Mánudagur, 5. maí 2008
Tjónajöfnun Gísla græna
Ef höfuðið á mér gæti snúið sér, eins og hjá stelpunni í Særingarmanninum, þá myndi það vera á öflugum snúningshraða, við að reyna að ná og skilja Borgarstjórann og Co í Reykjavík.
Hvernig er þetta eiginlega, þarf maður túlk á þetta fólk til að ná lágmarksskilningi á hvert það er að fara, hvað það meinar?
Í síðustu viku töluðu þeir tungum, íhaldið annars vegar og Ólafur hinsvegar vegna REI og ég og fleiri vorum eitt spurningarmerki.
Nei, nei,
og núna sá ég Óla í sjónvarpinu um helgina, messa á borgarafundi um skipulag Vatnsmýrarinnar, sem hann taldi búið til að fólki sem hefði ekki skilning á þörfum nútíma samfélags. Svo sá ég endursýnt viðtal við hann frá því í febrúar þegar hann tók þátt í að samþykkja sama skipulag og þá var hann nokkuð glaðbeittur með málinu.
Nú kemur Gísli Marteinn í fréttir og reynir að tjónajafna yfirlýsingar Borgarstjórans. Að það ríki einhugur, jájá, allir glaðir saman. Þessi einhugur sem alltaf er verið að segja frá eftir að einhver hefur misst út úr sér óheppilega hluti, er þá bara prívat. Hann birtist mér ekki í fjölmiðlum, svo mikið er víst.
Og Borgarstjórinn tjónajafnar líka og kemur með yfirlýsingar um að orð hans séu rangtúlkuð, að hann sé í GRUNDVALLARATRIÐUM sama sinnis og í febrúar.
Ók, ég hlýt að vera skemmd í höfðinu. Fyrir mér er þetta ekki bara katastrófurugl í meirihluta sem hangir saman á óskinni um að fúnkera en engu öðru, þetta er glundroði. Algjört mess.
Kannski er þetta merkjamál þeirra í meirihlutanum. Hvað veit ég sitjandi hér uppi í Gólanhæðum.
En þetta horfir við mér eins og handónýtur samstarfshópur og best væri að þeir segðu af sér og það strax.
Helst vildi ég fá að kjósa aftur.
En ekki hvað?
Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2008 kl. 19:54
Settu þig inn í málið addna Jóna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 19:56
Ég er svo hlessa á þessum pólitíkusum að ég er næstum ringlaður. Svona Ragnars REI-kás syndrúm eins og einkennir borgarstjórnina stundum er bara brosleg. Við ættum að hafa vald til að koma þeim frá - enda kusum við þessa karla ekki í að vera þar sem þeir sjálfir hafa komið sér fyrir! Undarlega þessi tík sem pólitíkin er ... eða þannig.
Knús á þig Jenný mín og eigðu ljúft kvöld.
Tiger, 5.5.2008 kl. 20:00
Ætli það séu ekki frekar þau öll sem eru skemmd í hausnum. Ég held að enginn heilvita maður (kona) skilji orðið hvað kemur frá þessum tveimur stjórnum, ríkisstjórn og borgarstjórn (já og Akureyrarstjórn ef út í það er farið) , þetta lið ruglar eitt í dag og annað á morgun. Ég vil nýjar kosningar fyrir allt heila klabbið og hana nú!
Huld S. Ringsted, 5.5.2008 kl. 20:36
....ekki er það betra á Selfossi því get ég lofað.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 21:26
eru ekki 7 í meirihlutanum??
Hólmdís Hjartardóttir, 5.5.2008 kl. 21:42
kjósa aftur ?? Nýjar kosningar ?? Kjósum við ekki bara ný mistök í staðin fyrir þessi ??
Linda litla, 5.5.2008 kl. 21:42
Mér finnst hann dálítið kjánalegur þessi borgarstjóranefna. Þekki manninn ekki neitt en hann kemur alla vega ekki vel fyrir mín augu og eyru. Ætli flestir séu ekki með nýjum kosningum, gæti trúað því.
Ía Jóhannsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:43
Þarna er aðalmálið að halda völdum og hvaða íhaldsmaður sem kemur fram í fjölmiðlum reynir að verja þennan auma meirihluta í Reykjavík með þvílíkum látum hvað þarna liggur á bak við verður verkefni sagnfræðinga framtíðarinnar ég sakna þess að það er aldrei krufið til mergjar í fjölmiðlum hvaða flokki þessi Ólafur borgarst. tilheyrir eiginlega og þessi Ásta þ voru þau í sama flokknum um síðustu borgarstjórnarkosningar? þessi valdataka og þetta samstarf er borgarbúum æ meira undrunnarefni og íhaldinu til ævarandi skammar
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:20
Ég vil að Ólafur F verði blurraður aftur í Spaugstofunni. Fyrir mér er hann ansi blurraður. Hm... eða er ég í móðu og úti á túni með þér og fleirum, Jenný?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:40
Ég segi það sama og Jóna!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.5.2008 kl. 23:02
Æi bara knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2008 kl. 23:19
Eina sem ég get sagt er: Þetta er hætt að vera fyndið! Við erum að tala um Borgarstjórann í Reykjavík. - Eitt valdamesta embætti landsins. Eins og Ólafur sagði sjálfur á brogarafundinum í Gamla Miðbæjarskólanum, um leið og hann veifaði samanbrotnu og margþvældu korti. - Hann ræður - Og HANN ætlar sko ekki að láta einhverja ÚTLENDINGA sem bera ekkert skynbragð á skipulag fyrir Ísland, eyðileggja fyrir sér - BORGARSTJÓRI RÆÐUR - Það vantaði bara: smá hæl og svartan blett á efrivörna.- Þá hefði ekki verið hægt að toppa þetta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:38
Fyrirgefðu Jenný: Þetta á að vera "Borgarafundinum í gamla Miðbæjarskólanum. - Ekki brogarafundinum - þó hann hafi svo sannarlega verið brogaður. - Svo var það þetta með efri vörina -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:42
LG: Ég skil þig og það er rétt, þetta er löngu hætt að vera fyndið.
Stelpur, þetta er borgin okkar, við eigum að hafa á því skoðun hvað fyrir hana kemur og ekki láta yfir okkur ganga.
Andskotinn sem ég er reið.
Takk fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 00:00
Og strákar líka. Þorrí guys.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.