Leita í fréttum mbl.is

Sódóma

Í visi.is gefur að líta frétt um úttaugaða íbúa í miðborg óttans.

Ég hef vissa samúð með þessu fólki, enda hef ég verið í sömu sporum, ekki einu sinni heldur tvisvar.

Ég bjó á Þingholtsstræti, nánast við Bankastræti. Það var á seinni kafla djammárana, þegar ég var í öflugum rómans með núverandi húsbandi.  Stutt á kránna og stutt á tún bæjarins, hvar við sátum í keleríi og drukkum alls kyns ólyfjan.  Á horninu var sú öflugasta bassatromma í heimi og ég sofnaði við búmmbangið alla daga, einhvern tímann undir morgun.

Svo flúðum við en létum okkur ekki segjast og komum aftur.  Orðin skver eins og venjulegt fólk og fluttum með opin augu, reynslunni ríkari og alls ekki tilbúin að læra af henni, á Laugaveginn.

Þar var migið utan í húsið.  Blönduðu kórana fyrir neðan svefnherbergisgluggana hef ég reynt að gera ódauðlega á blogginu, með ítrekuðum færslum.  Það var gubbað á útidyrnar, kúkað bak við hús og fólk eðlaði sig bæði fyrir framan og aftan.  Jájá.  Oftar en ekki lá við stórslysi þegar ég var í leið til vinnu á morgnanna, glerbrotin biðu eftir mér við útidyrnar.

Ég segi, mér var nær.

Við hverju býst maður þegar maður vill búa í miðjum suðupotti?  Í hringiðunni sjálfri?  Næstum inn á skemmtistöðum?  Ég held að maður geti ekki með nokkurri sanngirni búist við fuglasöng og dirrindí á nóttunni, amk. ekki þannig að það yfirgnæfi gleðilæti Reykvíkinga.

Við komumst við illan leik, farin á taugum, með lager af eyrnatöppum og svefnpillum, eftir umsátrið í hjarta borgarinnar, upp fyrir snjólínu.  Ég fór ekki í miðbæinn í fleiri mánuði eftir útrásina úr Sódómu.

Það sem ég er að reyna að segja hérna er einfaldlega þetta.  Opnunartími skiptir einhverju máli auðvitað og ég held að það eigi alls ekki að lengja hann.  En Íslendingar "skemmta" sér eins og villimenn.  Þeir veina, slást, pissa þar sem þeir eru staddir, þeir æla þegar þeir eru komnir með ónot af löglegum og ólöglegum efnum í líkamann og þeim finnst gaman að syngja.

Það þykir svo fínt að búa í Miðbænum.  Það er inn, svo hipp og kúl.  En ef fólk gengst upp í því, sem ég gerði sjálf (og það kostaði mig nánast geðheilsuna) þá verður að taka hinu góða með skítnum.

Svo gott fólk.  Sættist við umhverfið eða flytjið ella.

Ég lifði það af og gott betur.

Frétt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf kæra mig um að búa í miðbænum, kem þar ekki einusinni nema kannski nokkrum sinnum yfir árið - í desember aðallega. Mér finnst ótrúlegt að heyra hve mikið fær að grassera í friði, að því er virðist, þarna í kringum elítuna í miðbænum. Ósóminn í mörgu er til skammar líka.

Allavega - sjálfur myndi ég aldrei flytja þangað. Eigðu ljúfan dag Jenný mín.. þú óborganlegi daðrari - hahaha - á bletti miðborgarinnar sér maður hér eftir Jenný liggja með húsbandi í keleríi og daðri. Yndislegt bara.

Tiger, 30.4.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má ég þá frekar biðja um sveitarómansinn hér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Loksins - orð í tíma töluð..... Hipp hipp húrra!  Loksins segir einhver sannleikann......  Mér hefur nefnilega alltaf fundist það svo skrítið þegar fólk kvartar - yfir eigin vali á búsetu.  Auðvitað þarf að taka í hnakkadrambið á skítseiðum, ríðurum og mígildum - en "if you make your bed - sleep in it".....!!!  Æ læk ðis færsl!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst best að búa í úthverfi, myndi ekki fyrir mitt litla líf flytja í Reykjavík center! Hef búið fyrir ofan snjólínu nánast allt mitt líf og ef ég flyt þá verður það bara lengra í burtu....máské bara burt úr borg óttans.....maður getur aldrei sagt, aldrei á þessum síðustu og verstu !

Sunna Dóra Möller, 30.4.2008 kl. 13:20

5 identicon

Ég var á Bókhlöðustíg.Mikið var pissað á mitt hús.Þeir sem sváfu í Gistiskýlinu pissusu í hornið hjá eldhúsglugganum mínum.Ég fíla þetta hverfi en mundi ekki fyrir nokkurn mun vilja búa þar í dag.Er orðin fín úthverfa frú og  kirkjurækin

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Gunna-Polly

það myndi ekki breyta neinu þó skemmtistaðir loka fyrr fólk hangir í bænum samt að búa í miðbæ þýðir hávaða og læti það segir sig sjálft bjó lengi og ólst upp í 101 en bý við sundin blá núna (ps ekki á klepppi)

Gunna-Polly, 30.4.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er sammála þér með þetta, hef alltaf fundist það frekar skrýtið þegar fólk flytur á einhvern stað og kvartar svo og kveinar yfir staðnum, það á þá bara að flytja eittvert annað.

Bjó sjálf í mörg ár í miðbæ Reykjavíkur, fannst það alveg meiriháttar þrátt fyrir migelsi, kynlíf í garði, hávaða og drasl enda var ég sjálf á fullu í djamminu, mundi ekki vilja sjá að búa þar núna.................................ráðsett "sveitakelling" sko

Huld S. Ringsted, 30.4.2008 kl. 14:58

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég bý á Óðinsgötu og verð ekki vör við nein læti... Fólk sem þolir ekki miðborgarlíf á að búa í Grafarvogi

Heiða B. Heiðars, 30.4.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skrítið Jenný, en ég held að þetta sem þú lýsir hér fyrir ofan sé liðin tíð.  Ég bý í miðbænum og hef búið þar síðan á seinni hluta síðustu aldar. 

 - Mér finnst það góða við langan opnunartíma öldurhúsanna vera að fólk er hætt að haga sér eins og svín. - Því fólk kemst á WC fram á morgunn. Held líka að þar hafi aðgerðir lögreglu haft sitt að segja þegar þeir beittu og beita sektum við öllu úti pisseríi. 

 Held að þeir sem voru að djamma á okkar djammtímum séu hættir öllu útstáelsi og lagstir í kör.  Eða hættir villimannslegri hegðun. -  Og heimapartý eru svo gott sem úr sögunni allavega hér á miðbæjarslóðum. 

Það er öðruvísi ofbeldi sem fólk hræðist.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér þykir alltaf svo vænt um miðbæinn. Held samt að ég vildi ekki búa á Laugaveginum, samt svolítið nálægt. Það var t.d. fínt að vera í Verkó, á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar, stutt að labba niður í bæ. Þó neyddist ég til að fara út á Seltjarnarnes í pósthús og næstum því þangað í bókasafn seinni árin. Var á landamærum 107 og 101. Kaus þó í Ráðhúsinu. Mjög mátulegt þar og jafnvel nær miðbænum, held að Óðinsgata, Miðstræti, Grettisgata, Njálgata séu samt dásamlegir staðir til að búa á. En lýsingarnar þínar eru óborganlegar, bróðir minn bjó fyrir ofan skemmtistað á Laugavegi í nokkur ár og það var mikið stuð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:14

11 Smámynd: Benna

Ég bý á bárugötu og verð mikið var við fullt fólk og skrílslæti, mér finnst reyndar dáldið hart að ég sem bý ekki í miðbænum en rétt hjá honum þurfi að þola það að fullt fólk kemur og brítur allt og bramlar sem fyrir því verður þegar það er á leið sinni í niður í bæ, nú bara fyrir stuttu var rúðan í bílnum mínum brotin og það er bara brot af því sem gert hefur verið.

Það er ekki rétt Lilja að fólk sé hætt að míga út um allt, ég á oft leið hjá miðbænum um helgar og sé ég þá fólk mígandi hingað og ´þangað fyrir framan alla og er kvennfólk ekki þar undanskilið, nú bara síðustu helgi sá ég eina dömu rífa bara allt upp um sig sem sagt pilsið sitt og var hún greinilega ekki í naríum því svo settist hún á hækjur sér og meig og já hún var beint fyrir framan dyrnar sem labbað er innum til að borða á AMerican style?

Ég á rosalega erfitt með að skilja svona vanvirðingu fyrir umhverfinu .....ég meina það eru ælur, piss út um allt og þessa stelpu gat ég illa skilið, fram hjá henni löbbuðu fullt af fullum karlmönnum og hver veit hvað þeir hugsuðu þegar hún sat þarna og flaggaði öllu?

Veit ekki ég hef lengi búið í miðbænum og við hann og ég hef sjaldan séð eins mikla vanvirðingu fyrir umhverfinu og nú, finnst fólki þetta virkilega ok að míga bara þar sem það stendur sama þótt opið sé inn á klósett á hverjum einasta veitingarstað?

Það myndi þrælmikið lagast við það að stytta opnunartíma, fólk myndi þá vonandi drífa sig heim til sín og halda áfram fylleríinu þar...í staðinn fyrir að hanga niðri í bæ í marga klukkutíma eftir að það yrði lokað.

Benna, 30.4.2008 kl. 17:45

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvernig eigum við að breyta drykkjuómenningunni hérna? Ég skammast mín stundum fyrir að vera Íslendingur þegar ég sé suma landa mína bæði heima og erlendis. Mér fannst þetta líka ömurlegt þegar ég var sjálf alltaf á djamminu. Kannski eru þetta bara nokkrir svartir sauðir sem koma illu orði á okkur hin, ég veit það svei mér ekki. Það skortir samt mikið upp á alla virðingu hér hjá svo mörgum, það er ekki eðlilegt að kasta af sér vatni hvar sem er eða brjóta og bramla fyrir öðrum. Urrrr

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.4.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2987361

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband