Leita í fréttum mbl.is

Úr bloggræsinu

Og ég held áfram alkaskrifum af því ég rakst á hann Robert Downing jr. í fréttunum.

Ekki að það sé frétt að hann gleymi aldrei neyslutímanum sínum.  Það er eins gott fyrir okkur alkana að muna hvernig fyrir okkur var komið. En hvað um það, þessi frábæri listamaður virðist í góðum gír.

Suma daga er ég viðkvæm og auðsærð og það flýkur fljótar í mig.

Í dag er svoleiðis dagur. 

Þá daga langar mig að loka á alla athugasemdara sem eru ekki skráðir bloggarar og leyfa sér að hella úr hlandkoppnum sínum yfir kommentakerfið mitt.  Mig langar að fremja eitthvað, þegar mér líður á þennan veginn.  Æðruleysi, æðruleysi.

En svo hugsa ég, okídókí, heimurinn er fullur af vanvitum sem fara með veggjum.  Einn og einn þeirra slæðist stundum inn á síðuna mína og gerir þar þarfir sínar.

Ég get lifað með því vegna þess að svo margir aðrir sem ekki eru skráðir hér á blogginu koma með skemmtilegar og málefnalegar athugasemdir.

Ég hef því opið í nafni málfrelsis og málefnalegrar umræðu. 

En fídusinn sem finnst í stjórnborðinu og gerir manni kleyft að loka á ip-tölur er dásamleg uppfinning.

Ég ráðlegg öllum sem fá leiðinlegar sendingar í formi persónulegs skítkasts frá Pétrum og Pálum að nota þennan möguleika.

Ég er edrú einn dag í einu!

Það er næsta víst.

Go Downey, go.

Úje.


mbl.is Gleymir aldrei ræsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú ert flott. (og Downey reyndar líka)

Steingerður Steinarsdóttir, 5.5.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Vissulega sniðugur fídus Jenný, en þó gott að átta sig á að eðli IP-talna hjá almennum heimilisnetnotanda á íslandi er þannig að tölurnar flakka um, þannig að IP-talan sem ég tengist á í dag gæti verið sú sem þú tengist á á morgun.

Ívar Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 16:38

3 identicon

Mmm IP tölur hélt ég að væru bundnar tölvum þannig að hægt sé að rekja hana miðað við notkun. Ég lokaði á IP því miður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ha Ívar, er það svoleiðis?  Nú er ég svo aldeilis hissa.

Takk fyrir að upplýsa mig og Gísla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Tiger

Þú ert gullmoli Jenný, það verður ekki af þér tekið - hvorki af nafntoguðum né nafnlausum bloggurum. Mér finnst það hreint yndislegt að fylgjast með því hve æðrulaus og jákvæð þú ert í gegnum allt það mótlæti sem lífið getur verið okkur á stundum. Sumir lenda illa í því, aðrir ekki - þú lentir í hrakningum en þér tókst að hefja þig frá þeim og koma þér fyrir - fyrir ofan hrakningarnar. Láttu aldrei nokkurn segja þér neitt annað en að þú ert stórglæsileg, hvorki nafnlausa skítkastara né nafntogaða slíka.

Ég veit að fyrir einhverjum árum gat maður hringt í símann og fengið annaðhvort fasta IP tölu eða hafa hana lausa, eitthvað var um að það væri hægt að fylgjast með notendum á t.d. spjallrásunum i gegnum IP tölur ef þær voru fastar, en ekki ef þær voru á hinn veginn. Eða hvort það var þannig að maður var með "Fasta IP" tölu þar til maður hringdi í þá og bað þá um lausa og flakkandi IPtölu..

Tiger, 5.5.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir Tiger.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 17:47

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Neita að láta skamma mig meira í dag! :)

Heiða B. Heiðars, 5.5.2008 kl. 18:20

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gat nú verid ad thad væri thá ónýtt.Fannst thetta svo helv.snidugt ad geta útilokad ip tølu  hef reyndar ekkert thurft thess ennthá..en gæti vel komid sér vel.

Thú ert hetja Jenni og bara haltu thinu striki

María Guðmundsdóttir, 5.5.2008 kl. 19:03

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær.

Heiða: Er ekki að skamma þig, búin að því.  Ég er að skamma skítkastarana sem eru reglulega hér inni hjá mér með meiningar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 19:31

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að blogga var það hversu margir það eru sem voga sér að vera með rudda og dónaskap gagnvart öðrum, auðvitað vissi ég af einhverjum úti í samfélaginu sem byggja sína lélegu sjálfsvirðingu á samansafni af ljótum orðum og ömurlegum viðhorfum til náungans....en maður spyr sig.....safnast þetta lið  allt inn á bloggsíðurnar????

En Jenný mín, bara svo þú vitir það....þá ertu frábær 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:13

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

María, langt frá því ónýtt, það er alveg slatti af liði sem er mest að eipa heiman frá sér frá föstu ip tölunni sinni. Þeir alhörðustu/fúlustu geta síðan náttúrlega farið á kaffihús eða bókasafn og haldið áfram að ausa sínum sora, því miður.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband