Leita í fréttum mbl.is

Eins og mammasín

20080416215110_5 

Ég lærði að lesa 5 ára og hann Óli frændi kenndi mér.  Hann fjárfesti í stafrófskveri og við tókum staf á dag.  Þann dag sem ég gat kveðið að fyrsta orðinu TÁ, varð ég yfirmáta hamingjusöm, enda man ég atvikið ennþá.  Ég elska þetta gamla kver og verð öll mössímössí innan í mér þegar ég tek það fram og skoða.  Gamli maðurinn átti eftir að kenna frumburðinum mínum að lesa líka, á samskonar kver, en Helga mín var rétt 4 ára gömul þegar hún fór að kveða að. 

Við Jenný Una erum að læra að lesa.  Þ.e. hún er að læra að lesa, ég er í heví upprifjun.Whistling

Það eru breyttir tímar og ég er að nota Stjörnubækurnar svokölluðu við heimakennsluna, en þær eru bæði skemmtilegar og hvetjandi.  Stjörnur og verðlaunapeningar í formi límmiða, fylgja með bókunum.  Bækurnar eru ætlaðar 3-5 ára börnum.

Í kvöld vorum við að skoða stóra A og litla a.  Jenný þekkir a, því það stendur fyrir amma.  Við ræddum heimspekilega saman um stóran og lítinn staf. 

Jenný: Akkurru er litla a ekki eins og mammasín?

Amman: Það er svolítið eins og mamman, en samt aðeins öðruvísi, eins og þú sem ert lík mömmu en samt aðeins öðruvísi.

Jenný: Aha, en litla a má ekki hlaupa burt frá mömmu sín og týnast, neei, það má alls ekki.

Amman: Alveg rétt Jenný mín.

Jenný: Því þá þarf löggan að koma og leita að litla a-inu.

Amman steinþagði og hugsaði með sér að löggan væri smá bissí í öðrum verkefnum þessa dagana.

Nú sefur nemandinn í litla rúminu sínu og á morgun förum með hana í íþróttaskólann í KR-heimilinu og þá á að veita verðlaun fyrir dugnað barnanna á íþróttabrautinni í vetur.

Farin í kollhnís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært :)

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er þetta falleg og skemmtileg frásögn.  Og dásamleg tilsvör  litla lestrarhestsins.

Gleðilegt sumar og takk fyrir alveg hreint yndislega pistla, sem hafa verið hver öðrum betri í vetur. 

Hafðu það gott um helgina og vonandi nýtur litla nafna þín verðlaunastundarinnar í KR á morgun.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.4.2008 kl. 02:58

3 identicon

Ammasín að fara með Jennýsín í íþróttir .Yndislegar stöllur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 06:40

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 26.4.2008 kl. 07:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér þætti gaman að sjá þig taka kollhnís

Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hugsa ég mundi jafnvel veita þér verðlaun

Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 08:36

7 identicon

Kennsla fyrstu árin er mjög mikilvæg. Ætlum við séum að meta það?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:38

8 Smámynd: Hugarfluga

Gott að byrja daginn á krúttkasti! Áfram KR!

Hugarfluga, 26.4.2008 kl. 10:37

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njótið dagsins.  Jenný Una er yndislegt krútt.

Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2008 kl. 10:38

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 26.4.2008 kl. 11:11

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Krúttkast!!  Hún er algjör perla hún nafna þín

Huld S. Ringsted, 26.4.2008 kl. 11:25

12 Smámynd: Helga skjol

Yndisleg þessi unga dama bara þvílíka krúttið

Helga skjol, 26.4.2008 kl. 12:03

13 Smámynd: Tiger

Þetta var yndislegt að lesa Jenný mín. Börnin muna mjög lengi hve ömmurnar og afarnir voru þeim góð. Þú er það sannarlega, dásamlegt þegar afar og ömmur hafa tíma til að hlúa að börnunum sem oft þurfa svo mikla athygli að það hálfa myndi yfirkeyra harðasta mann. Yndisleg færsla og svo ljúf.

Tiger, 26.4.2008 kl. 17:19

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg færsla Jenný.

Helgarknús til þín.

Marta B Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 18:33

15 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég var líka fimm ára þegar ég lærði að lesa. En löngu áður hélt pabbi að ég væri búin að læra að lesa. Ég var nefnilega svo hrifin af bókinni um Lappa litla (sem var vinur Snúðs og Snældu) að pabbi varð að lesa bókina fyrir mig aftur og aftur Að því kom að ég kunni hana utanað. Svo einn daginn las ég fyrir pabba. Fletti á réttum stöðum og allt. Pabbi varð ákaflega stoltur og hélt ég væri orðin læs! Í ljós kom að þetta var eina bókin sem ég gat lesið. En ég bætti upp fyrir það því þegar ég tók fyrsta prófið í sex ára bekk gat ég strax lesið yfir 200 atkvæði á mínútu enda hafði ég ekki nennt að bíða eftir skóla til að læra að lesa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband