Þriðjudagur, 6. maí 2008
Grunur um hórerí
Tvær konur af "erlendu bergi brotnar" voru grunaðar um að stunda vændi á Egilsstöðum um helgina.
Nú spyr ég, hvað er að því að útlenskar eða innlendar konur stundi þá vinnu sem þeim sýnist?
Alþingi samþykkti í fyrravor að vændi væri löglegt, er þá eitthvað að rannsaka hérna?
Eða leynist undir yfirborðinu sú trú eða jafnvel vissa, að vændi sér ekki eins og hver önnur vinna?
Að vændi sé jafnvel niðurlægjandi neyðarúrræði fyrir fátækar konur?
Það skyldi þó aldrei vera.
Alþingismenn ættu að skammast sín fyrir að hafa ekki lagað þessi ólög sem runnu í gegn í skjóli nætur fyrir þinglok í fyrra þegar allur þingheimur var að fara á límingunum vegna komandi kosninga.
Vændi er birtingarmynd ofbeldis á konum í einni af sinni ljótustu myndum.
Og komið ekki með frásögur eða játningar af hamingjusömum hórum í mitt athugasemdakerfi, ég blæs að soleiðis kjaftæði.
Það er til fólk sem elskar að vinna í rotþró, en það er alltaf í míkróskópískum minnihluta.
ARG
Grunur um vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Af hverju ætti lögreglan að vera að rannsaka starf þessara kvenna vegna einhverra af þeim ástæðum sem þú leggur til ?
"Að vændi sé jafnvel niðurlægjandi neyðarúrræði fyrir fátækar konur"
Væri þá lögreglan ekki einnig að rannsaka önnur störf sem fátækar konur leita í ?
Fransman (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:56
Ég á við að þrátt fyrir að vændi hafi verið gert refsilaust að lögum þá er það greinilegt að möguleg ástundun þess fyrir austan hefur truflað lögguna nægilega til þess að rannsaka málið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 10:04
Kannski var einhver innan lögregluna, feministi?
Hver veit...
Þetta voru konur sem fóru til Egilsstaða til þess að sænga.
Þær sáu sér tækifæri til að gilja einmanna menn, gegn greiðslu.
Hvaða kemur það okkur við, ég spyr?
Ef þessar konur eða menn, eru misnotuð á einhvern hátt.
Þá skulum við rannsaka það, en annars skulum við láta þetta fólk vera.
Baldvin Mar Smárason, 6.5.2008 kl. 10:12
Ég er svo sammála þér Jenný, það er með ólíkindum að vændi skuli vera löglegt á Íslandi. Réttlæting á slíku er réttlæting á ofbeldi.
Steinn Hafliðason, 6.5.2008 kl. 10:34
Kannski er verið að rannsaka hvort að þriðji aðili sé að hagnast á þessu, en slíkt er ólöglegt.
Freyr Bergsteinsson, 6.5.2008 kl. 10:39
Rétt hjá þér Jenný og þess vegna eru þeir sekir sem kjósa að notfæra sér neyð þessara kvenna. Mér er eiginlega fyrirmunað að skilja hvers vegna það er ekki augljóst öllum.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2008 kl. 10:55
Þið virðist alltaf ganga út frá því að hér sé einhver neyð...
Atvinnuleysi á íslandi var (er) nánast ómælanlegt, en samt leituðu ákveðnar konur í vændi. Neyðin er nú ekki meiri en svo...
Hættið þessu bulli, við vitum ekket hvort að þessar konur séu í neið.
Höfum ekki hugmynd um það...
Að halda, gruna eða vilja, gerir það ekki að sannleika.
Baldvin Mar Smárason, 6.5.2008 kl. 11:04
Það er nærtækast að spyrja þær sjálfar, ekki satt?
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:15
Ég er alveg sammála þér Jenný.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2008 kl. 11:16
Gæti ekki verið að ástæða afskipta lögreglunar væri að stúlkurnar væru ekki með atvinnuleyfi á Íslandi???
Þorsteinn Ólafsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:19
Sammála þér Jenný. Mér finnst það fáránlegt að vændi skuli vera löglegt. Ég mun aldrei trúa á einhverja "hamingjusama hóru" tel svoleiðis sögur vera eingöngu sagðar til þess að fela niðurlæginguna.
Huld S. Ringsted, 6.5.2008 kl. 11:21
Sammála öllu efnislega og er arrý vegna þessa máls. Ég geri samt greinarmun á orðunum "hóra" og "mella" og "hórerí" og "vændi"!
Vændi er stundað fyrir peninga eða kaupskipti. mella er kona sem selur sig. Hóra er kona í framhjáhaldi og hórerí er þá kona sem stundar framhjáhöld.
Edda Agnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:30
Svona, svona. Annað hvort voru þessar blessaðar konur að þessu í neyð, og hvaða sanngirni er að taka neyðarbrauðið frá þeim? Eða þær voru að þessu vegna þess að það er meiri peningur í þessu en skúringum og því geta þær staðið undir flottari lífstíl og þá er það frjálst val (svo framarlega sem efnishyggja er ekki skilgreind sem sjúkdómur).
Í fyrra tilfellinu er vandamál ekki vændi heldur fátækt. Bann við vændi leysir ekki fátæktin, gerir hana líklega verri. Leiðin til að berjast gegn "neyðarvændi" hlýtur því að liggja um félagamálakerfið en ekki dómskerfið. Lög gegn fátækt hafa sjaldan dregið úr fátækt.
Haukur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:37
Öll þessi orð eru niðurlægjandi fyrir konur. Ég notaði þau meðvitað. Hóra er reyndar ekki kona í framhjáhaldi, hef aldrei heyrt orðið skilgreint þar. Á Norðurlöndunum eru hórur vændiskonur.
Annars skiptir það ekki máli, það er málefnið sem er að kveikja heitar tilfinningar með mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 11:39
Vændi er birtingarmynd ofbeldis á konum í einni af sinni ljótustu myndum
Já. Sérstaklega þegar konur kaupa sér þjónustu ungra manna og láta þá njóta með sér ásta fram á nótt, þá er það mjög ljótt ofbeldi gagnvart konum.
Er það ekki skerðing á frelsi og þá bæði atvinnufrelsi og kynfrelsi kvenna að meina þeim að vinna þá vinnu sem þeim sýnist? Er sú frelsisskerðing ekki ofbeldi í sjálfu sér? Stunda karlar ekki líka vændi?
Ef ég játaði það fyrir þér hérna að hafa þegið peninga fyrir kynlífsgreiða til kvenna sem ég hefði nú kannski ekki sofið hjá á sínum tíma ef ekki hefði verið fyrir peningana, og sé alveg sáttur við það og skammist mín ekki fyrir það, myndir þú þá segja að ég sé ekki til?
Oh well. Þá er ég bara ekki til.
Sumar konur njóta nefnilega kynlífs og þegar karlarnir þeirra eru ekki að standa sig, þá kaupa þær sér líka vændi. Eins eru til margar framakonur sem gera það hérlendis. Ég veit persónulega um 5 karlmenn á höfuðborgarsvæðinu sem lifa á því að selja sig til kvenna. Ég býst sterklega við því að það sé þá væntanlega ofbeldi gagnvart konum?
Ég held þú ættir að fara af þessu vandlætingarskýji bullskoðanna og átta þig á því að þósvo að þú neitir að trúa einhverju, þá þýðir það ekki að það sé ekki satt. Það er fullt af fólki þarna úti sem heldur að þróunarkenningin sé bull, en þó að þau trúi henni ekki, þýðir það ekki að hún sé ekki sönn og þó að þú sért ekki hlynnt vændi og þér sé það þvert um geð, þá þýðir það ekki að það séu ekki til hamingjusamar hórur.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.5.2008 kl. 11:48
Annars skiptir það ekki máli, það er málefnið sem er að kveikja heitar tilfinningar með mér.
Nákvæmlega. Og tilfinningahiti er besti óvinur rökhyggjunar. Sestu niður, slakaðu á og hugsaðu nú með heilanum en ekki hjartanu.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.5.2008 kl. 11:51
"Það er til fólk sem elskar að vinna í rotþró, en það er alltaf í míkróskópískum minnihluta."
Athyglisvert. Viltu sem sagt líka banna fólki að vinna í rotþró?
Pétur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:54
http://www.justicewomen.com/cj_sweden.html
"A survey of legal prostitutes under the showcase Netherlands legalization policy finds that 79% say they want to get out of the sex business."
Nú er 100%-79% = 21%. Er það "míkróskópískur minnihluti?"
Eyþór (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:26
Dæmigert fyrir íslendingseðlið að snúa svona orðræðu upp í orðhengilshátt um merkingu orða - En, aðalatriðið er: Kaup á vændi á að vera ólöglegt og refisvert athæfi. Fremjandi hins löglausa verknaðar er sá sem kaupir vændið. Það má heita nær undantekningarlaust að frumorsök þess að kona selur sig sé að hún hafi lent með einhverjum hætti í höndunum á ofbeldisfullum karli. Þetta á ekki að vera neitt torskilið, eins og Jenný Anna bendir á hér að ofan.
nöldrarinn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:56
Þakka ykkur fyrir þið sem getið rætt þetta mál án útúrsnúninga.
Ég er með opið athugasemdakerfi og tek því þessum týpisku athugasemdum sem koma með sama sönginn, um frelsi til að selja sig og aðrar réttlætingar á vondu máli, tek ég af karlmennsku, til að geta haldið uppi umræðu um þetta mál sem er svo skelfilegt dæmi um mannlega harmleiki og raunveruleika margra kvenna og barna.
Allar rannsókni og ég segi allar sýna fram á að konur sem eru í klámi og vændi hafa að stórum hluta verið misnotaðar sem börn og unglingar. Það er óvéfanleg staðreynd.
Einhver spurði hér gáfulega hvort ég væri á móti því að fólk ynni í rotþró. Mér finnst það súmmera upp málefnalegheitin í sumum hérna inni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:10
Óvefengjanleg átti þetta að vera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:11
Vísaðu á þessar rannsóknir.
Og... breytir það einhverju?
Að banna vændi minnkar ekki barna misnotkun.
Baldvin Mar Smárason, 6.5.2008 kl. 13:18
Jamm, ég var að bíða eftir svari og það var nokkurn veginn á sömu nótum og ég bjóst við.
"Og komið ekki með frásögur eða játningar af hamingjusömum hórum í mitt athugasemdakerfi, ég blæs að soleiðis kjaftæði.
Það er til fólk sem elskar að vinna í rotþró, en það er alltaf í míkróskópískum minnihluta."
Það varst þú en ekki ég sem ákvaðst að líkja vændi við að vinna í rotþró. Ég skildi þetta þannig að þú værir að benda á að mikill meirihluti fólks elskaði það ekki að vinna í rotþró, og því væri það "kjaftæði" að benda á hamingjusamar hórur. Einhverjar slíkar gætu verið til, en það væri það "míkróskópískur minnihluti" að ekki væri mark á þeim takandi.
Það má vissulega kalla þetta útúrsnúning af minni hálfu, og sjálfsagt hefur þér ekki fundist þetta neitt fyndið, en ég var nú bara að reyna á húmorískan hátt að benda á að dæmið sem þú tókst máli þínu til stuðnings styddi þína skoðun alls ekki, þegar nánar væri að gáð. Það segir svosum ekkert um það hvort þú hafir rétt eða rangt fyrir þér um þetta mál, en allavega er varla hægt að líta á þetta dæmi sem góð rök.
Ég geri mér auðvitað fyllilega grein fyrir því að þú ert ekki á móti því að fólk vinni í rotþró. Slíkt væri algjörlega fáránlegt, og það er einmitt ástæðan fyrir því að dæmið sem þú tókst virkar ekki sem rökstuðningur. Þar sem það er ekki nægjanlegt að benda á þennan fáránleika með lítilli gamansamri athugasemd, þá neyðist ég víst til að útskýra þetta hér ítarlega, sem ég hef gert.
"Einhver spurði hér gáfulega hvort ég væri á móti því að fólk ynni í rotþró. Mér finnst það súmmera upp málefnalegheitin í sumum hérna inni."
Einhver svaraði hér athugasemd minni með því að væna mig um að vera ómálefnalegur og yfirfærði svo meint ómálefnalegheit yfir á aðra sem kommantað hafa. Mér finnst það súmmera upp málefnalegheitin í viðkomandi manneskju.
Til að taka af allan vafa þá er tónninn á ofangreindri málsgrein meintur á svipaðan hátt og fyrri athugasemd mín.
Pétur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:26
JF: Umræða um vændi drengja/karlmanna er líka áhyggjuefni. Þó það nú væri. Ég var hér hins vegar aðeins að skrifa um konur, sem var verið að fjalla um í fréttinni.
Þetta með fordómana ætla ég ekki út í því þar erum við einfaldlega ósammála og verðum að sættast á það.
Pétur: Gott að bið þinni er lokið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:38
Jenný: Gott að vita af umfangi umhyggju þinnar gagnvart mér.
Ein smá spurning: Þú kvartaðir yfir málefnalegheitum. Hvað er það nákvæmlega í þínum svörum við mínum kommentum sem gerir þau málefnalegri en kommentin mín? Eða var ég kannski ekki nógu málefnalegur til að eiga málefnaleg svör skilið?
Pétur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:45
Hvernig er það útúrsnúningur að finnast að þú, Jenný Anna, eigir engan rétt á því að segja öðrum hvernig þeir haga sínu einkalífi og líkama...?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.5.2008 kl. 13:52
Ég hef engan rétt J.E.V.B.M. til að segja fólki hvernig það á að haga sínu einkalífi en ég má hafa skoðun á því.
Ég er á móti innbrotum, mér finnst að þau eigi réttilega að varða við lög. Er ég að þrengja að réttindum innbrotsþjófa?
Ég vil að kaup á vændi séu refsiverð. Það er vitað að fáar konur selja líkama sinn í vændi og klám að lögun til starfans.
Capíss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 14:04
Jæja, ég er víst ekki svaraverður, svo ætli það sé ekki affarasælast að láta mig hverfa.
Afsakið ónæðið.
Pétur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:25
Pétur: Ég biðs afsökunar ef ég hef verið dónleg, auðvitað ertu svaraverður. Við erum bara ekki sammála, svo langt í frá og ég tel mig vita hvað ég er að tala um. Þakka þér innlitið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 14:36
Þannig að, þér finnst, að samningur sem tveir fullorðnir einstaklingar gera sín á milli um að athöfn fari fram gegn greiðslu peninga án þess að nokkur hljóti skaða af eða sé til neyddur til þess að framkvæma þessa iðju jafnist á við það að eyðileggja og stela eigum annara?
Þetta sem þú ert að boða heitir siðferðisstjórnun, ekkert annað. Það að fullorðnir einstaklingar megi ekki semja um greiðslu fyrir eitthvað sem er löglegt að gefa og að það eigi að vera ólöglegt og þar af leiðandi lögum samkvæmt hægt að setja báða aðila bakvið lás og slá fyrir að gera eitthvað fyrir peninga sem flestir aðrir gera frítt. (Og svipta þar með fólk frelsi sínu, sem ég hefði talið mjög dýrmætt öllum...)
Ss. ef ég hef mikin áhuga á og er góður í einhverju, t.d. fótbolta, hljóðfæraleik etc. þá er það allt í lagi að ég geri það ókeypis, en þegar það er fyrir borgun, þá er það glæpsamlegt...?
Ekki það að ég sé að leggja vændi saman við atvinnumennsku í fótbolta, því yfirleitt ganga knattspyrnumenn frekar kaupum og sölum milli sinna dólga en sjálfstætt starfandi vændisfólk...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.5.2008 kl. 14:58
Comprendéz vouz?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.5.2008 kl. 14:59
Mér bregður alltaf jafn mikið þegar ég les sumar athugasemdir um vændi. Þið hálfvitar sem réttlætið vændi! Gaman væri það að vera viðstödd ef dóttir ykkar eða eiginkona kæmi heim einn daginn og tilkynntu ykkur það að þeim bauðst þessi frábæra aukavinna sem gæfi af sér góðan pening. Þær eru nú svo sjálfstæðar. Það er oft búið að sýna fram á að flestar þessara kvenna hafa þurft að þola mikið ofbeldi í æsku. Þeir sem styðja vændi, styðja ofbeldi. Ofbeldi er nefninlega líka þegar fólk nýtur sín á kostnað eymdar annarra.
Sara Einarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:06
Jenný, þú baðst um þetta með rotþrónna. Get ekki séð neinn annan tilgang hjá þér að setja þetta inn í bloggið nema að snapa fight við þessa stráka.
Annar er ég nú svo eigingjarn að mér er allveg sama hvort vændi sé ólöglegt eða ekki, ég stunda það ekki til tekna og þarf ekki að kaupa mér það þannig að það er ekki verið að eyðileggja neitt fyrir mér.
Bjöggi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:32
Jenfo þú kvennréttindasinni?
Alexander Kristófer Gústafsson, 7.5.2008 kl. 03:29
Sara Einarsdóttir, þú skilur greinilega ekki kvenréttindi rétt eins og hún jenfo sem er að ruglast á bandarískri íhaldssemi og kvenréttindum
Alexander Kristófer Gústafsson, 7.5.2008 kl. 03:34
Sara: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 09:16
Enda ertu ekki feminsti jenný fremur en íhalds kristni hópar í bna eins og council of conservative citizens
Alexander Kristófer Gústafsson, 7.5.2008 kl. 09:36
Nei, ég er ekki femínisti AKG. Þannig hlýtur það að vera fyrst þú segir það, sérfræðingurinn sjálfur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 09:51
Aha ;) Svipað og fyrir kommunista að segjast vera captalisti, sumir hlutir geturðu ekki verið á móti og verið femínisti, í þessu tilfelli kvennréttindum.
Alexander Kristófer Gústafsson, 7.5.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.