Fimmtudagur, 1. maí 2008
Í gargandi gír
Dagur þverbrotinna prinsippa er senn á enda liðinn. Hann var dásamlegur auðvitað og ævintýrin biðu eftir mér við hvert horn.
Ég byrjaði og endaði í Hagkaup í Holtagörðum, eftir að hafa verið leidd burt í járnum eftir grun um mögulegan búðarþjófnað. Ekki alveg, en nærri því. Við tökum þetta í réttri röð.
Ég skveraði mig til, fór í hálæana, úr þeim aftur, speglaði, greiddi, málaði, skipti um kjól, fór úr honum aftur (búðarferð er biggdíl, þegar maður hefur varla farið út í viku vegna hita). Ég sættist á dásamlegan kjól sem dró fram massaðan og fagurlimaðan líkamann. Þegar ég gekk inn í verslunina, stoppuðu allir, hálsar snérust og það heyrðist hvíslað úr öllum áttum; þarna er hún, þarna er hún. Nokkrir féllu í öngvit.
Ók, taka tvö. Ég fór í Hagkaup með miða, verslaði eins og motherfucker, og á leiðinni út, pípti á mig í hliðinu. Í fyrsta sinn á ævinni. Mér fannst þetta spennandi, enda blásaklaus, til tilbreytingar, og ég spjallaði glaðlega við öryggisverðina sem höfðu nálgast mig ógnandi. Sá ég glitta í gasbrúsa? Ók, þetta var misskilningur, konurnar fóru yfir málið og báðu mig afsökunar. Mér varð litið á húsband. Hann var rauður í framan, svona vandræðalegur. Þá rann upp fyrir mér að það er ekki sniðug hugmynd til félagslegs samneytis að láta taka sig á þjófapípinu. Frrrrusssss!
Ég hundskaðist út í bíl. Afskaplega glöð og ánægð. Það fer ekki langri sögu af gleði eiginmannsins, en hva, ég skemmti mér.
En ég vildi bara segja ykkur að ég keypti mér stórar náttbuxur, örugglega í karladeildinni, ég veit það ekki, stórköflóttar og þær eru þægilegar.
En það er óþægilegt að ganga fram hjá spegli. Mér bregður. Ég garga.
Okí?
Cry me a river.
Líf mitt er vonderfúll.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2986834
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ertu mössuð???
Er þér eitthvað að förlast í tískufílingunni. Næst segirðu okkur að þú hafir keypt þér ÚLPU !!!
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:29
Nei ég er ekki mössuð, en mér fannst það svo flott að skrifa það. Hehe.
Úlpa, aldregi, aldregi. Over my dead you know.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 22:31
Já það lúkkar flott að skrifa mössuð
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 22:48
Ég er ekki ennþá búin að fá mér stórköflóttar stórar náttbuxur (örugglega úr karlmannadeildinni) en hef skoðað þær nokkrum sinnum en ég er þó búin að fá mér úlpu af illri nauðsyn
Huld S. Ringsted, 1.5.2008 kl. 22:48
Að fara í búðir er eitthvað sem mér líkar mjög illa. Það þýðir bara að ég verð krónunum fátækari fyrir vikið því ég á það til að kaupa endalaust eitthvað handa ömmuprinsinn minn eitthvað sem er algjör óþarfi. Að láta taka sig á pípinu er algjör hryllingur, lenti í því í New York sem er mín draumaborg árið 1987. Var á ferðalagi með fjölmiðlafræðinemum Háskóla Íslands og brá mér í búð til að kaupa jólakjóla á eldri dóttur mína og tvær systurdætur mínar. Fékk ég þessa fína prinsessukjóla á kúk og kanil og greiddi fyrir þá með mínu korti og hélt mína leið. En viti menn í næstu búð sem ég kom inn Í fór allt að pípa. En sem betur fer var ég með allar kvittanir sem sönnuðu að borgað hafði verið fyrir kjólana. En Guð minn góður að lenda í Pípi í New York er ekkert grín.
Ég skil þig Jenný mjög vel.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.5.2008 kl. 22:48
Mér finnst þetta bara gott á þig-fyrst þú ert að fara í Hagkaup á 1.maí en ekki í gönguna með mér og mínum!
María Kristjánsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:55
Var opið í Hagkaup!!! Taktu mynd af konu í náttbuxum. Setja á veraldarvefinn.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2008 kl. 22:58
Hehehhehehe tekin í hliðinu með köflóttan náttfatnað! Nú garga ég, hehehe .... hef sjálf lent í því að vera tekin í hliðinu sárasaklaus auðvitað, en þar sem maður stendur flissandi og lætur grandskoða pokaskjattana standa hinir viðskiptavinirnir með svona aumkunarsvip haldandi höndum þétt að síðunum og hugsa, æ grei konan ætli hún sé með stelsýki hehehehhe .... I love it, eða næstum því...
Ía Jóhannsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:56
Ég elska köflóttar náttbuxur.....segi kannski ekki að þær séu smart en andskotanum þægilegri
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:29
Þú ert snillingur að vanda
Steinn Hafliðason, 2.5.2008 kl. 01:23
Hmmm...að vera tekinn í hliðinu hljómar nú ekki mjög spennandi, myndi frekar vera tekinn einhvers staðar annars staðar - þannig séð náttúrulega. Ég skil húsband þitt mjög vel, enda sér fólk sem horfir á svona uppákomur ekkert annað en sekt og ræningjapakk. þegar maður lendir í svona í sakleysi sínu - er maður þegar dæmdur sekur/þjófur af þeim sem horfa á uppákomuna.
Náttbuxurnar hljóma svona frekar eins og framhald af því að hafa verið "tekin" í hliðinu - og verið settur á bakvið rimla - en hugsanlega eru buxurnar samt góðar fyrir hjartað, enda styrkir það að hrökkva við í tíma og ótíma. Vonandi eru mjög margir speglar í þínum híbýlum elskulegust.. Eigðu yndislegan föstudag og njóttu þess að spranga um á þeim köflóttu á morgun.
Tiger, 2.5.2008 kl. 02:12
Var þjófavörnin kannski að mótmæla stórköflóttu náttbuxunum ?
Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 06:20
Algjör snilld eins og alltaf
Knús
Helga skjol, 2.5.2008 kl. 07:17
Já mynd af náttbuxum með massaðri konunni innan íMagga massi hvað?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.