Föstudagur, 25. apríl 2008
..og svo fóru bloggheimar af stað..
Ég horfði á viðtalið við Láru Ómarsdóttur í Íslandi í dag. Mér finnst hún ferlega flott stelpan. Þarna tók hún ábyrgðina á mistökunum, hikstalaust og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar.
Mér finnst reyndar þetta mál engan veginn svo alvarlegt að Lára þurfi að segja upp. Ég trúi henni þegar hún segir þetta hafa verið kaldhæðni og að það hafi aldrei átt að heyrast.
Ég held að Lára ætti að endurskoða sína uppsögn.
En að öðru. Þegar málið var rætt, bæði í Íslandi í dag og svo í Kastljósinu, þá heyrðust setningar frá spyrlum sem dæmi:
"Einhverjir bloggarar" og
"svo fóru bloggheimar af stað". Dæs.
Það er ekki laust við að mér finnist að fjölmiðlamenn séu margir rosalega pirraðir út í bloggara. Eins og það að blogga geri mann að ótýndum lýð,.
Kannski hugsa sumir með eftirsjá til þeirra tíma, þegar almenningur hafði ekki tök á að láta rödd sína heyrast, ég veit það ekki.
Við sem bloggum erum misjöfn og öll gerum við mistök. Ég persónulega ét mín ofan í mig þegar ég fer offari, eða leitast að minnsta kosti við að gera það.
En Lára Ómarsdóttir á virðingu mína óskipta. Svo má hún hætta við að hætta.
Og nú hef ég lokið máli mínu... í bili.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvers konar bull vellur uppúr þessar manneskju. Eftir að hafa horft á Láru í kastljósinu og á stöð 2 núna áðan, þá er ég sannfærður um að hún sé of hrokafull til að taka ábyrgð. Harkaleg orð, vissulega, en þegar manneskja setur sjálfa sig upp sem eitthvað fórnarlamb með tali sínu og fasi þá þykir mér það ekki fínn pappír.
Hugsið ykkur að kalla þetta grín, og fréttastjóri stöðvar 2 tekur undir það líka. Þetta er ekkert grín, þetta er gamallt trikk fjölmiðlamanna til að fá þær fréttir og þær myndir sem þeir vilja fá. Málið er bara að láta ekki ná sér.
Hún var gripin í bólinu og það þýðir ekki að vera með fórnarlambsstæla og segja "ég er fimm barna móðir... bla bla bla" og "ég geri þetta ekki nema að vel íhugðu máli....". Það er alveg pottþétt að hún er komin með vinnu eða einhver loforð um slíkt. Fimm barna móðir segir ekki upp útaf smotteríi eins og þessu nema það sé eitthvað sem hún á sem backup. Ekki nema hún sé svo vel gift einhverjum manni sem er með milljónir á mánuði til að halda henni og krakkahernum uppi. Það er víst gott að búa í Mosfellsbænum.
Svo toppaði hún þetta með því að hikksta, hika og sýna öll merki óöryggis með sína sannfæringu þegar hún var að lýsa þessu gríni sínu bæði í kastljósinu og sérstaklega á stöð 2 kom hún illa út.
En að segja að þetta hafi verið "lélegur kaldhæðnishúmer sem almenningur skilur ekki". Það er HROKI og þess vegna kalla ég hana of hrokafulla til að taka almennilega ábyrgð.
Fréttastjóri stöðvar tvö átti að reka hana undir eins. Þannig hefði hann bjargað trúverðugleika stöðvarinnar.
Loopman, 25.4.2008 kl. 20:15
Heyrðu, vandaðu orð þín. Ég ætla ekki að fara út í heitar umræður um það sem ég var að horfa á og ég sá engan hroka, konan minntist ekki á hversu mörg börn hún ætti, það gerði spyrillinn. Lára tók ábyrgð, það er flott. Mér finnst hún eigi ekki að þurfa að hætta störfum vegna einna mistaka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 20:18
Þú hefur ekki horft á bæði stöð 2 og rúv. Hún kom rosalega illa út á stöð tvö. Kíktu bara á það á netinu þegar það kemur inn, ef það er ekki komið nú þegar. Afsögn er ekki það sama og ábyrgð. Sjáðu bara Árna Johnsen. Hann er gerði aldrie neitt rangt, allir voru vondir við hann. Þetta er svipað, þó ekki eins öfgakennt. Mér finnst það vera hroki þegar hún segir að "almenningur" skilji ekki einhvern kaldhæðnishúmor. Nota bene Jenny, þá er hún að tala til þín rétt eins og mín. Hún er að segja að við séum ekki nógu gáfuð til að skilja húmorinn. HYBRIS SEGI ÉG. Það varð Forngrikkjum að falli og einnig Láru. Mín orð eru ekki ógætileg, þau eru beinskeitt og þrungin sannleika.
Loopman, 25.4.2008 kl. 20:23
Ég var í sambandi við Láru í dag og veit að hún hætti án þess að hafa nokkurt í höndunum um atvinnu.
Þegar hún talar um húmor sem almenningur ekki skilur hefur það ekkert með gáfur að gera. Hún að útskýra sérkennilegan húmor stéttar sinnar sem hefur myndast af sérstæðu eðli starfsins sem oft getur verið erfitt fyrir utanankomandi að skilja.
Það er líka til sérstakur læknahúmor og prestahúmor og enginn hroki fólginn í því að reyna að útskýra það.
Ég er nú búinn að hafa atvinnu af glensi í 49 ár og hef kynnst því að glens í einu landi eða einu byggðarlagi getur verið ólíkur húmor á öðrum svæðum.
Þegar Sumargleðin fór út á land á sínum tíma vorum við með ýmsa brandara í farteskiinu, sem höfðu gert sig vel í borginni um veturinn en gerðu sig ekki úti á landsbyggðinni og við urðum að sleppa og gera nýja í staðinn.
Síðan var það öfugt þegar við komum til baka. Þá skildu borgarbúar ekki sumt af því nýja sem við komum með í bæinn.
Þetta hefur ekkert með gáfur að gera, heldur mismunandi aðstæður.
Ómar Ragnarsson, 25.4.2008 kl. 20:44
....og þegar ný blogg hafa verið skrifuð ... o s frv
eru það bloggheimar skv þessu sem eru vinnuveitendur konunnar?
- Mér finnst alveg rétt hjá henni að segja upp. Trúverðugleiki er oft of léttvægur í okkar samfélagi, bæði hjá fjölmiðlamönnum og ekki síður hjá stjórnmálamönnum. Ef hún var að grínast þá var hún að gera það á röngum stað og tíma.
Margar stargfsgreinar þurfa að gæta orða sinn við störf sín, tökum dæmi heilbrigðisgeirinn, fjármálageirinn, já og fyrrnefndir... fjölmiðlafólkið og stjórnmálafólkið. Það er og á að vera sjálfsagður hluti af starfinu að kunna að bíta í tunguna á sér með það sem manni dettur í hug þó fyndið sé. ;)
Marta B Helgadóttir, 25.4.2008 kl. 20:45
...var að vitna þarna fremst í fréttamanninn á Stöð 2 ...
Marta B Helgadóttir, 25.4.2008 kl. 20:48
Ég er sammála þér Jenný. Ef allir tækju allt svona alvarlega þá færi allt í vitleysu og þetta yrði hreinlega tíska. Það að axla ábyggð á þennan hátt myndi verða MARKLAUST. En það er t.d. orðið þannig í dag að engin má segja neitt um neinn eða neitt öðruvísi en einhver móðgist og jafnvel snúi út úr til að láta vorkenna sér. Allir orðnir ofur viðkvæmir.
ha ha (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:04
Við erum öll mannleg og gerum Öll mistök,Guð minn góðurog ég er ekki sammála að hún hefði átt að segja uppog það er ekki hægt að líkja saman mál Árna Jonsen og hennar Láru Ómasrdótturalveg út í hött
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2008 kl. 21:14
Já þessar nafnlausu hetjur og hver um sig með sína brennandi réttlætiskennd.
Lára Ómarsdóttir ber líklega meiri virðingu fyrir starfi sínu en settur dómsmálaráðherra gerði þegar hann skipaði dómarann á Akureyri í vetur.
Árni Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 21:40
Ég stend fullkomlega með Láru.
Þið ættuð bara að vita jökulkalda húmorinn sem á sér stað á einum minna vinnustaða. (væntanlega vilja flestir hér reyndar alls ekki vita af honum). Spurning um að lifa af í starfi og taka ekki of mikið inn á sig.
(sá reyndar ekki Stöðvar 2 viðtalið)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 21:45
Ég er kunnug Láru.Þessu með eggin hefur hún væntanlega hent fram í kaldhæðni og aulahúmor.Henni er vel treystandi og er frábær fréttakona.Mikill missir af henni úr fréttamennsku.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:46
Ja það er eins gott að hinir heilögu bloggarar hlusti ekki á mig og mína félaga spjalla saman í vinnunni, ég segi ekki meira en það.
Ragnheiður , 25.4.2008 kl. 22:04
Með því að segja upp, sýnir hún að hún tekur trúverðugleika sinn alvarlega. Sök hennar var að mínu mati ekki mjög alvarleg en eins og hún segir sjálf, þá snýst starf fréttamanna um trúverðugleika og traust.
Lára er maður að meiru og hjá mér hleypur hún upp virðingarstigann og það eru æði margir frammámenn í þjóðfélaginu, sem mættu taka hana sér til fyrirmyndar. Ég vil sjá hana í fréttamannastöðu sem fyrst, því henni mun ég trúa og treysta í framtíðinni.
Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:15
Til Ómars:
Þú sagðir meðal annars: "Ég var í sambandi við Láru í dag og veit að hún hætti án þess að hafa nokkurt í höndunum um atvinnu."
Ok, ég tek þeirri skýringu þinni þar sem ég veit að þú þekkir meira til en ég af augljósum ástæðum.
Svo segirðu aftur: "Þegar hún talar um húmor sem almenningur ekki skilur hefur það ekkert með gáfur að gera. Hún að útskýra sérkennilegan húmor stéttar sinnar sem hefur myndast af sérstæðu eðli starfsins sem oft getur verið erfitt fyrir utanankomandi að skilja."
Þetta get ég ekki tekið alveg gilt án smá gagnrýni. Ég skil þetta með húmorinn innan stétta, og ber mikla virðingu fyrir þinum húmor Ómar. Enda hefurðu skemmt mér mikið gegnum árin. En að þetta hafi verið húmor innan stéttar er ekki rétt að mínu mati. Það eru tvær ástæður fyrir því:
1. Það bara gengur ekki upp eftir að hafa séð myndbandið, heyrt upptökuna og með mína þekkingu á fjölmiðlum þá veit ég að þetta eru aðferðir sem eru notaðar víða til að "ná fréttinni". Ég myndi gera það líka svona, En hinsvegar myndi ég ekki viðurkenna það opinberlega eða láta nappa mig eins og Lára gerði. Með öðrum orðum, ef maður ætlar að brjóta lög eða reglur, ekki láta ná þér. Þá er það þinn trúverðugleiki að veði. Maður þarf ekki að spila eftir reglunum alltaf, en ef maður er tekinn með hendina í kökukrúsinni þá á maður að viðurkenna það. Ekki halda því fram að þetta hafi verið grín.
2. Miðað við hvernig hún lét, sérstaklega á stöð 2, og þá reyni ég að horfa í gegnum stress og hita augnabliksns, þá sýndi hún öll merki þess sem ekki er sáttur við sína skýringu. Hik, stam, átti erfitt með að orða hlutina, öll hennar líkamstjáning var þannig.
Ég stend við mína skoðun enda búinn að rökstyðja hana. Þó er ég enn á því að halda því fram að almenningur skilji þetta ekki sé sagt "á mjög vanhugsaðan máta". Það gengur ekki að halda því fram að aðrir séu bjánar í stað þess að viðurkenna eigin mistök. Að viðurkenna að hún ætlaði að fá einhverja til að henda eggjum til að ná mynd að því hefði gert hana skothelda hetju í mínum augum. En þessi afsökun sæmir henni ekki.
Kæri Ómar, ég vona að þú takir þessari skýringu minni, þó svo við séum kannski ekki sammála.
Svo smá til Árna Gunnarssonar. Þó ég sé nafnlaus og blogga oftast með talsverðu offorsi og látum, þá er það ekki vegna þess að ég veit ekki betur eða er einhver bjáni. Heldur nota ég bloggið sem ákveðna satýru og harða gagnrýni sem ég get ekki notað dags daglega vegna minnar prívat persónu og atvinnu.
Bestu kveðjur,,, óvenju kurteis Loopman
Loopman, 25.4.2008 kl. 23:00
Ég á eftir að sakna Láru mikið, hún er ein skemmtilegasta fréttakona landsins, finnst mér. Vona að hún komi fljótt á skjáinn aftur. Skil hana alveg að hafa sagt upp en vildi samt gjarnan, eins og þú, að yfirmenn hennar hefðu staðið betur við bakið á henni og helst harðbannað henni að hætta. Þú ættir að heyra húmorinn í vinnunni minni stundum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:03
Það er létt að vera ókurteis og fela sig bak við nafnleysið. Og þá enn léttara að vera kurteis, eins og Loopman telur sig vera að þessu sinni.
Loopman misskilur hluti hrapallega þegar hann heldur að hann komi ákveðinni satýru og harðri gagnrýni á framfæri með því að fela sig. Hann verður nefnilega marklaus með öllu.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 25.4.2008 kl. 23:08
ég heyrði í henni í Kastljósinu. ég heyrði eggjaummælin en sá ekki myndina sem þeim fylgdu á miðvikudag og sá þ.a.l. ekki glottið.
ég man eftir Láru úr Álftó í gamla daga og miðað við karakter hennar og húmor þá, sem ég efast að hafi breyst svo mikið, er ég ekki í nokkrum vafa um að þetta var djók hjá henni.
Brjánn Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 23:14
Hæ Ragnhildur. Hvað skítkast er þetta útí nafnleysingja? Passaðu þig að ég klagi ekki í DoctorE sem er sá alræmdasti og segi honum að þú sért að stríða mér. Það er ekki fallega gert. (snökt, grát...)
Nafnleysi er ekki það sama og markleysi. Svoleiðis ummæli dæma sig sjálf. Ég er ekki að missklja neitt. Hins vegar þegar öll rök þrjóta og ekkert er eftir nema reiðin og pirringurinn það byrja persónulegar árásir á persónu annarra, rétt eins og þú gerir hér við mig.
Ég var krafmikill í fyrsta bréfi, kurteis í svari mínu til Ómars og núna er ég bara hissa. Hissa á því að ég sé kallaður ómarktækur, ókurties og að ég misskilji sjálfan mig hrapalega. Allt vegna þess að ég er nafnlaus. Ég skora á þig að koma með góð rök gegn svari mínum pósti og svari til Ómars. Án þess að nafn mitt komi þar eitthvað málinu við. Ég stend og fell með því sem ég segi, ekki með því hver ég er. Svar mitt til Ómars sýnir ótvírætt að ég get rætt málin á rólegum nótum og yfirvegðum, en ég er ekki með skítkast útí ákveðna hópa fólks (nafnleysingja á blogginu í þessu tilfelli). ÞAÐ ERU FORDÓMAR.
Loopman, 25.4.2008 kl. 23:48
Ég get ekki fallist á að ég hafi verið með persónulegar árásir á þig. Til að árás geti talist "persónuleg" verður einhver persóna að liggja að baki.
Hver ert þú? Hvernig getur þú staðið og fallið með því sem þú segir, þegar enginn veit hver þú ert? Þú ert einmitt að fela þig til að þurfa ekki að axla ábyrgð á eigin skoðunum.
Það er mitt álit á nafnleysingjum. Þú mátt alveg kalla það hvað sem þú vilt. Ég missi ekki svefn yfir því. Hvers vegna ætti ég að gera það? Hver ert þú?
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.4.2008 kl. 00:02
Ég sá bæði viðtölin við Láru í kvöld og fannst hún koma vel út úr þeim. Finnst skýring hennar að þetta hafi verið húmor í samtali við tæknimann vera bæði trúverðug og eðlileg. Mér finnst að hún hefði ekki átt að segja upp, þar sem hún er ein besta fréttakona landsins, en virði það við hana og vona að hún fái frábært starf sem allra fyrst.
Svala Jónsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:03
Til Ragnhildar:
Hvað í fjandanum kemur þér það við hvað viðkomandi sem tjáir sig á bloggmiðlum heitir. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það fólk sem ætlar að setja einhver bönd á internetið sem er einmitt vettvangur skoðanaskipta og gagnrýni án þess maður þurfi að gefa upp kennitöluna sína. Hverju breytir það fyrir þig ef þú veist hver viðkomandi er og hvað ætlarðu að gera. Fara í meiðyrðamál kannski eins og tískan virðist vera orðin hérna á skerinu.
Ef fólk er með skítkast út í einhvern, þá er þeim sem fyrir því verður ekkert sjálfsagðara en að svara fyrir sig!
Ef þú þolir ekki að fólk tjái sig á netinu án þess að gefa upp kennitöluna, farðu þá bara til Kína eða Sádí Arabíu þar sem fjölmiðlum er stjórnað að þínu skapi.
Djöfuls óþolandi tuð um að þurfa alltaf að gefa upp hver maður er ef maður dirfist að hafa skoðun á einhverju!
Ég er ekki að mæla með ómálefnalegri umræðu eða skítkasti út í náungann en svona óþolandi jarm eins og í Ragnhildi þoli ég ekki. Ég hef fullan rétt á að tjá mig hér eins og hver annar án þess að þurfa að gefa upp hver ég er!
nafnlaus (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:10
Það er alls engu við þetta að bæta. Þarna liggja öll rökin gegn nafnleysi
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.4.2008 kl. 07:19
Mér finnst það vafasamt að koma með persónulega gagnrýni á fólk og hana óvægna, án þess að láta nafns síns getið. Að því leyti er ég sammála Ragnhildi.
Þetta með klikkaðan húmor hm.. ef ég hefði náðst á mínum neyðarlegustu stundum með það sem ég hef látið út úr mér, byði ég ekki í það.
Og hver var hinum megin á línunni.
Ómar: Takk fyrir þitt innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 07:49
Kæri nafnlaus: Takk fyrir stuðninginn. Orð í tíma töluð.
Ragnhildur Sverris. Hvernig stendur á því að manneskja sem er búin að starfa sem blaðamaður í 23 ár og nýkomin með lagagráðu úr háskóla sé allt í einu farin að berjast gegn nafnleysi. Á þínum blaðamannaferli áttirðu aldrei neina heimildamenn? Sem ekki komu fram undir nafni?
Þú ert menntuð manneskja með mikla reynslu af því að vernda heimildamenn, en að dæma menn bara vegna þess að þeir koma ekki fram undir nafni er bara bjánaskapur. Hefur þér dottið í hug Ragga mín að við þekkjust talsvert? Nema hvað að þú veist ekki að ég er Loopman.
Svo ég geri eins og þú segir að ég megi gera: "Þú mátt alveg kalla það hvað sem þú vilt. Ég missi ekki svefn yfir því. Hvers vegna ætti ég að gera það? Hver ert þú?"
Ég er sá sem kallar þig hræsnara. Hvers vegna geri ég það? Svarið er einfalt. Það er alveg ótrúlegt dómgreindarleysi og gríðarleg hræsni af manneskju í þinni stöðu að kalla ákveðna hópa aumingja og ómarktæka og ókurteisa. Það er svona eins og færi að kalla allar lesbíur trukkalessur. En það myndi mér aldrei detta í hug. Mér er alveg sama hvor einhver er lesbía, svertingi, múslimi eða nafnleysingi. Það eru skrif viðkomandi sem dæma sig sjálf.
Það er í raun forkastanlegt af lögfræðingi að tala með svona foróma undirtón.
Loopman, 26.4.2008 kl. 09:34
Jahérna það er eins gott að kaldhæðni húmorinn sem viðgengst í mínum vinahóp heyrist ekki opinberlega auðvitað hendir maður oft einhverju framm sem engin meining er á bakvið bara fyndni. Full mikið gert úr þessu.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:42
Kaldhæðni getur verið hættuleg Eyrún.. best að fara varlega :)
Loopman, 26.4.2008 kl. 10:09
Ég er sammála þér, mér finnst Lára vera kona að meiri eftir þetta og hún á mína virðingu! Það mættu fleiri axla svona ábyrgð á eigin mistökum í íslensku samfélagi!
Sunna Dóra Möller, 26.4.2008 kl. 11:41
Æ, fyrirgefðu Jenný, það var ekki meiningin að starta einhverju rifrildi við nafnleysingja á blogginu þínu.
Örstutt, Loopman: Finnst þér ekki skjóta skökku við að þú notir upplýsingar um mig til að reyna að færa rök fyrir máli þínu? Jú, ég var blaðamaður, ég las lög og ég er samkynhneigð. Þú sérð ástæðu til að byggja ályktanir þínar um mig á starfi mínu og menntun. Auðvitað geta aðrir ekki gert slíkt hið sama í þínu tilviki, því enginn veit hver þú ert. Er ekki töluverður tvískinnungur í þessu?
Og ekki þekkir þú mig neitt náið, fyrst þú veist ekki að ég er aldrei kölluð Ragga. Ég man í reyndar í svipinn eftir 3 einstaklingum sem þrjóskuðust við að kalla mig þetta, en ætla rétt að vona að þú sért ekki einn þeirra. Og þarna skýtur tvískinnungur þinn aftur upp kollinum: Þú lætur eins og þú búir yfir drjúgum upplýsingum um mig, af því að við eigum að þekkjast. En gefur öðrum ekki færi á hinu sama um þig.
Vernd heimilda fréttamanna er allt annar handleggur en nafnleynd á bloggi. Heimildamenn sem njóta nafnleyndar leggja fram staðreyndir sem varpa ljósi á mál. Þú leggur fram skoðanir þínar.
Ég ætla ekki að munnhöggvast meira við skugga.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.4.2008 kl. 15:50
Ragnhildur: Í góðu.
Loopman: Þú ert alveg að koma þér á bannlista á blogginu mínu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 16:44
Mér finnst ekki skjóta skökku við að nota upplýsingar um þig sem ég fann á þinni bloggsíðu. Þegar þú ert búin að því þá eru þetta orðnar opinberar upplýsingar og þú ættir ekki skammast þín fyrir þær. Það er þitt val að setja þetta á netið.
Að nota upplýsingar um þig er ekki tvískinnungur. Ég kýs að hafa mínar upplýsingar ekki á lausu. Ég var ekki að læra sönnur á mál mitt, ég var einfaldlega að segja að ég gæti gert það sama og þú gerir, það er að tala um ákveðna hópa á ákveðinn hátt. Það geri ég ekki.
Það virðist engu skipta hvað ég segi, heldur einungis að ég sé að blogga nafnlaust.
Jenny darling (eins og Pétur Kristjáns orðaði það hér einusinni) þú ræður hvort þú bannar mig eða ekki, þú hefur þann rétt.
Áður en slíkt gerist þá Þætti mér vænt um að vita hvers vegna. Ég kom með innlegg hér í byrjun, gott og vel. En þegar málið fór að snúast um mig sem nafnleysingja og það ég sé sakaður um að vera ómarktækur, ókurteis þegar ég var það ekki, og fleira í þeim dúr, á að banna mig fyrir það?
Það er ráðist að mér og öðrum nafnleysingjum á þinni spjallrás fyrir það eitt að vera nafnlausir. Ef ég verð bannaður hér, þá er ástæðan einungis ein. Ekki nafnleysið, heldur sú staðreynd að ég er ekki sammála þér og þínum vinum.
Ritskoðun hefur aldrei gert neinum gagn. Hvað næst, brenna bækur? Brenna dúkkur af nafnlausum bloggurum?
Ég er einungis að verjast ásökunum þeirra sem ekki þola nafnleysingja. Á að banna mig fyrir það. Ég notaði ekkert særandi eða illa meint til að sanna mál mitt. Ég segi það aftur. ég sagði að ég gæti gert það.
Þar sem ég lærði í útlandinu (hey.. viti menn, bara info um mig, og ég fór í skóla líka) þá var skilgreiningin þessi:
To have a chip on ones shoulder. Eða; You have a chip on your shoulder. Sem leggst út svona... Ég segi "láttu ekki eins og bjáni" og þessi með chippið svarar... "ertu að kalla mig bjána".
Vona að þetta svari þessu. Og PS Ragnheiður, þetta með Ragga dæmið.. well.. það mátti reyna :)
Njótið daxins það sem eftir er... ég er farinn að fá mér ís.
Loopman, 26.4.2008 kl. 17:17
Ég er sammála þér Jenný, mér finnst að hún ætti að endurskoða uppsögn sína. Málið var alls ekki svo alvarlegt að hún þyrfti að hætta, en hún sýndi mikinn manndóm í sér þó að axla ábyrgð á því sem hún lét falla þarna. Líka sammála mörgum um að sannarlega hefðu fleiri í þjóðfélaginu taka hana sér til fyrirmyndar og axla ábyrgð.
Tiger, 26.4.2008 kl. 17:45
Ég er ekki að ráðast að nafnleysingjum Loopman, hef marg oft sagt að ég virði það að sumir treysta sér ekki til að koma fram undir nafni. En það er óþolandi þegar fólk er með árásir á fólk undir nafnleysi og skýlir sér auðvitað á bak við það.
Tiger: Rétt og satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 19:33
Hvern hef ég ráðist á? Ekki á þig, ekki á Láru Ómars, ekki á Ragnhildi.
Ragnhildi svaraði ég bara, rétt eins og þessi nafnlausi sem svaraði henni líka. Mér leikur forvitni á að vita hvern ég hef ráðist á?
Bíð eftir svari,
Bestu kveðjur frá Loopman
Loopman, 27.4.2008 kl. 01:20
Mjá mjá
Gleðilegt sumar til þín Jenný og takk fyrir veturinn...
Fríða Eyland, 27.4.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.