Leita í fréttum mbl.is

Kórónur, pell og pluss

 King_Crown_2

Þegar ég var bara ögn, sandkorn á lífsströndinni, sem ég er reyndar enn, kom Noregskonungur ásamt drottningu til Íslands.

Ég hef sennilega verið sex ára.  Það var mætt með mig út í Melaskóla til að berja goðin augum.

Alvöru kóngur og alvöru drottning!  Ég man enn spenninginn og tilhlökkunina sem hríslaðist um mig, enda með kónga og drottningar, prinsessur og prinsa á hreinu úr heimi ævintýrabóka.

Vonbrigðin voru gífurleg.  Maður í borðalögðum búning með húfu á höfðinu og drottningin var ekki með kórónu heldur og ekki var hún hlaðin gulli, konan sú.  Þau voru eins hversdagsleg og hugsast gat.  Ég held að ég hafi misst trúna á ævintýrin þarna í vornepjunni úti í Meló.  Við fórum samt niður í Tjarnargötu og horfðum á þau fara inn í Ráðherrabústaðinn og ekki höfðu þau orðið konunglegri í útliti við fataskiptin.

Þarna hefur örugglega orðið til græðlingur, sem síðan varð að heilum frumskógi.  Þarna fæddist nefnilega andúð mín og antípat á hvers kyns fyrirmennadýrkun.  Guð, takk fyrir það, hver sem þú ert.  Ég hef nefnilega komist að því að kóngar, bæði alvöru og sjálfskipaðir, standa aldrei undir væntingum enda af holdi og blóði eins og afgangurinn af mannkyninu.

Danska kóngafjölskyldan er þó krúttlegust og þolanlegust af öllu þessu eðalborna slekti.  Þórhildur er töffari og þessi ungu hjón Frikki og Mary eru nokkuð kúl.

Ég mun því ekki henda í þau eggjum við komuna til landsins.

Þeim verður hent við önnur og merkilegri tilfelli.

Súmí.


mbl.is Konungssteinar fá nýja ásýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Hef svipaðar minningar í huga og þú.  Tíðarandinn breytist og fólkið með, því varla fer ég með ömmustrákinn minn til að berja hið eðalborna fólk augum.

Eigðu góðan dag.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:54

2 identicon

Noregskóngur - já  en með drottningu?  Varla.
Hákon var kóngur 1905 - 57 en hann var ekkill frá ´38.
Ólafur var kóngur 1957 - 91 og var ekkill allan tímann.
Haraldur hefur síðan verið kóngur og Sonja er held ég hress - og þau hafa vafalaust komið en þá hefur þú nú verið búin í Melaskóla?

Jóna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað er Pell?

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Haraldur kom til Íslands með fríðu föruneyti þegar milli 1965-70 ég var þá í sveit í Hótel Reykjahlíð og fékk að vaska upp og elda með frænkum mínum á hótelinu, heilsaði honum og fleirum fyrirmönnum, voða gaman. Hann fékk bláberjaskyr og nýveiddan silung sem við frændi sóttum snemma nætur út á vatnið. Ógleymanlegur dagur í lífi mínu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Vó, taaaakk Lára Hanna.

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kannski var það Svíakóngur sem kom, man það ekki en kóngur var það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 13:01

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Hættu svo að röfla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 13:02

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað er röfl?

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Þröstur Unnar

*Djók, farinn að mála.

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 13:05

11 identicon

Pjattrófan þínGóðan dag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:10

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Man alltaf eftir sögunni um prinsessuna sem átti 365 kjóla og stelpunni sem vann í eldhúsinu. Las hana 3650 sinnum fyrir yngri systur mína og svo eflaust fyrir börnin mín síðar. Hún var svona frækorn í mínum huga.

Þekki sjálfa mig það vel að eftir því meiri þörf sem ég hef fyrir ný föt, er ég óánægð með eitthvað annað í lífinu!

Hmm... tengist þetta eitthvað kóngafólksumræðunni? Veit það ekki, en þetta kveikti a.m.k. þetta minni hjá minni.

Knús og takk fyrir að koma með svona skemmtileg efni til að pæla í!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.