Leita í fréttum mbl.is

RIP

HoneyBee 

Ég sat hérna í rólegheitunum áðan og las.  Jájá, bara lesandi á præm tæm, sko vinnutíma.  Ég er hyskin og ömurleg húsmóðir, ég veit það.

En aftur að mér þar sem ég sat og las skemmtilega bók.  Segi ykkur frá henni seinna.  Ég var með kaffibolla í hönd, sígarettu í munnviki, dásamlega sjarmerandi en það voru engin vitni að því.  Og ég heyrði suð, lágvært suð og ég hélt að Bördí Jennýjarson, sem hangir að venju uppi á bókaskáp, væri að prófa nýtt sánd.  Þess vegna var ég agjörlega kúl.

Suðið ágerðist, ég varð öll óróleg innan í mér.  Mér varð litið á jurtina ógnarstóru við stofugluggann og mundi eftir flökkusögu, sem kannski var ekki flökkusaga eftir allt saman.  Munið þið eftir sögunni um tarantúlluna sem átti að hafa fundist við rætur drekatrés eða svipaðrar jurtar? Hérna í höfuðborginni sko?  Djö.. sem það er óhugguleg saga.

En hvað um það.  Ég magnaðist öll upp í geðveikinni við tilhugsunina um að ég væri með risakönguló í þessari einu jurt sem tekist hefur að halda lífi í hérna við hirðina.  Ég var ein í húsinu, húsband við útréttingar út í bæ.  Það mátti heyra saumnál detta, fyrir utan suðið auðvitað.  Bördí var saklaus, því hann var sofandi upp á bókastafla.  Bzzzzzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist og það magnaðist og efldist.

Fæturnir voru við það að gefa sig.  Átti ég eftir að deyja hér, fyrst kvenna í Norðurálfu sem finnst myrt á heimlii sínu og morðinginn viðbjóðsleg tarantúlla?

Ég gekk á hljóðið vopnuð glasi.  Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz, bzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist nú greinilega.

Ég gekk fram á viðurstyggilega Humlu eða hunangsflugu sem eru svo sætar í bókum og þegar þær blogga (fluva, ég elska þig), en í návígi eru þær martröð skordýrahræddrar konur.  Flugan var 18 fermetrar á breidd og eitthvað svipað á lengd, og hún virtist ekki geta flogið.

Ég öskraði og hringdi í húsband og veinaði; komdu heim strax, það er Humla í stofunni.

Hann hélt nú ekki, var á bílaverkstæði að láta meta skemmdir á bíl sem komu á atvinnutækið um helgina.  "sjáðu um þetta sjálf kona, hvaða óhemjugangur er þetta?".

Ég er að skrifa þetta í lappanum inni í eldhúsi.  Ég er flúin þangað.  Símalaus og allslaus.  Mér segir svo hugur að ég hafi tapað fyrir skordýri.

Ég er gránduð á eigin heimili. 

Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz færist nær.

Ég þakka ykkur skemmtunina.  Lífi mínu er að ljúúúúúkkkkaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.

Rest in pease.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

M, 28.4.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það á að  taka vel á móti drotningunum.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...þetta hefur komið fyrir mig

Laufey Ólafsdóttir, 28.4.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ljósið í myrkrinu er: ef Humlan étur Bördí,  þá slær húsbandið tvær "flugverur" í einu höggi þegar hann kemur heim.  - Honum var þá nær að koma ekki í hendingskasti þegar líf þitt hékk á bláþræði Humlunnar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

takk fyrir að bjarga deginum

Jóna Á. Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta gerðist hér í stofunni minni í gær - tvisvar. Risastórt kvikindi sem gat varla hreyft sig. Það vildi svo vel til að hér var fullt af gestum, málið var afgreitt í snatri og þeirri óboðnu hent út. Hún kom aftur skömmu seinna og sama ferlið endurtók sig en þá var öllum suðurgluggum snarlega lokað.

Þeir eru ennþá lokaðir og ég á lífi...  

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Tiger

Hahaha ... endalaust skemmtileg færsla hjá þér Jenný. Mig rámar eitthvað í þessa kóngulóarsögu, væri ekki hrifinn af því að fá svoleiðist gest inn á mitt svæði. En, þú hugrökk að hlaupa til og reyna fyrst að mæta "hugsanlega tarantúlu" nánast óvopnuð, enda glas varla vopn gegn slíku kvekendi - nema þú hafir verið með banvæna blöndu af túllueitri í því til að gefa sopa.

Svo satt að þessi grey eru virkilega sæt í bókum eða teiknimyndum, sjáðu bara Mæju Býflugu. En það er ekkert annað en hvimleitt að hafa þessar stóru hlussur suðandi upp um allar gáttir inni í stofu hjá sér.

Knús í endalokin hjá - þér eða Mæju býflugu, hver svo sem þau verða sko!

Tiger, 28.4.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég væri líka lokuð inni í eldhúsi!!

Huld S. Ringsted, 28.4.2008 kl. 15:11

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað er þetta þær eru svo saklausar þessar elskur, eða þannig.
Jenný mín ég fékk eitthvað svaka eitur í fyrra á bensínstöðinni.
Sprayaði því innan á gluggafalsana og svo var ég líka úðandi þessu út um allt þannig að ég sá varla flugu inni eftir það, ég man bara ekki hvað eitrið heitir.
Ég er nú orðin of sein að segja góða skemmtun í eldhúsinu, því elskan  þín hlýtur að vera komin heim.

                                     Knús til þín Jenný mín
                                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 15:25

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvaða hvaða, ég sem fékk að sjá Ingu áðan í mýflugumynd!

Ég fékk að vera með hundinn hennar, hann Vask og fór með hann í labbitúr á Langasandinn á meðan Inga og Lóa systir hennar töluðu við ráðamenn á Akranesi vegna veikrar frænku. Þegar fína frúin úr Tjarnó kom aftur að heimta hundinn úr helju rennandi blautann upp fyrir haus eftir sjósund og hvaðeina og hann flaðrandi upp um fínu frúna og fór svo með fínu frúnni upp í fína forstórabílinn þar sem flugstjórafrúin beið þeirra! Svona var það nú

Edda Agnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:36

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð ógeðslega skemmtileg hérna.

Fluga dauð.  Steindauð.  Myrt að mínu undirlagi offkors.

Ég er sekari en fjandinn sjálfur og stolt af því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 15:38

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:26

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...hef lokast inni í svefnherbergi heilan dag út af skrímsli með vængi......það var ekki gaman !

Sunna Dóra Möller, 28.4.2008 kl. 17:07

14 Smámynd: Fríða Eyland

Maður drepur ekki hvað sem er Jenný, býflugur á að láta í friði sérstaklega nývaknaðar drottningar að vori. þær eru vita meinlausar og gera ekki neinum neitt en eru nauðsynlegar í blómgun og framvindu náttúrunnar. (Býflugan og Blómið)

Þú verður að taka þig á gagnvart pöddunum, ég meina kóngulær bíta flugur stinga, en ekki nývaknaðar býflugudrottningar þær eru táknmynd svima.

Taktu þér glas í hönd og blað í hina, hvolfdu glasinu yfir pödduna og reyndu blaðinu undir, snúðu glasinu við og notaðu blaðið fyrir lok, hentu síðan kvikindinu fram af svölunum eða eitthvað útí frelsið.

p .s. /það þýðir lítið að fara á taugum og missa glasið við minnstu hreyfingu fangans (litla) bara að að anda djúpt ofaní magann og einbeita sé, ég veit að þú getur þetta kona...

Barráttukveðjur 

Fríða Eyland, 28.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986840

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.