Leita í fréttum mbl.is

Músík í myndum

Það er langt síðan að ég hef eytt svo löngum tíma í sjónvarpsgláp og það á íslenskum þáttum.  Fyrst var það evróvisjón undirbúningurinn á RÚV, með Palla í brúnni.  Algjör eftiröpun reyndar frá sænsku þáttunum sem Eiki var í, í fyrra og undanfarin ár, en það kemur ekki að sök.

Sko, ef lögin hugnast mér ekki, þá mjúta ég sjónvarpið og hlusta svo með athygli á panelinn.

Ég hef nefnilega afskaplega litla ánægju af lögunum en settöppið í kringum þáttinn er svona félagslegt fyrirbæri, þó maður sitji bara með sjálfum sér heima í stofu.  Allir sameinast í heitri bæn.  Látum Ísland vinna.

Svo horfði ég á hátíðina í Háskólabíó, hlustendaverðlaun FM957.  Gaman að því.  Páll Óskar rakaði til sín verðlaununum.  Á þau örugglega skilið en ég er ekki með smekk fyrir þeirri tónlist heldur.

Mér fannst hins vegar gaman að hlusta á Ný-danska og Gus-Gus.

Restin var til uppfyllingar fyrir mig.

Af hverju glápir maður á sjónvarp?

Ég veit það ekki, en stundum er það bara gaman.  Ekki öðruvísi.´

Vindurinn gnauðar eins og að hausti.  Hér beinlínis hriktir í öllu.

Ég held að ég fari tímanlega í rúmið.

Góða nótt rúslurnar mínar.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta FM957 dæmi og Evrovision þáttur Páls Óskars fór framhjá mér.  Áhugi minn fyrir þessum fyrirbærum er 0%.  Þess í stað hlustaði ég á nýjustu plötu "industrial metal" hljómsveitarinnar Ministry,  sem að vísu er ekki alveg nógu góð.

Jens Guð, 4.5.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góða nótt krúslan mín. Takk fyrir spjallið í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2008 kl. 00:30

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sá ekkert sjónvarp í kvöld, hefði alveg viljað sjá Ný Dönsk, og Gus Gus. Bara af því að það er svo langt síðan ég sá til þeirra listamanna síðast.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn mín kæra

Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 06:56

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er búin að gefa sjónvarpinu mínu sumarfrí frá og með deginum í dag þar til annað verður ákveðið.   Sunnudagskveðja héðan úr sveitasælunni.

Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælar, sá ekkert sjónvarp í gærkveldi, var í Borgarleikhúsinu að sjá sýningu með Ladda, yndisleg og frábær sýning.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:40

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég horfði með báðum augunum á Jack Nicholson í ,,About Schmidt" í gær og svo smá á Svalbarða með öðru. 

Maður horfir á sjónvarp af því maður byrjar að leggjast/setjast í sófann og getur ekki staðið upp úr honum aftur.. og/eða  hefur ekki ,,mátt" til að ýta á ,,off" á fjarstýringunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 09:47

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Hehe, þessi greining þín er nokkuð nærri lagi.

Ásgerður: Er hún ennþá á fjölunum?  Vá hvað hún er búin að ganga lengi.  Ekki skrýtið samt.

Ía: Flott.

Jónína: Góðan daginn sjálf mín kæra.

LG: Gus-Gus voru óheyrilega flottir.

Jónsí mín: Sömuleiðis rúslan mín og svo verðum við að fara að hittast. 

Jens: Þú varst reyndar ekki að missa af miklu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband