Sunnudagur, 4. maí 2008
Nýtt Byrgismál?
Þessa dagana er mér beinlínis óglatt yfir fréttunum sem eru að berast um kynferðislegt ofbeldi.
Í Austurríki er villidýrið Frizl til umfjöllunar, hvert sem maður snýr sér. Í smáatriðum fær maður fregnir af hvernig hann bar sig að, við að nauðga dóttur sinni. Guð veit hvað fleira hann hefur á samviskunni þetta óargadýr. En ég minni á að hann er ekki einn. Það er þægilegt að halla sér að þeirri hugmynd að þessi maður sé verri en flestir. Auðvitað er það rétt, hann hefur haft óvenjulangt úthald og djöfullega útsjónarsemi ásamt því að búa í þjóðfélagi sem kássast ekki mikið upp á nágrannann, en misnotkun á börnum er að eiga sér stað út um allt.
Ég þakka almættinu fyrir umræðuna sem hefur skapast hér í þjóðfélaginu og gerir óþverrunum erfiðara um vik að fela gjörningana.
Og nú er nýtt Byrgismál í uppsiglingu.
Presturinn á Selfossi er farinn í frí á meðan mál hans er rannsakað.
Tvær unglingsstúlkur úr kórstarfinu hafa kært og tvær aðrar munu vera á leiðinni að leggja fram kæru.
Um þetta hef ég sem fæst orð.
Mér er bara alveg svakalega óglatt.
Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Maður spyr sig hvað þurfi eiginlega til svo perrar heimsins láti af þessari ógeðslegu hegðun...hér á landi er umræðan tiltölulega opin en samt sem áður virðist ekkert draga úr misnotkun á börnum
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:46
Mér flögrar við þessu öllu, ógeðslega máli þvílíkur viðbjóður.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.5.2008 kl. 21:04
Dálítið uggvænlegt. Fæst orð bera minnstu ábyrgð ekki satt.
Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 21:08
Engu svo sem við þetta að bæta en ég las að ferlið hefði verið svona:
Það var um mánaðarmótin mars apríl sem að foreldrar annarrar stúlkunnar höfðu samband við formann sóknanefndarinnar á staðnum vegna málsins. Stúlkan sem er sextán ára hefur verið virk í kórstarfi kirkjunnar. Sóknarnefndarformaðurinn vísaði foreldunum á Biskupstofu. Eftir að málið barst inn til Biskupsstofu fór ákveðið ferli í gang en til er sérstakt fagráð um meðferð kynferðisbrota innan Þjóðkirkjunnar og var málinu strax vísað þangað. Fulltrúi ráðsins fór á Selfoss til að kanna málið og að þeirri athugun lokinni vísaði Fagráðið málinu til Barnaverndarnefndar sem svo aftur hafði samband við lögregluna.
Mig undrar að ekki skuli haft samband við barnaverndaryfirvöld fyrr. Mér sýnist það klárlega vera brot á þessum ákvæðum:
16. gr.Tilkynningarskylda almennings.Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.
17. gr.Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum.
Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.
Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr.
Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.
Bara svona til fróðleiks.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:36
Jamm þessi umræða hefur lengi loðað við Séra Gunnar, en hann var prestur í Bolungarvík, svo í Fríkirkjunni og svo í Holti í Önundarfirði, áður en hann fór suður aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2008 kl. 21:50
ég ætlaði að koma hér inn og segja að ég myndi hafa sem fæst orð um þetta þar til rannsókn yrði lengra komin en.. hvað er Ásthildur að segja? Djöfullinn hafi það að maðurinn hafi verið sendur á milli prestkalla þegar eitthvað ''hneykslið'' er í uppsiglingu. Þannig vinnur kaþólska kirkjan þegar sambærleg mál koma upp.
Djöfullinn!
Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2008 kl. 22:40
Ég segi ekki meira en ég hef þegar sagt.
Svo vonar maður bara að farið verði í málin.
Takk Gísli, ég kann þessi lög svo að segja utanað en það er gott fyrir fólk að lesa sem ekki veit.
Það eru ekki margir sem vita um tilkynningaskylduna sem á við um almenna borgara, þ.e. að öllum sem vita um illa meðferð á börnum eiga að láta vita.
Ásthildur: Ef þetta er ekki bara slúður um manninn af hverju hefur þá ekkert verið gert?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 22:53
Ég fatta ekki að ef ORÐRÓMUR er í gangi um kynferðismál prests,kennara,ráðgjafa eða annars sem hefur "skjólstæðinga"af hverju í ósköpunum er ekki gengið strax í að rannsaka málið?Það er EKKERT sem réttlætir kynferðisbrot við höfum ÖLL tilkynningarskyldu að gegna LÍKA EF ÞAÐ ER AÐEINS GRUNUR.Óþolandi ógeðslegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:17
Svona mál eru ógeðsleg.Mér lá svo mikið á að koma kommennti inn að restin gleymdist.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:19
Ég spyr bara eins og asni, ef þessi umræða er komin í gang, um séra Gunnar, þegar hann er fyrir vestan, hversvegna í ósköpunum var þetta ekki rannsakað þá? - Um leið get ég svarað mér sjálf, vegnaþess að þáverandi biskup var Ólafur Skúlason.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 00:24
LG: Rétt ályktað, var að fatta það um leið og þú skrifaðir það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 00:32
Að sjálfsögðu er þetta rétt athugað hjá Lilju. En hvað er það sem gerist oft þegar einhver grunur um glæpi sem þennann gerast úti á landi. Jú þessi er tengdur þessum og hinn hinum og allir eiga hagsmuni að gæta, enginn vill missa stöðu sína næ mannorð og svonmál eru þöguð í hel. N.B. yfirleitt eru framámenn í bæjarfél.starfandi í barnarverndarnefnd svo að hæg eru heimatökin. Ég segi eins og fl. Döfull og aftur djöfull!!! ef þett reynist rétt.
any (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 01:20
Lilja, hvað kemur málinu við hver er biskup? Svona orðróm á ekkert bara að rannsaka innan kirkjunnar. Rugl að láta hana um það.
Reyndar vona ég innilega að þetta reynist ekki rétt (eða þá lítilvægt) ég er búin að þekkja sr. Gunnar síðan ég var smástelpa og varð aldrei vör við nokkuð svona hjá honum (sem sannar auðvitað ekki neitt).
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 11:11
Hildigunnur. Hvað er lítilvæg kynferðisleg áreitni?
Er ekki málið að prestar eiga að láta ungar stúlkur í friði? Allt annað er kynferðisleg áreitni?
Guðrún (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:37
Auðvitað er stigsmunur þarna á, þó ekkert sé réttlætanlegt. Finnst þér sama hvort er nauðgun eða óþægilega mikil nánd eða knús sem ekki var beðið um? (ég er NB alls ekki að segja að hið síðara sé réttlætanlegt, en þó mun skárra og tja, lítilvægt í samanburði við það sem verst getur verið)
Allavega ætla ég ekki (öfugt við ansi hreint marga hér á Moggabloggi) að dæma áður en rannsókn er lokið og dómur fallinn (fari málið í dóm).
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:04
Auðvitað er munur þarna á en ekkert af þessu er lítilvægt.
Kynferðisleg áreitni er auðvitað bara það, kynferðisleg áreitni.
Og hún er aldrei lítilvæg eða smávægileg.
Guðrún (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:05
Gunnar segist vera hlýr maður og faðma og kyssa fólk. Ók, svo langt sem það nær.
En verður ekki að treysta prestum og öðrum í svipaðri stöðu að vera meðvitaðir og virða mörkin, ég held það.
Ég er ekki að dæma Gunnar, enda málið á frumstigi.
Hann segist sjálfur hafa faðmað og mögulega kysst þessar stúlku.
Fólk verður einfaldlega að hemja "hlýju" sína í þessum aðstæðum sem hann er í. Maður hlýtur að gera kröfu um slíkt frá prestum, kennurum og öðrum áktórítesfígúrum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 16:19
Algerlega.
Um leið og viðkomandi sóknarbarni er farið að þykja svonalagað óþægilegt er maður kominn yfir mörkin. Jenný, ég var alls ekki að segja að þú værir að dæma, enda er þín grein ekkert á við sumar sem eru tengdar við þessa frétt!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:57
Takk fyrir það Hildigunnur, það er betra að stíga varlega til jarðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.