Mánudagur, 5. maí 2008
Alkinn á snúrunni
Það er langt síðan ég hef snúrað.
Í dag (mánudag) eru 19 mánuðir síðan ég fór inn á Vog. Hm.. tíminn flýgur og hann gerir það skemmtilega, svo skemmtilega að ég man það.
Miðað við ástandið á mér þegar ég dröslaði sjálfri mér í meðferð þá er ég á toppi tilverunnar. Þrátt fyrir flensur af ýmsum toga, sykursýki og aðra óáran sem ég fæst við, þá er það tertubiti og ég í fantaformi,þegar þetta tvennt er borið saman.
11 daga pillufallið mitt í janúar, ýtti ansi vel við mér, er mér óhætt að segja.
Ég er vör um mig, mátulega hrædd við möguleg föll til að fara varlega.
En 19 mánuðir er heill hellingur af dögum. Allsgáðum og dýrmætum dögum.
Ég er svo skemmtilega heppin.
Lífið býður upp á möguleika.
Og núna þegar ég leggst til svefns veit ég að ég man hvað ég gerði og hugsaði áður en ég lokaði augunum.
Það er þó nokkurs virði.
Það er ansi fagurt útsýnið af snúrunni, ég blakti rólega.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Snúra | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Gangi þér allt í haginn - við vitum öll, að þú veist að þú getur .. og munt standa þig xx
Edda (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 00:45
til hamingju með daginn og áfangann elskið mitt
Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2008 kl. 00:48
Hjartanlega til hamingju með áfangann og árangurinn. Gangi þér allt í haginn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:01
Til hamingju Jenný mín, þú ert draumur og gangi þér allt í haginn
Eva Benjamínsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:55
Innilega til hamingju, Jenný mín! Alveg að verða ár, hérna megin. :)
Orri (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 01:59
Innilega til hamingju með þinn áfanga..... alveg frábært að ná þessu ...Mjög fróðlegt og gaman að lesa bloggið þitt!!!Þú ert djöfull skýr á menn og málefni og einstakur penni. Haldin ríkri réttlætiskennd og ekkert kjaftæði !!!
kæja (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 03:35
Flott hjá þér
Jónína Dúadóttir, 5.5.2008 kl. 05:39
Einhverstaðar segir: Fyrst er að vilja, afgangurinn er tækni. Innilegar kveðjur inn í nýjan dag Jenný mín.
Ía Jóhannsdóttir, 5.5.2008 kl. 06:59
Til hamingju með 19 mánaða sigurin, alveg frábær árangur hjá þér.
Knús inní flottan mánudag
Helga skjol, 5.5.2008 kl. 07:21
Til hamingju með allsgáða daga....lífið er yndislegt já og góðan dag..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 07:53
Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 09:11
Elsku Jenný, innilega til hamingju með alla þína sigra síðustu 19 mánuði, þú ert flott og stendur þig vel, kær kveðja inn í sólríkan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 09:38
Brynja skordal, 5.5.2008 kl. 09:57
Þú ert flott
Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 10:40
Takk fyrir falleg orð í minn garð. Við gerum öll okkar besta, meira verður ekki farið fram á.
Orri: Mig vantar meilið þitt. Þarf nauðsynlega að tjá mig við þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 10:50
Til hamingju með áfangann
Berglind Inga, 5.5.2008 kl. 10:59
Glæsilegt :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 11:12
Til hamingju Jenný mín með áfangann.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2008 kl. 11:29
Ohhhhh kem ég og skemmi allt!! En á maður ekki að byrja að telja upp á nýtt ef maður misstígur sig??
Heiða B. Heiðars, 5.5.2008 kl. 12:15
En sko.... ég ætla samt að senda eitt til að þú vitir að mér finnst þú ógó dugleg.... og til þess að vera ekki eini skíthællinn í kommentakerfinu þínu :)
Heiða B. Heiðars, 5.5.2008 kl. 12:16
Telur þú semsagt fallið ekki með? Týpískt fyrir veika alka.
Faðir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:27
Oh kræst! Gat nú verið að það þyrfti að koma eitthvað svona fífl....og láta mig líta enn verr út!
"Faðir", ég vorkenni afkvæmunum þínum. Ættir að minnsta kosti að geta verið skíthæll undir nafni...en það er líklega til of mikils mælst
Heiða B. Heiðars, 5.5.2008 kl. 12:29
Mér finnst góð lykt af fötum sem fá að hanga á snúrunni og þorna í rokinu. Góð útilykt! Eins og fötin hafi farið í skemmtilegt ferðalag og verið dugleg að labba og taka myndir!
Garún, 5.5.2008 kl. 12:38
Til hamingju Jenný mín þetta er ekki bara heppni heldur líka dugnaður og góð sjálfsstjórn
Gangi þér alltaf sem best
Eyrún Gísladóttir, 5.5.2008 kl. 12:50
Kæri bloggari.
Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá Prik dagsins
Kveðja Júl Júl. P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt
Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 12:59
Þakka ykkur enn og aftur fyrir falleg orð.
Er einhver að telja? Ég segi frá því hvenær ég fór í meðferð. Ég segi frá því að ég féll í janúar. Er erfitt að vera til?
Haldið leiðindakommentum fyrir utan síðuna mína, þið sem eruð að missa ykkur yfir mögulegri oftalningu minni. Ég fékk meil áðan frá öðru teljaraséníi, hann sagði mér að það væri dagateljari. Svona eins og jólateljarinn hér á mogganum. Kannski ætti ég að fá mér svoleiðis. Ef fólki liði betur.
Ég er búin að vera edrú síðan í morgun.
Capíss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 13:17
Áts! Ég ætla sko alveg að vera til friðs!
Til hamingju mín kæra!
Heiða B. Heiðars, 5.5.2008 kl. 13:36
Heiða: Auli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 13:42
Það viðrar vel fyrir þau sem eru á snúrunni sem önnur!
p.s. þetta var ,,inclusive language" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.5.2008 kl. 13:57
Til hamingju með árangurinn
Anna Margrét (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:56
Glæsilegur árangur er bara dagur fyrir dag, enda hrikalega erfiður óvinur að etja við. Því segi ég að eftir hvern dag í edrúmennsku - ertu hetja Jenný, ekki spurning.
Segi það sama og Heiða þarna uppi, ef skítkastarar þurfa endilega að opna munninn - gera það þá eins og menn - undir nafni en ekki í felum eins og fávitar.
Knús á þig Jenný mín og til hamingju með stóran og góðan árangur, þú átt mikið hrós skilið og ég er stoltur af þér yndislega bloggvinkona!
Tiger, 5.5.2008 kl. 18:26
Hver haldið þið að hafi áhuga að koma fram undir nafni hvort sem hann segir sannleikann eður ei, eða eitthvað annað hérna á blogginu. Aumkunarverð meðvirkni, þekkingarleysi og það væri mógðun við börn að segja barnaskapur ruglið í ykkur á þessum síðum.
Faðir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:17
Ég er ein af þeim sem hef verið edrú síðan ég vaknaði í morgun. Það er vel.
Maður einn á AA fundi var eitt sinn spurður hversu lengi hann væri búin að vera edrú.
Síðan ég vaknaði í morgun svaraði hann að bragði.
Eftir fund komst ég að því að edrútími hans var fjörutíuogþrjúár.
Ég lærði að telja edrúdagana mína frá síðust neyslu. Og hef oftar en einu sinni byrjað að telja upp á nýtt.
Ég er edrú í dag. Það skiptir mig mestu máli.
Gangi þér allt að sólu Jenný.
Njóttu dagsins, lífsins og þeirra sem þér eru kærir.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 6.5.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.