Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Dulbúin auglýsing á Mogga - ekki kúl
Fjarskiptafélagið Nova er með auglýsingu á síðunni minni og ég sit uppi með það eins og aðrir Moggabloggarar, hvort sem mér líkar betur eða verr, nema að sjálfsögðu að ég greiði fyrir að hafa auglýsinguna úti. Það dettur mér ekki í hug að gera og því er hún þarna og gargar á mig í hvert sinn sem ég fer inn á síður, á annars ágætu bloggsvæði Moggans. Annars líð ég ekki beinlínis fyrir þetta, en þið vitið hvað ég meina.
En við misstum hana Betu Rónalds, vegna þessa. Það er súrt.
En halló Mogginn! Það er ekki góð blaðamennska er það að skrifa "fréttir" sem eru ekkert annað en auglýsingar.
Þarna er ný gjaldskrá og fyrirkomulag símafélagsins tíundað í þessari mjög svo vafasömu frétt.
Ef Bónus lækkar verð á kjötfarsi eða gefur blöðrur, á ekki að birtast frétt um það, samkvæmt þessari hugmyndafræði?
Og ég blogga við fréttina. Fíbbblið ég en ég get ekki stillt mig.
Mér finnst þetta alveg ferlega hallærislegt.
Nóva, Smóva, þið platið mig ekki. Ég er hjá Hive.
Þessi færsla er í boði Vodafón.
Nei djók.
Ekkert gjald fyrir símtöl innan kerfis Nova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég varð nú var líka um að Síminn var með DULDA AUGLÝSINGU LÍKA þegar þeir fóru upp hvannadalshnúk.. Sem er hálfskondið að fólk fór að bölva mér fyrir að halda því fram þar til að maður sem var að hjálpa þeim við hana viðurkenndi það fúslega að þetta væri auglýsing.
Brynjar Jóhannsson, 30.4.2008 kl. 17:57
..þetta komment er í boði Bónus !
Sunna Dóra Möller, 30.4.2008 kl. 18:06
kvitt kvitt í bodi Hagkaupa
María Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 18:18
Veistu það að ég tek bara ekki eftir þessari auglýsingu frá NOVA nema einvher minnist á hana.
Þetta var í boði Lindu litlu.
Linda litla, 30.4.2008 kl. 18:24
Afhverju ert þetta ekki frétt ? Þetta er eitthvað sem getur komið sér vel fyrir fólk .. Á Rúv var frétt í gær held ég um að Vodafone hafi hækkað verðskránna sína um 4.4%... Ef bensín hækkar eða lækkar um krónu kemur það í fréttum ..
Og talandi um bónus .. Ef þeir færu að gefa aftur mjólkina eða gefa lambakjöt eða eitthvað .. Heldurðu að það kæmi þá ekki í fréttum ? Mér finnst þessi frétt eiga alveg rétt vegna þess sem ég sagði í byrjun.. Þetta er eitthvað sem gæti komið sér vel fyrir þá sem hafa áhuga á því að nýta sér þetta ..
Varðandi auglýsinguna .. á bloggar.is er dæmið eins, þú þarft að greiða nokkrar krónur ef þú vilt auglýsinguna burt .. En þú borgar ekkert fyrir að tjá þig á þeirra miðlum, hvorki mbl.is blogginu né bloggar.is þannig að mér finnst þetta alveg lágmark að þeir fái að smella einni auglýsingu á síðuna, þar sem það kostar slatta af peningum að halda úti serverum fyrir stórar blogg þjónustur..
En ef þú ert svona ósátt við þetta eru margir aðrir möguleikar í boði, þú gætir fengið þér jenny.is eða eitthvað þessháttar og sett upp Wordpress og bloggað eins og þú vilt án auglýsinga, og jafnvel selt þínar eigin.. En mig grunar að þú sért svona "dæmi gerður mogga bloggari" sem bloggar bara á mbl.is vegna þess að þar er einfalt að fá umferð inná bloggið, og oftar en ekki tjáir þig í þeim tilgangi að tjá þig frekar en að þú hafir eitthvað að segja.
gfs, 30.4.2008 kl. 18:46
eins og Brylli bendir á var birt 'frétt' um fjallageitur Símans, sem tæplega getur talist frétt. þessi 'frétt' sem þú bloggar um er hinsvegar alveg úr kortinu og er Moggamönnum til mikils vansa, vilji þeir á annað borð láta taka sig alvarlega sem alvöru og óháða fréttamenn.
Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 18:56
Vodafone á Nova.. Nova lækkar gjaldskrá Vodafone hækkar gjaldskrá... humm
Aldís (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:05
Jebb Gifsi. Það er hollt og gott að geta tjáð sig stundum án þess að hafa nokkuð að segja. Veit af eigin raun.
Prufaðu bara.
Þröstur Unnar, 30.4.2008 kl. 20:15
Leiðrétting... Nova er í eigu 29. ríkasta manns bretlands. Björgólfs Thors
Ingvar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:28
Ég sá nú líka fréttatilkynningu að Vodafone væri að hækka gjaldskránna sína. Svo er það algengt að þegar stórfyrirtæki hækka eða lækka verð fyrir þjónustu eða skrifa undir þjónustusamninga að það kemur í fréttum. Það kemur í fréttum þegar bankar hækka vexti, afhverju ekki þegar annað fyritæki rukkar minna fyrir þjónustuna sína. Má bara flytja fréttir af verðhækkunum ? Svo þykir mér ágæt sem neytenda að það séu fluttar frétti af því hverjir eru að bjóða ódýra þjónustu.
Svo þetta dæmi með þegar síminn var að skirfa undir samninginn sinn. Það er ekkert einsdæmi að það séu fluttar fréttir af þegar það eru gerðir stórir samningar, fólk tók bara eftir þessu þar sem það var skrifað undir samninginn upp á fjalli. Þetta virkaði greinilega þar sem þið tókuð eftir því.
Bjöggi (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:23
þetta er ekki "dulbúin" auglýsing. þetta er bara auglýsing.
þór Ómar Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:24
Veistu það Jenný að það er mjög dýrt að reka svona bloggsvæði. Þú þarft að hafa forritara í vinnu, fullt af tölvubúnaði, fjarskiptatengingar o.s.frv. Mér finnst því mjög sanngjarnt að Mogginn fái að auglýsa á bloggsíðunum okkar því við skrifum þar ókeypis, geymum myndir og lesum blogg annara. Ef þeir gætu ekki auglýst á síðunum myndum við þurfa að borga fyrir að blogga, viltu það frekar?
Þorsteinn Sverrisson, 30.4.2008 kl. 22:27
Bíddu bíddu.
Er í lagi að það komi fréttir þegar síminn og vodafone hækka verðskrána en ekki þegar NOVA lækkar?
Jónas (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:43
Alveg er það makalaust að heyra fólk kvarta undan auglýsingum! Jenný! Fyrirtæki þurfa að selja og markaðssetja sína afurðir, mér þætti forvitnilegt að vita hjá hvaða fyrirtæki þú ynnir hjá. Þarf það fyrirtæki kannski ekki að selja sína vöru eða þjónustu! það er árið 2008 og mbl.is er fyrirtæki sem er framarlega á sínu sviði, og bíður þér að blogga endurgjaldslaust! í guðana bænum bloggaðu annars staðar ef þetta fer svona í taugarnar á þér.
Helgi Kristinn Jakobsson, 30.4.2008 kl. 23:17
Helgi: Í guðanna bænum róaðu þig. Sumir kvarta yfir veðri, aðrir yfir dýrtíð, aðrir yfir kvefi. Nú valdi ég að láta þetta fara í taugarnar á mér, ekki missa kúlið. Lífið heldur áfram.
Jónas: Það geta verið þúsund dulbúnar auglýsingar í gangi útum allt og ég ekki tekið eftir þeim. En ég sá þessa og þess vegna bloggaði ég um hana. Svona, svona.
Þorsteinn: Ég er búin að segja að ég læt þetta yfir mig ganga afþví ég vil blogga hérna. Capiss?
Bjöggi: Skil þig.
Þór Ómar: Góður.
Aldís: Segðu.
ÞU: Ég veit ekki með þig en ég hef alltaf eitthvað að segja. Muhaha
Brjánn: Við sammála og það ekki í fyrsta skipti.
Gfs: Þig grunar bara og grunar. Merkilegt.
Nú meika ég ekki að svara afgangnum af athugasemdum en takk öll fyrir umræðuna.
Þessi athugasemd er í boði særingamannsins
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.