið er lesið.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:15
Mér finnst þessi umræða um konur vs karlar vera svo þreytt að það liggur við að ég æli.
Það að ætla öðru kyninu undir einn hatt er ótrúlega hallærislegt og ég sé alls konar útgáfur af körlum og konum. Ég hef haft góð og slæm kynni af fólki af báðum kynjum.
Varðandi kynin og stjórnun fyrirtækja sem svo margir hafa skoðun þá er mér svo nákvæmlega sama hvort það er kona eða karl sem stjórnar mínu fyrirtæki svo lengi sem hún/hann er hæf(ur).
Steinn Hafliðason, 7.5.2008 kl. 16:32
Ég prófaði að hlusta á þennan þátt, náði einum fjórða. Þá var ég komin með verk í eyrun og undarlegan pirring innan í mér sem stafaði held ég af því að ég náði engu sem verið var að tala um. Þetta var eins og hanaslagur, allir í einni kös. Aðeins of mikið að hafa fjóra þáttastjórnendur og einn viðmælanda, ætti frekar að vera öfugt. Og svo náði ég aldrei nafninu á konunni lengst til hægri. Það heyrðist heldur ekkert í henni, kannski af því að hinar töluðu hana í kaf. Held ég leggi ekki í meira.
Bidda (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:38
Maður er þó fróðari um persónu Kolfinnu.Hún segist aldrei kaupa sér maskara heldur stelur hún þeim í Bónus.Í Háskóla segist hún alltaf hafa stolið wc pappír í skólanum, því hún hafi ekki týmt að kaupa hann.
anna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:49
Ég ætla að bæta við einni mýtu í viðbót.
1. Stjúpfaðirinn með barnagirnd. Bull og kjaftæði. Leyfi mér að fullyrða að barnhneigðir skáfeður eru í miklum minnihluta. Tók bara könnun á mitt nánasta umhverfi. Voila.
Skilurðu hvað ég er að fara með þetta?
Kolbeinn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:55
kíktu á póstinn þinn evil woman
Heiða B. Heiðars, 7.5.2008 kl. 19:23
Ójá sammála karlar eru afprýðisamari en konur,og þeyr slást oftar en konur og svo mætti lengi telja og HVER HLUSTAR EKKI HAHA segi eins og þú segir svo snilldarlega ffrruuuussss
Eyrún Gísladóttir, 7.5.2008 kl. 19:38
Er að skoða þetta, líst ekki á þær sófar.
Ragnheiður , 7.5.2008 kl. 21:04
Fíflunum er að fjölga. Faru á fund eða fáðu þér sjérrí áður en þú springur.
Guð blessi þig.
bjarni Þórðarson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:18
Ég held upp á "UNDANTEKNINGUNA SEM SANNAR REGLUNA" . og segir allt sem segja þarf.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:47
Kolbeinn: Nei, skil ekki og sé ekki og skil ekki samanburðinn.
Búkolla: Konur eru þá bara tíðarhringurinn?
Bjarni: Þú hlýtur sjálfur að vera í góðu jafnvægi, hellir úr hlandkoppnum þínum hér inni á persónu mína. Æi, dona, dona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 22:11
Engar áhyggjur. Ég skal útskýra.
Sem sagt... Þú myndir vafalaust vera sammála mér að það er engin mýta að til séu þeir stjúpfeður sem misnota stjúpbörnin sín. (Ég hefði kannski frekar átt að orða það þannig í upphaflega kommentinu, en hvað um það) þó þeir séu í miklum minnihluta.
Á sama hátt þýðir það, að vondar skámæður séu í miklum minnihluta, ekki að fyrirbærið "vonda stjúpan" sé mýta.
Að öðru leyti var ég bara nokkuð sammála því sem kom fram í færslunni. Húrra fyrir því.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:54
Alhæfingar um steríótýpur standast sjaldnast skoðun. Einhverjir miða við dæmi sem eru þeim nærtæk en eiga ekki við um alla. En það er eðlilegt að fólk miði við það sem það þekkir - þó að það sé á skjön við normið.
Jens Guð, 8.5.2008 kl. 01:14
Tigercopper, ég þekki nokkra karla sem passa fullkomlega við lýsinguna þína á backstabbing frægu og góðu konunni hér, sérstaklega einn. Nema hann stingur sínum nýbrýndu hnífum í bæði konur og karla, ekki bara annað kynið...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 08:28
Kvennaþáttur sem heitir "Mér finnst" á engan veginn erindi til mín. Hvaða ár er aftur?
Then again þá fer ég ekki á neitt sem heitir "konukvöld" eða hvað þetta nú er allt saman sem á að vera svo hnitmiðað á það sem konum þykir skemmtilegt. Heyrði einhvern tíman konu fullyrða að þar sem konur eru samankomnar er algjört möst að hafa meðferðis disk með Celine Dion !!!!
Nei hættiði nú alveg!
Konur eru misjafnar eins og annað fólk Newsflash?
Laufey Ólafsdóttir, 8.5.2008 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.