Leita í fréttum mbl.is

Alkaleg útskýring - Ójá

03 

Það er afskaplega alkaleg hegðun að útskýra ofdrykkju sína eftir fyllerí með því að rýna í áfengistegundina. 

Ég verð svo full af vodka, ég ætti að skipta yfir í gin, eða hvítvín, eða rauðvín, eða rauðvín og bjór.  Þá verður þetta í lagi.

Það voru meira að segja haldin námskeið hér á landi, fyrir ekki svo mörgum árum síðan, þar sem fólki var "kennt" að drekka eins og menn.  Það fer ekki miklum sögum af árangrinum.

Ég hef verið þarna, trúið mér.

Ég er líka ein af þeim sem var ekki búin að borða nógu mikið og varð þess vegna röflandi full. Eða þá að sólin skein, ég var döpur, ég var glöð og svo mátti áfram telja.  Það má segja að ég hafi verið heppin, því ofdrykkjan var að mestu leyti inn á heimilinu.  Vó, hvað ég hefði lent illa í því, gott fólk, ef ég hefði sofnað út af á djamminu.  Sjúkkit.

Það er því alveg ferlega krúttlegt og um leið sorglegt að lesa um Rúmenska manninn sem lagði fram formlega kvörtun undan bjórnum sem hann drakk.  Hann varð pissfullur af einum bjór.  Sem sagt, eitthvað að bjórnum.

Það væri líka tryllingslega fyndið ef það kæmi í ljós að einhver hyskinn starfsmaður hefði blandað þennan eina bjór með spíra, bara "for the hell of it" en þá ét ég auðvitað trefla vinkvenna minna.

Jenný Anna, talar frá átakasvæðinu, allsgáð og í fínum málum að sjálfsögðu.


mbl.is Kvartað yfir áfengisáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko ég kann alveg að drekka og hef aldrei numið fræðin. En stundum er ölið eitthvað undarlega sterkt og gerir mann svolítið skrítinn í höfðinu og hálf valtann á fótunum.

Það mætti alveg fara yfir þessi mál, hvort menn séu að svíkjast um, og hafa ölið svona missterkt.

Þröstur Unnar, 2.5.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kannast aðeins við þessar afsakanir, var sjálf komin í rauðvínið og var svo alveg gapandi hissa á því að verða sauðdrukkin af 1 til tveimur glösum (rétt var flöskur!), ég var algjör hænuhaus eða ekkert búin að borða, spurning hvern maður var að reyna að plata

Huld S. Ringsted, 2.5.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sem er að fara í partý í kvöld og gestgjafinn saði við okkur í vinnunni í morgun þegar hún heyrði af undan partýum fyrir hennar partý að það væri í laggi að koma ófullurþví það gæti líka verið skemmtilegt!

Edda Agnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Það er þetta með drykkjuna, sumir kunna að fara með vín aðrir ekki.  Ég er t.d. afskaplega hrifin af rauðvíni og hvítvíni.  Held að hrifning mín sé komin á alvarlegt stig.  Er mjög meðvituð um að það er ekki eðlilegt að ein flaska af rauðvíni hverfi svona eins og hendi sé veifað.  Skil bara ekkert í þessu.  Þá ber ég á borð afsakanir eins og þessa.  Þetta rauðvín var alveg sérstaklega gott eða eitthvað í þeim dúr.  En fyrir tveimur vikum ákvað ég að drekka bara hvítvín og ætla að halda mig við það.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.5.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað eru allar svona 'skýringar' tómt bull.

þegar ég er lítið svangur, borða ég minna en þegar ég er mikið svangur.

nú er ég ekki átfíkill, heldur hætti ég að borða þegar líkaminn segir stopp og ég er saddur. mismikið innbyrt, eftir svengd. gæti ég það ekki og héldi ég áfram að borða, ætti ég við vandamál að stríða.

sama á við um áfengið. 'venjulegt' fólk hættir að drekka þegar það er orðið drukkið. þá hefur líkaminn fengið nóg og eðlileg viðbrögð hans eru að draga úr lönguninni. stundum eftir lítið magn og stundum eftir meira. hinsvegar má vel vera að magnið stjórnist af þáttum eins og hvort viðkomandi er svangur eða þreyttur. þá stoppar viðkomandi drykkjuna fyrr ef hann þolir minna og öfugt.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þekki ekki marga sem hafa 100% stjórn á drykkjusiðum, og örugglega ekki ég. Er hress fyrir en verð OFVIRK með áfengi, svo ég er farin að skera niður. Hef átt mín moment sem ég er ekki stolt af, en held það sé og vona, að það sé liðin tíð! Er hægt að vera 5% alki ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.5.2008 kl. 15:52

7 identicon

Ég hef bara einu sinni orðið ofurölvi á ævinni, og það geri ég ekki aftur. Ógeðsleg tilfinning.. bjakk.

En ég þekki þessa hlið á víndrykkju allt of vel því miður. Með því að horfa upp á mína nánustu verða fyrir barðinu á því.

Knús á þig Jenný Anna.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:08

8 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta er auðvitað allt saman klassík, að kenna of litlum mat eða svefni um, vitlausri tegund af áfengi, einhver annar blandaði og viðkomandi áttaði sig bara alls ekki á styrkleikanum o.s.frv. Mitt uppáhalds er "þetta hlýtur að vera þessum sterku lyfjum að kenna. Það má víst ekki drekka ofan í þau."

Je ræt, eins og góð kona segir stundum.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.5.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er svo fegin að vera laus við alkó-hólið og gott Jenný mín að þú hélst þig mikið heima, það gat ég ekki...ut vil ek... að daðra td.

Eva Benjamínsdóttir, 2.5.2008 kl. 18:44

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá það er allt til

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 19:08

11 Smámynd: Laufey B Waage

Já margt er mannanna bölið og misjafnt sopið ölið.

Laufey B Waage, 2.5.2008 kl. 23:52

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, það er nú samt vel hægt að drekka án þess að það verði að vandamáli...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband