Leita í fréttum mbl.is

Eilífar asskotans málamiðlanir

Ég er að drepast úr leti en er samt búin að afreka það að fara og passa yngsta barnabarnið mitt smá stund á meðan mamman skrapp aðeins.

Við sátum úti í sólinni ég og dúllan hann Hrafn Óli.  Hann var með basebollhúfu öfuga á höfðinu, og amman urlaðist í krúttkasti.  Mynd seinna.

En um daginn skrifaði ég eitthvað um að maður ætti aldrei að segja aldrei, enda hef ég margoft þurft að éta ofan í mig, mínar eigin yfirlýsingar.

Ég er reyndar ekki enn farin til Ameríku, en það er ekki vegna þess að ég var einu sinni svo mikill kommi, að ég vildi ekki fara þangað, því enn er ég nokkurskonar kommi en vill gjarnan fara til NY og New Orleans.  Út af músíkinni sko.  Hólímólí.  Ég hef bara ekki efni á að skreppa.  Þverbrotin yfirlýsing, í huganum gerir mig seka um málamiðlun við sjálfa mig.  Frusssssssssss.

En ég er dedd á því enn að kjósa ekki íhaldið, bara svo ég komi því á framfæri einu sinni enn.  No way Hosé.

En þegar ég las visi.is áðan brá mér í brún.  Það eru fleiri en ég sem éta ofan í sig alls kyns heitstrengingar.

Kolla Bergþórs (titluð stjörnublaðamaður á visi.is) er á leiðinni yfir á Moggann með Ólafi Steph.  Hún sem ætlaði aldrei þangað.  Þetta sannar bara það sem ég er að halda fram, sí og æ, lífið er ein andskotans málamiðlun.  Nema hvað.

Mér finnst Kolbrún skemmtilega skrýtin, sérviskunnar kona og aldrei fyrirsjáanleg.  Aldrei hefði mér dottið í hug að hún myndi t.d. fíla  bókina um negrastrákana, en hún varði hana kjafti og klóm.  Ég fatta ekki það sjónarmið en ég ber virðingu fyrir kerlunni.

Mogginn má vera lala heppinn ef ekki bara mjög heppin með að fá Kollu yfir til sín.  Hún er tvímælalaust fengur fyrir blaðið.

En nú er ég farin að huga að útför flugunnar ógeðslegu, sem var drepin hérna áðan, þar sem hún lá ósjálfbjarga á stofugólfinu, af manni sem ég þekki frekar náiðWhistling.

Megi guð vera kvikindinu náðugur og ég vona að hún mæti mér ekki í einhverju karmadrama þegar ég er öll.

Síjúgúddpípúl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka er alltaf að segja aldrei en samt geri ég það enda kölkuð.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér með Kolbrúnu, hún rótar í manni.  Getur fengið mann með sér og þvert á móti.  Annað kvort er ég klofinn persóna eða hún.

Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:50

3 identicon

Kolbrún er flott.Hvar var Humlan jörðuð?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kolbrún er flott! Það vill svo undarlega til að ég er yfirleitt sammála henni....

....man eftir einhverju viðtali við hana þar sem hún var að tala um strætóferðir og að hún gæti ekki lengur notað strætó til að fara í vinnuna á Fréttablaðið og hvað hún hló að því að strætóbílstjórinn hafði sagt við hana að hún yrði bara að fá sér vinnu á mogganum!

Hann hefur verið skyggn!!

Kem til með að sakna hennar úr Fréttablaðinu. Kolla og kúltúrinn! Uppáhalds.....  sé aldrei moggann.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 17:16

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér finnst Kolbrún frábær, kannski vegna þess að hún er svo ófeimin við að vera með eigin skoðanir held ég. Kemur þeim líka skemmtilega á framfæri.

Blessuð sé minning flugunnar  bzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.4.2008 kl. 17:33

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kolbrún er flott, verst að missa hana á moggann þar sem ég kaupi hann ekki!

Þetta með karma, ég er búin að drepa svo margar flugur um ævina að ég verð örugglega fyrir árás þegar ég færi mig um heima

Huld S. Ringsted, 28.4.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Bzzzzzzzz.......!

Mér finnst Kolbrún algjör töffari og les eiginlega alla pistlana hennar og annað sem hún skrifar, er stundum merkilega mikið sammála henni !

Sunna Dóra Möller, 28.4.2008 kl. 19:03

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svo finnst mér Kolbrún frábær.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 19:28

9 Smámynd: Linda litla

Aldrei að segja aldrei.

Blessuð sé minning flugunnar. Amen. Megi hún hvíla í friði.

Linda litla, 28.4.2008 kl. 19:42

10 Smámynd: Hugarfluga

Þessi fluga er í fullu fjöri og fílar Kollu í ræmur. Man eftir henni síðan ég var smástelpa og mér finnst hún ekki hafa breyst neitt síðan. Rekst á hana hverja einustu helgi sem ég er í túristaleiknum mínum í miðbænum og mér finnst það tilheyra.  Mynd ... krútt ... baseballcap ... núna!!

Hugarfluga, 28.4.2008 kl. 19:50

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kona með skoðanir. Ekki spurning. Kolbrún alltso. Þú líka dúllan mín. Það verður ekki af þér tekið.

Aldrei að segja aldrei.. lífsmottóið mitt.

Ég sé fyrir mér feita ferlíkið á gólfinu heima hjá þér (fluguna sko). Er samt ekki örugglega búið að fjarlægja það.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 19:53

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður er allt sitt líf að horfast í augu við það sem maður ætlaði aldrei að gera. Einu svoleiðis loforðin sem ég hef staðið við er að fara aldrei í ráðhúsið og aldrei í Perluna. Nú hótar sonur minn því að gifta sig í ráðhúsinu og halda veisluna í Perlunni!

Helga Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:24

13 Smámynd: M

Blessuð sé minning hennar +

M, 28.4.2008 kl. 20:41

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Allar mínar skoðanir eru svo bragðgóðar að ég ét þær oní mig any time

Bið fyrir kveðju til aðstandenda flugunnar.

Laufey Ólafsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband