Leita í fréttum mbl.is

Rusl og rjóður

Dagböð eru dagblöð, auglýsingapóstur er ruslpóstur sem ég hendi jafnharðan og hann berst.

Það fer afskaplega í taugarnar á mér að fá óumbeðnar auglýsingar í hólfið mitt, og pappírinn, allur pappírinn.  Hér eru rifin upp heilu rjóðrin úr skógum heimsins.  Halló!

Það er furðulegt að það skuli þurfa að gefa okkur leyfi eða möguleika á að hafna einhverju sem aldrei hefur verið beðið um.

Það er sama aðferðarfræðin og með hinn íslenska gagnagrunn.  Ég þurfti að nálgast eyðublað og segja mig úr grunninum þegar kommons sens segir mér að það hefði átt að vera öfugt. 

Þetta heitir að byrja á öfugum enda.

Ruslpóstur sem hefur fengið hið eðla nafn "fjölpóstur" framkallar ekki mikla kátínu á heimilum landsins.  Ég þekki heldur engann sem segir: Vá, það eru komnar auglýsingar frá Hagkaup og Nóatúni og einhelda sér síðan í að lesa viðkomandi bæklinga upp til agna.

Ég vil að fólk þurfi að biðja um "fjölpóstinn".  Eða gefa upplýst samþykki fyrir honum.

Ég vil ekki sjá þessa pappírseyðslu.

Péess, það má geta þess að það er hægt að fá sömu upplýsingar á vefnum og þar er ekki gramm af pappír sem fer til spillis.

Og hananú.

Þetta var neytendahorn Jennýjar Önnu sem tjáði sig... Illa prirrað.


mbl.is Hægt verði að hafna fjölpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kíkti í heimsókn í Neytendahorn Jennýjar... pappíslaust

Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér núna og góðan daginn yfir á átakasvæðið ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

þú getur líka lesið dagblöðin á vefnum. Viltu hætta að fá þau?

Heiða B. Heiðars, 7.5.2008 kl. 09:48

4 identicon

Ríkið sendir út reikninga í hverjum mánuði fyrir tugi miljóna. Samt á fólk kost á því að sleppa því. Rafræn stjórnsýsla kemur fyrr en síðar. Reyndu svo að komast út úr pirrunni kona.. skrifa t.d. um veðrið..

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sagðist ég vilja hætta að fá dagblöð Heiða?  Lestu fyrstu málsgreinina.  Jesús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Hvaða veður?  Er eitthvað veður?  Ég er ekkert pirruð Gísli minn, bara held að ég sé það. Ég þarf heldur enga reikninga í pappírsformi.  Þeir koma allir inn á netbankann svo beisíklí þá má sleppa þeim líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 09:54

7 identicon

Fyrst að ég datt inn á þetta verð ég að koma með leiðindakomment:

Allur sá pappír sem notaður er á Íslandi kemur frá nytjaskógum og oftast frá Finnlandi eða Þýskalandi. Það efni sem notað er í pappírinn eru greinarnar og annað rusl og fyrir hvert tré sem er fellt er sjö plantað í staðin. Það að spandera svona í pappír er því ekki svo slæmt eftir allt, en það er einmitt mjög algengur misskilningur að halda að skógar heimsins séu að eyðast sökum pappírsframleiðslu. Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til skóga heimsins þá er um að gera að nota pappír og hætta að drekka kaffi, en skógar heimsins eru ruddir til að koma fyrir kaffiplantekrum.

Fjölpóstur, þrátt fyrir að vera ekki sá skemmtilegasti, angrar mig ekki á nokkurn hátt. Þetta fer hvort eð er í sömu hrúgu og annar pappír hjá mér sem svo endar í pappírsgám sem stendur úti á horni. Fjölpósturinn er yfirleitt frekar þunnur og tekur aðeins brot af því plássi sem dagblöð taka.

Sammála er ég þér samt með gluggapóstinn. Þetta kemur hvort eð er í heimabankann og ekki getur maður farið að setja vísa reikninginn í endurvinnslu.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:21

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristinn: Takk fyrir þetta.  Ég fæ bara stein í magann yfir öllum þessum pappír sem verið er að nota að óþörfu.  Fyrir nú utan það að það eru ekki allir með aðstæður til að flokka rusl. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 10:27

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka búin að fá nóg af ruslpósti.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þá.....gengur ekki að nota rökin um að maður geti hvort sem er sótt flest af þessu á netið mín kæra! :)

og ekkert fj....jesus á mig addna! ég er svo stillt í dag :)

Heiða B. Heiðars, 7.5.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 2987157

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband