Leita í fréttum mbl.is

Bölvaðir femínistarnir - allt þeim að kenna

Nú er ljóst að presturinn á Selfossi er grunaður um blygðunarsemisbrot.

Það er ágætt að hafa það á hreinu. 

En helvítis femínistarnir eiga hér fulla sök, hvernig fór.  Hvernig stúlkurnar túlkuðu "hlýju og knúsþörf" prestsins.  Það eru nefnilega femínistar sem hafa troðið inn í ungdóminn þeirri firru að bera virðingu fyrir sjálfum sér og láta ekki yfir sig ganga.   Lögmaður prestins er dedd á því að femmunum sé um að kenna.  Sjá hér.

Það má segja að í kvennabaráttu séu allar konur femínistar, samkvæmt þeirri skilgreiningu að vita að réttindi kvenna og karla eru ekki jöfn og vilja leiðrétta það.

Það má því kenna femínistum um margt.  Um að það er til Kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök sem styðja þolendur ofbeldis.

Hvernig væri að gera fullorðinn karlmann á miðjum aldri, sem er í opinberu starfi, ábyrgan fyrir því sem hann gerir.

Hann segist vera hlýr og opinn.  Gott mál, en á hann ekki að þekkja mörkin?

Væri það ekki karlmannlegra að taka á sig ábyrgð heldur en beina sökinni að  kvennabaráttunni og þá að stúlkunum í leiðinni?

Stundum blöskrar mér svo að ég held og vona að mig sé að dreyma.

En það er ekki svo gott.

Í minni fjölskyldu væri þetta kallað bullandi útlimagleði hjá prestinum og honum bent á að leita sér aðstoðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 argggggggggggggggg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:41

2 identicon

Nú hvarflar ekki annað að nöldraranum en að það eigi að virða þá grunnreglu okkar réttarfars, að enginn sé sekur fyrr en sök sé sönnuð fyrir dómi. En hvað sem því líður, sýnist manni enginn vafi leika á því eftir því sem fram hefur komið, að þessi náungi hefur farið yfir þær óskráðu línur, sem almennir umgengnishættir krefjast af fólki að séu virtar. Ekki síst gagnvart unglingum, sem eru á viðkvæmu aldursskeiði. Menn eru hinsvegar ansi hugmyndaríkir hvað það varðar að finna sér afsakanir.

nöldrarinn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Alveg finnst mér með ólíkindum að löglærður maður láti slíkt frá sér fara. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því maðurinn að þetta er ekki klókustu ummæli í heimi.

Líka skrítið þegar fólk gerir sér ekki grein fyrir því að snerting sem fer yfir velsæmismörk er ekki hægt að misskilja. Byggist allt á þeim tilfinningum sem brotaþoli finnur fyrir. Ef brotaþola finnur fyrir vanlíðan/ótta/verður ráðavilltur, þá hlýtur að vera ljóst að traðkað hefur verið á réttindum hans.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.5.2008 kl. 13:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nöldrari: Ég er bara að leggja út frá því sem sjálfur guðsmaðurinn hefur sagt í fjölmiðlum, þ.e. að hann sé svo hlýr maður.  Og svo núna það sem lögfræðingur hans segir.

JF: Þarna er verið að gera óheiðarlega tilraun til að gera alla sem standa að kvennabaráttu, ábyrga fyrir upplifun þessara stúlkna á faðmgleði prestsins.

Birna: I get your drift woman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Nákvæmlega.  Hefði ekki getað sagt þetta betur sjálf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bæði lögmaður og prestur hefðu átt að hafa vit á því að þegja, segi ég.  Góð skrif hjá þér Jenný mín og ég tek undir þessi orð þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 14:07

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt er það að lögmaðurinn skaut sig í fótinn,og þarf enga hjálp meira hann er búinn að þessu sjálfur.Hitt er annað mál að hann drepur þarna á máli sem hefur ekki fengið þá athygli sem það á skilið. Og það er sú staðreynd að stúlkur nota þetta í auknum mæli sem vopn á karla,þeas,hóta kærum og klögum ef þær fái ekki sitt fram.Ég þekki tvö dæmi vel. Stúlka og móðir hennar leggja saman fram kæru á hendur sambýlismanni móðurinnar,fyrir misnotkun á stúlkunni han fór í fangelsi og sat inni í nokkra mánuði uns stúlkan missti sannleikan útúr sér; þetta var allt uppspuni. Hitt dæmið er svona ;stúlka er í byrjun skólaárs ávítt fyrir slæma hegðun í bekknum.Hún ver sig með því að segja "ef þú ætlar að skipta þér af mér þá segi ég að þú hafir misnotað mig. Svona er jafnslæmt og misnotkun.Það má valda eins miklu tjóni með þessu Því miður hafa lögregla og dómsvald ekki séð ástæðu ,nema í undantekningatilfellum ,til að skipta sér af svonalöguðu.Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að verja helvítis prestinn,heldur er ég að benda á að það er víða pottur brotinn í allri þessari umræðu.Til dæmis er það staðreynd að karlar eru líka fórnarlömb og konur eru líka gerendur. FRIÐUR.

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 14:10

8 identicon

Frábær málflutningur hjá þessum mönnum hahaha, koma út eins og vitleysingar og ekkert annað.

Prestur hefur ekkert með að vera að kjassa börn eða fullorðna, eðlileg framkoma er þetta ekki.

Muna svo hvað ég hef alltaf sagt: Aðgát skal höfð í námunda við menn sem eiga ímyndaða vini; ekki gleyma þessu mikilvæga atriði.

það er einhver flóðbylgja af barnaníðingsmálum, alveg hræðilegt

DoctorE (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:13

9 Smámynd: kiza

Haraldur; þessi klisja er vel útbreidd og lifir góðu lífi enn þann dag í dag...

Gerir þú þér grein fyrir því að sönnunarbyrðin í þessum glæpum er ALFARIÐ í höndum fórnarlambsins? Aldrei myndi þetta ganga upp í t.d. líkamsárásarkæru, að sá sem sæti inni á spítalanum þyrfti að prókúra lífssýni og hörð sönnunargögn til að fá sínu fram!  Það er ALLS EKKI auðvelt að kæra svona brot, og hvað þá að sanna þau, þar sem sjaldnast eru nokkur vitni að málinu.  

Það getur vel verið að þú hafir heyrt af hinum og þessum málum, en hvers vegna er þetta þá ekki í fréttunum?  Hvar er umfjöllunin um allar þessar bogus kærur?  Þetta er alls ekki eins algengt og margir vilja halda fram, heldur er þetta stereotypisk klisja sem á sér litla ef einhverja stoð í raunveruleikanum.

Og áður en þú byrjar, þá hef ég lent í því að aðili nákominn mér var ásakaður um ósiðlega hegðun gagnhvart unglingi, þetta varð að þvílíkum farsa og rugli, en á endanum kom í ljós að krakkaandskotinn var að ljúga þessu öllu saman.  Þannig að ég veit alveg að svona kærur koma fram, en hinsvegar er MJÖG SJALDGÆFT að þær endi í sakfellingu.  Vitnaleiðslur og yfirheyrslur leiða vanalega í ljós  hvort einhver vafi liggi á, og ef svo er, þá eru litlar líkur á dómi.
 

kiza, 6.5.2008 kl. 14:28

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vel að orði komist Jenný, eins og svo oft áður kona góð.

Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:38

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kizsa: Þetta er svo hárrétt hjá þér með "allar" fölsku kærurnar.  Í fyrsta lagi þá er nauðgunarkæra t.d. ekki "walk in the park" fyrir þolendur og enginn með réttu ráði leikur sér að því að kæra svona.

Auðvitað eru örfáar undantekningar eins og þú réttilega bendir á Kiza en það er alveg merkilegt hvað möguleg tilurð þeirra fær mikið vægi í umræðunni.

Takk fyrir þitt innlegg og ykkur öllum reyndar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 14:39

12 Smámynd: Steinn Hafliðason

Lögfræðingurinn hefði betur látið þetta ósagt í fjölmiðla en væntanlega er þetta einhvers konar fjölmiðlastríð hans en siðgæði þess er á afar gráu svæði. Hugsanlega gerir hann þetta í þeim tilgangi að senda skilaboð til annara hugsanlegra kærenda að málið verði þeim erfitt...ég veit það ekki.

Það er mín skoðun að meðan rannsókn fer fram í þessu máli eigi það að vera sem minnst í fjölmiðlum því það gæti haft veruleg áhrif á þær persónur sem eru aðilar að því og fjölskyldur þeirra.

Ég dreg ekki í efa frásögn þessara stúlkna en það á eftir að koma betur í ljós þegar rannsókn lýkur hvernig þessu öllu saman er í pottinn búið.

Steinn Hafliðason, 6.5.2008 kl. 14:41

13 Smámynd: kiza

Reyndar sammála Steini hér fyrir ofan.  Aðgát skal höfð í nærveru sála, sérstaklega þegar þetta er svona ný-komið upp á yfirborðið og rannsóknin rétt farin af stað.

Væri örugglega mjög óþægilegt fyrir alla sem málinu kemur við að lesa umræður ókunnugra...En það er bara svo erfitt að sitja á reiðinni þegar maður heyrir um þessi mál.

- Jóna. 

kiza, 6.5.2008 kl. 14:43

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst mest sláandi það sem organistinn sagði um áhrifin sem þetta meinta ,,knús" hafði á fórnarlömbin. Það segir allt sem segja þarf ef að minnsta kosti tvær unglingsstúlkur eru niðurbrotnar eftir áreiti. Mörkin eru ekkert flókin, það er mikið af góðu og notalegu fólki sem getur verið hlylegt án þess að misbjóða öðrum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2008 kl. 14:59

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég bendi á að það er lögfræðingurinn og presturinn sem hafa verið í fjölmiðlum.  Auðvitað reagerar fólk á það.  Annað væri þó.

Auðvitað má ræða þetta mál án þess að gera það í heift og brjálæði.  Umræðan á slíku plani er bara af hinu góða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 15:04

16 identicon

Ég má ekki til þess hugsa að unglingsstúlkur fái þau skilaboð að þegar þeim þyki áreiti eldri karlmanna óþægilegt sé það bara vegna þess að þær séu svo vitlausar að þær viti ekki að karlarnir ráði hvað þeir geri við líkama kvenna – að þær þekki ekki mörkin! Þetta er fullkomlega út í hött að lögmaður láti svona frá sér – og hlýtur að vera brot á siðareglum lögmanna.

katrín anna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:18

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er gott að sjá að þið kallið þetta klisjur hjá mér.Ég get ekki beðið eftir að sýna þessum tveimur mönnum innskot ykkar.Ég er að sjálfsögðu sammála því að sönnunarbyrðin er ekki á réttum stað.En það er ljóst að öll umræða um þessi mál er algjörlega einhliða og það getur ekki verið neitt annað en rangt.Það ,dömur mínar,hlýtur að vera nóg. Konur eru líka gerendur þegar kemur að því að rústa lífi fólks (þær eru líka gerendur í misnotkunarmálum) og karlar eru líka fórnarlömb.Umræðan er einfaldlega ófullkomin og einhliða.Af hverju mótmælið þið því? Er kannski að spila inní að ég er karlmaður?(Þetta var klisja!!) FRIÐUR.

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 16:21

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín Anna: Gaman að "sjá" þig.  Ég er þér auðvitað hjartanlega sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 16:22

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Skelfilegt mál presturinn og lögfræðingurinn hefðu betur þagað.

En ég var ánægð með fagleg vinnubrögð kirkjunnar í þessu alvarlega máli og er það nú alfarið í höndum barnaverndarnefndar og lögreglunnar. Og þökk sé samtökum einsog Stígamótum að fagleg þekking og meðferð á þessu sviði hefur tekið stórum framförum. Vonandi er nægum fjármunum varið til starfs Stígamóta.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 16:26

20 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er nú hægt að saka feminista um ýmislegt, en ekki þetta...

...hinsvegar þekki ég persónulega dæmi af því að menn hafi verið ranglega sakaðir um nauðganir og slíkt, en það er sem betur fer í algjörum minnihluta slíkra mála sem slík mannorðsmorð fara fram.

Alveg ótrúlegt hvað hámenntaðir menn geta verið góðir í því að losa saur með munninum... svo við orðum það eins snyrtilega og mögulegt er.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.5.2008 kl. 17:48

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Að ætla að skýla sér bak við gæsku sína og umhyggju gagnvart  sóknarbörnum sínum í svona alvarlegu máli er ansi langt gengið. Þaðá víst ekki að blessuðum guðsmanninum að ganga, nóg var nú samt hér áður fyrr. 

Ía Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 18:16

22 Smámynd: halkatla

ég tek undir hvert orð með þér Jenný og ég held að þessi lögfræðingur eigi eftir að skammast sín fyrir þessar ótímabæru yfirlýsingar fyrr en seinna.

halkatla, 6.5.2008 kl. 20:42

23 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég bara átti ekki til orð þegar ég las þessi orð höfð eftir lögmanninum. Að stimpla það á feminista að konur ráði hvað og hver gerir eitthvað við líkama þeirra eru einhver heimskulegustu orð sem ég hef heyrt lengi, lýsir frekar karlrembu.

Huld S. Ringsted, 6.5.2008 kl. 21:28

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á ekki til orð yfir svona málatilbúnaði.  Þetta er með því ósmekklegra sem maður hefur heyrt um svona mál, frá því að lögmaður lýsti því yfir í útvarpinu, að maður hefði káfað utan klæða á barninu, og þess vegna ekki um beint klám að ræða. Úr hvaða efni er þetta fjandans fólk gert eiginlega ? Fjandinn hafi það, séra Gunnar hefur haft þetta orðspor á sér alveg frá því að hann var prestur í Bolungarvík, og jafnvel lengur.  Þar sem er reykur er gjarnan eldur undir sem kraumar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 21:40

25 identicon

Prestar eru nú ekki alltaf barnanna bestir, það er umræða sem ég ætla ekki að taka lengra en þetta.

Þetta er nú bara innlitskvitt Jenný min.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:58

26 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þessi ummæli lögmannsins eru afar ósmekkleg. En þau sýna líka hversu öfgafull og skoðanamyndandi hin fjandsamlega umræða um femínistana er orðin. Að maðurinn skuli leyfa sér að blanda femínistum inn í umræðu um kynferðisáreiti gegn ungum stúlkum með þessum hætti - gera femínistana hálfpartin ábyrga fyrir upplifun stúlknanna - það er hreint með ólíkindum. 

Þarna er langt seilst - hvað segir það okkur um málstaðinn?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:27

27 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Góða kvöldið. Alltaf sama ofstækið hérJ Ég ætla að segja nokkur orð. Menn eru uppteknir af femínistum. Þarf eitthvað að verja þá í þessu samhengi? Mér hefur skilist að maðurinn hafi sært blygðunarkennd stúlknanna.  

Gerum nú ráð fyrir að þetta mál sé tiltölulega góðkynjað ( á meðan lítið er vitað ) og maðurinn hafi kysst, faðmað og kreyst stúlkurnar ( í annarra augsýn) af heldur mikilli áfergju og tilfinningasemi. Jafnvel sóst eftir að vera í návist þeirra. Og það hafi gerst endurtekið. Ég spyr: Af hverju var ekki vakið mál á þessu strax ef þetta var vandamál, hóað í foreldra eða forráðamenn og talað við manninn. Haltu aftur af þér góði! Og af hverju komu stúlkurnar sér ekki burt?  Hafa menn vangaveltur um þetta.

Guðmundur Pálsson, 6.5.2008 kl. 23:59

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðmundur Pálsson: Voðalega ertu ofstækisfullur! Hvað er góðkynjað kynferðislegt áreiti?

Ólína: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 00:05

29 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hef fylgst vel með fréttum og þetta mál er skelfilegt og sérstaklega fyrir okkur sem vinnum í æskulýðstarfi kirkjunnar vegna þess að okkur er treyst fyrir hlutverki og umsjón barna sem að til okkar koma og okkar er að sjá til þess að það traust sé ekki brotið. Ég vona alla vega að afleiðingin verði ekki sú að fólk veigri sér við að senda börn í starf innan kirkjunnar. Við störfum eftir stífum reglum og við gætum sérstaklega að því að halda ákveðinni fjarlægð þegar kemur að snertingum við börnin. Ég hitti hátt  í 100 börn á viku og aldrei erum við að knúsast eða kyssast vegna þess að það er ekki eðlilegt í nokkru starfi með börnum að vera alltaf að beita líkamlegri snertingu. Við getum sýnt börnum og unglingum hlýju án þess að snertast enda er þetta sem að Gunnar lýsir í sínu hátterni ekki normið í kirkjustarfi. Kirkjan sýnir hlýju en ekki þannig að fólk sé alltaf að knúsast og kyssast, ég myndi aldrei gera þetta í mínu starfi enda mörkin alveg skýr þegar kemur að samskiptum við börnin!

Mig langaði bara til að koma þessu að, vegna þess að mér brá við þegar Gunnar sagði þetta í DV mynnir mig. Enginn sem að ég þekki innan kirkjunnar viðhefur svona viðbrögð gagnvart ungmennum enda höfum við ekki heimild til þess og ég myndi ekki kæra mig um að einhver væri alltaf að knúsa og kyssa börnin mín jafnvel þó að slíkt væri innan marka...hér gildir sú gullna regla ...allt sem þér viljið..osfrv.

En þetta er slæmt mál og það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess!

bkv

Sunna Dóra Möller, 7.5.2008 kl. 09:08

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: Takk fyrir þetta.  Auðvitað er það svo að allt venjulegt fólk veit nákvæmlega hvar mörkin eru.  Þau vefjast ekki fyrir manni.  Fólk getur faðmast heima hjá sér en ekki í vinnunni.

Þessi réttlæting er með ólíkindum.  Og auðvitað hefur þetta áhrif á viðhorf fólks til kirkjunnar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 09:13

31 Smámynd: halkatla

frábært innlegg frá Sunnu Dóru.

halkatla, 7.5.2008 kl. 10:46

32 Smámynd: kiza

Guðmundur: hvers vegna er það á ábyrgð unglingsstúlkna að 'koma sér út úr þessu' ? Finnst þér eðlilegt að gera börn og unglinga ábyrg fyrir óeðlilegri hegðun fullorðins manns, sem er í ábyrgðarstöðu á vegum ríkisins?

Haraldur; endilega sýndu þessum mönnum svarið. Komdu svo og sýndu okkur tölfræðina fyrir allar þessar fölsku kærur sem þú ert alltaf að heyra um. Sýndu okkur hversu margir menn sitja inni fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið, og endilega spurðu þá líka af hverju þeir eru ekki að hamra á lögfræðingum sínum til að komast úr þeirri aðstöðu sem þeir finna sig í . Það þarf vanalega ekki mikið til að hnekkja svona kærum, ef þær eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Víst eru konur oft gerendur í misnotkunarmálum, en þá er það líka á fórnarlambsins (hvort sem það er karl, unglingur eða barn) AÐ SÝNA FRAM Á SÖNNUN. Eiga þeir að fá eitthvað annað treatment en við konurnar? Á ríkið að hjálpa þeim að sanna sök glæpakvendanna, en leyfa konum sem hafa lent í nauðgun að díla bara við það sjálfar ?
Ætla ekki að gera lítið úr mannorðsmorðum, þar sem ég hef orðið vitni að því sjálf. Hinsvegar á ALLTAF að rannsaka ALLAR svona kærur, sama hver er gerandi (þá karl eða kona).

Get sko sagt ykkur það að þegar ég var á þessum aldri vildi ég ekki að NEINN kæmi við mig, ekki einusinni knús eða 'hlýlegar snertingar'. Ég átti í erfiðleikum með líkama minn og hormónabreytingar, og vildi bara fá að eiga minn kropp í friði, nema þá kannski frá mömmu. Þó svo að snerting sé nauðsynleg fólki til að þroskast tilfinningalega þá eiga menn (og konur) í ábyrgðarstöðum eins og þessum að gera sér fulla grein fyrir vandræðaleika þessa tímabils í lífi barna og unglinga og virða ÞEIRRA MÖRK, ekki einhver tilbúin mörk sem vanhugsandi lögfræðingar búa til.

Og hananú!

kiza, 7.5.2008 kl. 14:04

33 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mig langar að vekja athygli á einu. Það er óráðlegt að taka afsöðu í máli sem enginn veit neitt um og niðurstaða liggur ekki fyrir. Allir sjá samt hversu alvarleg svona mál eru, sama á hvorn veginn málið dæmist á endanum. Flestir hér virðast búast við því að presturinn hafi framið lögbrot, en svo þarf ekki að vera. Ef maðurinn er saklaus (að lögum) og málið á misskilningi byggt þá er skaðinn skeður og mannorðsmissir hefur orðið. Hvernig verður brugðist við, ef sú verður raunin?  Um það þarf líka að hugsa.

Guðmundur Pálsson, 8.5.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband