Leita í fréttum mbl.is

Pjúra, andskotans aukaverkanir!

Þegar kjöraðstæður myndast, eins og núna, þegar bílstjórar mótmæla og löggan hagar sér eins og fífl, skríða smámennin úr holum sínum og reyna að nýta aðstæðurnar til að fá útrás fyrir ofbeldiseðlið.

Þetta er eins og með lyfin.  Pjúra aukaverkanir.

Það ætti að skammast sín, fullorðna fólkið sem notaði aðstæður í gær, þegar mótmælt var og í dag þegar bílstjórar ætluðu að sækja bíla sína, að fara fram með ofbeldi.

Svo er mér sagt að fréttakona á Stöð 2 hafi heyrst í beinni útsendingu á útvarpsstöð, gera tilraun til að sviðsetja fréttir.  Það er alvarlegt mál.  Skelfilega alvarlegt mál ef rétt reynist.

Það mál hlýtur að verða skoðað.

En það er einhver ofbeldisalda í loftinu, fjárinn hafi það.

Væri hægt að fara fram á það við lögreglu og borgara að sína á sér betri hliðina?  Þetta ofbeldi er gjörsamlega óásættanlegt.  Hefur fólk aldrei heyrt talað um aðferðir Ghandis?

Harmurinn er að við Íslendingar erum nýskriðnir út úr torfkofunum og kunnum ekki einu sinni að haga okkur í mótmælum.  Eða, eins og ég sé það, löggan og sumir borgarar kunna ekki að haga sér. 

Löggan ætti að vita hvað 2 ára barnabarnið mitt er hrifið af þeim.  Jenný Una ber svakalega virðingu fyrir löggunni, "aþí þeir passa böddnin ef þau týnast".

Þessi þjóð er ekki nógu kosmópólítan.  Það lagast ef við göngum í EvrópusambandiðWhistling

Jeræt.

 

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Æi...ég er svo sammála þér, ég er einhvern veginn hálf miður mín yfir þessu! Sammála þér með aðferðir Gandhi....það var líka aðferð JK, ofbeldislaus andstaða! Ofbeldi elur af sér ofbeldi og þetta er aldrei farsæl leið til árangurs!

 Vona að þú sért að njóta sumardagsins fyrsta !! 

Sunna Dóra Möller, 24.4.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrét Jenný, aukaverkanirnar eru slæmar......gleðilegt sumar!

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 17:03

3 identicon

Ég er með aukaverkanir af flensunni.. er að drepast í bakinu af legunni í sófaskriflinu    Myrkarverur eru alltaf til ama.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Hugarfluga

Finnst þetta mál allt hið daprasta og ræð ekki við að finnast bílstjórar hafa staðið hræðilega illa að þessum mótmælum sínum. Vona samt að lausn finnist á málinu áður en eitthvað enn alvarlegra gerist en nú þegar hefur gerst.

Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála, Jenný mín, gleðilegt sumar og takk fyrir alla skemmtunina í bloggheimum í vetur.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:32

6 Smámynd: Tiger

Múgurinn sem heldur uppi óreglu og æsingaröldu - í kringum ákveðin mótmæli - er á engan hátt að mótmæla einu eða neinu, slíkur múgur er eingöngu - og algerlega eingöngu - kominn á svæðið til að slást, espa lögguna og fá útrás fyrir einhverri falinni "slagsmálahneigð!"...

Burt séð frá hvort lögregla er að bregðast við á réttan eða rangan hátt í ákveðnum mótmælum - á Slíkt fólk á enga virðingu skilið og á skilyrðislaust að handtaka og fangelsa eða sekta duglega.  Slíkur múgur er mun meira en aukaverkanir að mínu mati - og slíkt fólk eyðileggur góð mótmæli og skemmir mikið út frá sér. En, annars segi ég bara pass svo sem...

Tiger, 24.4.2008 kl. 19:20

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tveir litlir gúbbar voru að ræða saman hér á heimilinu í morgun:

,,Hvort ætlar þú að vera góða löggan eða vonda löggan" ? .. Þeir fylgjast vel með.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband