Leita í fréttum mbl.is

Samsærið mikla

ist2_184817_baby_bottle

Ég held því fram, blákalt, að það sé samsæri í gangi í heiminum um að troða í konur/mæður samviskubiti upp á múr og naglfestu.  Þetta samsæri var við líði þegar ég gekk með stelpurnar mínar og ekki hefur það lagast í nútímanum.

Ég er ein af þeim sem hef aldrei átt "bæklingsbörn".  Með því á ég við að bæklingurinn sem maður fékk í denn og sagði fyrir um að börn ættu að sofa sóandsó, borða kl. sóandsó o.s.frv. átti ekki við mínar dætur. (Í sama bæklingi var konum bannað að þurrka bleyjur með þvaginu í!  Jabb við erum hálfvitar).  Ég átti í mesta basli við að gefa þeim brjóst.  Svo málið var einfalt, ég hætti því.  Þeim og mér leið betur á eftir.  Það var sótt að mér úr öllum áttum.  Ég var ómöguleg móðir, óhæf nánast, sem ekki reyndi mig bláa í framan að gefa börnunum mínum brjóstamjólk.  Ég kaldrifjuð kona, ég vildi ekki það besta fyrir börnin mín.  Þetta náði mér með frumburðinn og ég kvaldist vegna mannvonsku minnar, en svo var það líka búið.  Ég sendi þessum besserwisserum fingurinn héðan, fyrir að reyna að brjóta niður það litla sjálfstraust sem ég og margar ungar mæður hafa yfir að búa.

Og enn heldur samsærið áfram.  Gerum mæður sligaðar af sektarkennd ef þær gera ekki af einhverjum ástæðum það sem fyrir þær er lagt.

Brjóstamjólk hvað sem það kostar.  Ef ekki þá færðu verr gefið barn kerling.

Hafirðu reykt áður en þú vissir að þú varst með barni þá ertu allt að því morðingi.

Sama með drykkju.

Til að fyrirbyggja misskilning þá er ég auðvitað á því að barnshafandi konur eiga ekki að reykja og ekki drekka.  Þær eiga að fá góðan svefn, hvíla sig vel og borða heilbrigðan og fjölbreyttan mat.  Ladídadída.  Hægara sagt en gert í þessu vinnuóða samfélagi.

Raunveruleiki.  Allar þungar á Íslandi eru ekki planlagðar.  Það kemur nefnilega fyrir að konur verði ófrískar án þess að hafa beinlínis ætlað sér það.  Leim, ég veit það en það er raunveruleikinn.

Hvað er fengið með því að hræða úr þeim líftóruna?  Gera meðgönguna þeirra að hreinni skelfingu?

Ég veit það ekki.

En samsærið er í fullum gangi.  Ójá.

 


mbl.is Áhrif brjóstamjólkur á greind barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Inga

Ég er nú ekki móðir en ég er sammála þessu með samsærið um samviskubitið. Svo er líka ótrúlegt hvað er "algjörlega nauðsynlegt" fyrir nýfædd börn og hlutum er prangað inn á nýja foreldra og þeim talin trú um að þetta sé ómissandi. Ég meina, hvar var fólk áður en typpahattarnir komu til sögunnar? 

Berglind Inga, 7.5.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Berglind Inga

Eða þið vitið... hvað gerði fólk áður en typpahattarnir komu?

Berglind Inga, 7.5.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gvöð hvað ég man.........

.....endalaust verið að ala á einhverju heimatilbúnum ótta varðandi börnin.

Það hefur nú ræst blessssssssunarlega úr mínum. Þrátt fyrir allt

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svona var þetta þegar ég eignaðist frumburðinn fyrir nær 30 árum, ég grét með henni í 4 vikur og hætti þá með hana á brjósti og þvílík skömm sem ég fékk en þá hætti barnið líka að gráta og fór að sofa, hún er einhver gáfaðasta og yndislegasta stúlka sem ég þekki og ég er ekki að plata, strákarnir voru hins vegar lengi á brjósti og þessi yngri í 6.mán. hann hefur verið erfiðastur.  Bæklingar eru oft bull. Samþykki þessa færslu þína 100%

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:50

5 Smámynd: M

Á svipaða sögu að segja og Ásdís, nema minn frumburður er einungis 12 ára svo ekki lagast kröfurnar með árunum. En ég lærði af þessu með næsta barn og gerði það sem hentaði okkur mægðinum best. Sé engan mun á börnum mínum, bæði frábær

M, 7.5.2008 kl. 12:10

6 identicon

Fínt dæmi um hvernig „vísindi“ eru notuð í hlutlægum tilgangi... Mæður skulu vera með börn á brjósti í a.m.k. 6 mánuði og ekkert múður - annars er lífi barnanna rústað fyrir lífstíð . Margbreytileika nálgunin væri eflaust best hér eins og annars staðar... Annars eru til dæmi um pabba sem mjólka. Væri nú gaman að sjá niðurstöður úr svoleiðis niðurstöðum á greind. Ættu ekki allar pabbar sem ekki leggja á sig að reyna í það minnsta að mjólka að vera með bullandi samviskubit??

katrín anna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Tiger

Algerlega sammála þér Jenný, maður á ekki að fara eftir "bókinni" ef annað reynist öllum aðilum betur en bókin. Það er reyndar svo að það eru og verða alltaf einhverjir sem fara frá A-Ö eftir bókinni en það er þeirra mál. Maður á að fara eftir sinni eigin sannfæringu í stað þess að láta eitthvert batterí segja sér fyrir verkum!

Líkt og með kokkana - sumir fara eftir bókinni í öllu - og enda uppi með mat sem virkar allur eins, á meðan aðrir fara eftir bragðlaukum sínum og tilfinningunni og uppskera skemmtilega bragðmismunandi rétti. Ekki að segja að "bókin" sé alslæm sko, bara að maður á að fara eftir sinni eigin sannfæringu og hætta að hlusta á húmbakk um að annað sé óalandi.

Knús á þig Jenný mín og hafðu yndislegan dag!

Tiger, 7.5.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Linda litla

Kjéllingarnar með barnaeftirlitið hafa versnað frá því að ég átti strákinn um aldamótin. Þær eru svo harðar við dóttur mína og skammast í henni út í eitt. Ég segi henni að hlusta ekki á þetta. Hún mjólkaði ekkert, þær vildu að hún væri með barnið á brjósti allan sólarhringinn HALLÓ !!! Hvað er að ? Ég sagði henni að blanda í pela og gefa barninu og viti menn..... barnið hætti að gráta, það fékk loksins að borða, það var að drepast úr hungri. Eins með matinn, ég rak hana til að gefa barninu að borða og það sefur lengur og betur.

Það hefur alltaf verið sagt að ef að þú reykir á meðgöngunni þá verður barnið eyrnabólgubarn. Hvorugt barnanna minna hefur fengið eyrnabólgu, þó reykti ég eins og strompur og þambaði kaffi á seinni meðgöngunni eins og mér væri borgað fyrir það (ekki aðég sé aðmonta mig af því, enda mikill ósómi) en svona var það, ég lifði á kaffi og sígó. Börnin mín hafa sjaldan verið veik og það er ekki hægt að segja  að það sé því að þakka að ég hafi ekki reykt.

Hafðu það gott Jenný mín og njóttu dagssins.

Linda litla, 7.5.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

haha ég hef einmitt bloggað soldið um það hvað ég þoli ekki að allar konur eigi bara að elska það að vera óléttar og finnast það æðislegt, mér nefninlega finnst það ekki og er viss um að það finnist það ekkert öllum, það bara þori enginn að seigja neitt

Var einmitt í samræðum um brjóstagjöf í fyrradag, sagði einhvern miður fyndinn djók víst um að ég væri með svo litlar júllur að það kæmist nú ekki merkilegt magn af mjólk í þær (veit alveg betur, var bara að reyna að vera fyndin) og jesús hvað viðræðumaður minn tók andköf, barnið verður að vera á brjósti, og taktu eftir ástæðunni......SVO AÐ ÉG SJÁLF FITNI EKKI AFTUR EFTIR MEÐGÖNGU

Mér fannst brandari viðmælanda míns fyndnari heldur en minn

Ylfa Lind Gylfadóttir, 7.5.2008 kl. 13:16

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Af misjöfnu þrífast börnin best" og meira að segja "vísindamenn" eru búnir að sanna það.  Ég held nú að það skipti meginmáli fyrir barnið að móðurinni líði vel og vísindamennirnir eiga eftir að komast að þeirri niðurstöðu....þótt síðar verði.

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 13:19

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Uss og sveiattan. Mér finnst reyndar rétt að brýna fyrir konum að reyna brjóstagjöf sé hún möguleg svo þróunin verði ekki eins og hún hefur orðið í bandaríkjunum og bretlandi þar sem minnihluti mæðra kýs að gefa börnunum sínum brjóst. Hinsvegar eru svona rannsóknir alltaf varhugaverðar og illa marktækar því framsetningin er alltaf í áróðursformi.

Um að gera að henda bæklingunum og láta kommon sens ráða ferðinni   Nóg um samviskubit af hinum og þessum ástæðum öðrum!

Laufey Ólafsdóttir, 7.5.2008 kl. 13:36

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gleymdi...

Bestu kveðjur til þín Jenný mín

og...

Typpahattar!!!! OMG!

Laufey Ólafsdóttir, 7.5.2008 kl. 13:38

13 Smámynd: Dísa Dóra

Ég mjólkaði lítið sem ekkert og fyrstu sólahringarnir inni á fæðingardeild voru horror með grátandi barn (reyndar tryllt barn úr hungri) og þvílík slagsmál við ljósurnar um að fá ábót fyrir hana.  Fannst ég heldur betur lélegur pappír að mjólka ekki ofan í hana og nota bena ég var nú ekki ung móðir því ég var 44 ára

Sú sem kom hingað heim í ungbarnaeftirlit var fljót að sjá hve mikið ég reyndi og hve lítinn árangur það bar og sagði mér að vera ekkert að stressa mig yfir þessu heldur bara gefa barninu ábót á pela og það eins mikið og þurfti.  Mikill léttir að fá slík viðbrögð og líka mikill léttir fyrir okkur mæðgur þegar hún loksins fékk að drekka eins og hún þurftir þessi elska.

En þá voru það vinkonurnar sem tóku við og hringdu í tíma og ótíma með fyrirlestra yfir hve mikilvægt væri með brjóstamjólkina og ráð tila að halda þessu uppi og bla bla.  Hlustuðu ekki á að ég var búin að vera í sambandi við brjóstaráðgjafa og nota mér ÖLL möguleg og ómöguleg ráð sem hægt var með engum árangri.  Var ósjaldan sem þessi samtöl enduðu á að ég var sjóðandi af reiði eða grátandi vegna þess að hormónarnir voru nú á fullu.

Daman hins vegar þrífst vel og ekki held ég að hún hefði orðið betri þó við hefðum reynt brjóstagjöfina áfram - var í mánuð eða svo eftir að ég hætti að slást við þetta sem hún fékk nokkra sopa á kvöldin ef þeir voru til en endaði svo á því sjálf að nenna þessu ekki.  Enda vissi daman alveg hvað hennir var fyrir bestu - að vera södd og sæl

Held að sérstaklega í menningu eins og hér þá velji langflestir að hafa börn sín á brjósti og gefi það ekki upp á bátinn bara sisvona og því ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það þrýstir svona á þá sem einhverra hluta vegna geta ekki haft barnið á brjósti.  Því ég held að í langflestum tilfellum sé það alls ekki þeirra val heldur eitthvað sem þær neyðast til að hætta við - og oft eitthvað sem skapar mikið samviskubit og sálarbaráttu einmitt vegna þessa viðhorfs umhverfisins. 

Dísa Dóra, 7.5.2008 kl. 13:39

14 identicon

Elsku mamma mín. Ég er þér svo þakklát fyrir að opna þetta umræðuefni. Mér finnst þetta svo mikilvægt því margar stelpur finna fyrir svo mikilli pressu frá þjóðfélaginu/ljósmæðrum að það eykur hættu á fæðingarþunglyndi. Hverjum er það gott? Ekki barninu, ekki pabbanum og allra síst mömmunni. Ég fór um daginn með Hrafn Óla í skoðun og hann er rosa stór og þungur miða við aldur og fyrri störf. Ég spurði hana hvaða þyngd eða aldur er miðað við að það sé best að hætta að gefa næturgjöf.

Ljósmóðirin" eeelskan mín, það er ekkert svoleiðis. Þú gefur honum bara alltaf þegar hann vill. Hann ákveður það sjálfur"

Ég" En hann hefur tvöfaldað fæðingarþyngd sína og hann er bara 4 mánaða.Svo vaknar hann svo oft og vill fá brjóst og ég sef ekkert"

Ljósan" Svona er þetta bara eeellskan mín. Haltu bara áfram að gefa honum"

Ég er hætt að hlusta á þetta rugl. Það er eins og það sé lagt fram í að reyna að gera þetta sem erfiðast. Og það þarf svo ekki að vera það. Þetta á að vera ánægjuleg reynsla. Ég er hætt að gefa honum á næturnar. Ég sef, hann sefur og okkur líður mun betur. Love u mamma

Sara Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:22

15 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Sammála það er ekki mannlegt hvað lagt er hart að konum með brjóstagjöf þegar hún gengur mjög illa og skapar ekkert nema vanlíðan hjá móðurini er það hvorki barni né móður til góðs mér gekk alltaf svo illa að þegar ég gekk með 4 og yngsta barnið mitt sagði ég ljósunum það strax í mæðraskoðun að barnið yrði ekki á brjósti og það þýddi ekkert að ræða það meir.

Eyrún Gísladóttir, 7.5.2008 kl. 19:44

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Sara mín fyrir frábært innlegg.  Er auðvitað sammála þér.

Takk fyrir öll innleggin í umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 21:06

17 Smámynd: Halla Rut

Og það eru konur sem standa fyrir þessu.

Halla Rut , 7.5.2008 kl. 22:07

18 identicon

Hæææ

Takk takk takk ...... er nýbúin að eiga og brjóstagjöfin var að drepa mig - nú er það bara þurrmjólk og allt gengur mun betur. Andlega hliðin fór nú samt í bilaðan mínus fyrst vegna pressu og hyllingu brjóstamjólkur ! ! !

Gott að heyra að það eru aðrar sem eru og hafa lent i því sama og ég !

Afhverju er þetta svona mikið tabú ef mar getur ekki gefið brjóst - afhverju fer maður að afsaka sig og hálf skammast sín !!!!!!!

Arny Lara (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband