Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Hamslausar sumarkveðjur
Gleðilegt sumar ALLIR. Enginn er undanþeginn einlægri ósk minni um gleðilegt hlýtt og fallegt sumar ykkur til handa. Megi ævintýrin og hamingjan ofsækja ykkur fram á haust.
Ég er að pæla í trú. Ég er að pæla í Guði. Ég á mér nefnilega minn prívat guð og hann er ekki viðkvæmur fyrir dyntum mínum og óþolinmæði. Hann sér ekkert athugavert við ótta minn á trúarnötteríi og öðrum ofstæki. Sé guð sáttur þá er það í lagi, "take a chill pill good people".
Ég var að lesa fram á rauða nótt. Bók Ingibjargar Haraldsdóttur, "Veruleiki draumanna". Ég varð fúl þegar bókinn lauk, vildi lesa meira um þennan frábæra kventöffara sem fór í kvikmyndanám til Moskvu á sjötta áratugnum og bjó síðan á Kúbu. Konan er snillingur, hún er rithöfundur af guðs náð og hélt mér fanginni frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu. Nú þarf ég að negla mig yfir ljóðin hennar. Ráðlegg ykkur að lesa þessa bók. Lesa, lesa, lesa.
En aftur að trúarpælingum. Ég er í áreynslulausu sambandi við gussa. Þegar ég leggst til svefn er ég oftast alveg dauðþreytt, en af því ég var alin upp við að fara með bænaromsu, þá finnst mér að ég þurfi að gera það alltaf. Þetta er eins og að vera með brunatryggingu, maður borgar iðgjaldið, ef ske kynni. Varnaglarnir skiljið þið.
En svo díla ég við minn æðri mátt. Ég segi við hann þegar ég legst á koddann:
Guð, ég ætla að díla við þig. Ég sleppi "vertu guð faðir", "faðirvorinu" "vertu yfir" og ég tek æðruleysisbænina. Ég tek romsuna seinna. Erum við sátt með það? Ennþá hefur ekki komið mótmælamúkk að ofan.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Í votta viðurvist hef ég lokið bænum dagsins. Í kvöld er mér frjálst að sofna bænalaus og með saurugar hugsanir í höfðinu.
Later!
Eintóm hamingja ykkur til handa.
Újeeeeeeeeeeee
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2987255
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Jenný Anna og takk fyrir frábæra pistla.
Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 11:51
Gleðilegt sumar Jenný mín Ég er með æðruleysisbænina uppi á vegg í vinnunni hjá mér, ekki veitir af þegar ég díla við ungt fólk sem á við mismunandi erfiðleika að stríða og mig langar að hjálpa þeim öllum! Hvað þá að díla við sjálfa mig!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 12:00
Gleðilegt sumar ..... aftur
M, 24.4.2008 kl. 12:02
Gleðilegt sumar, Jenný og takk fyrir öll brosin og hlátursgusurnar - og allt hitt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:05
Góðan daginn gæska og gleðilegt sumar!
Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að díla við Guð, ég bið að heilsa Gussa!
Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:17
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 12:27
Það er komið sumar, sól í heiði skín, ... heyri ég sungið með flottri, dökkri, blúsaðri rödd í fjarska og svo æðruleysisbænin á eftir. Fullkomin blanda.
Gleðilegt sumar mín kærasta kæra - og mundu nú að koma reglulega yfir til mín í dag, smella á lagið góða í spilaranum, og syngja fyrir mig og alla hina bloggvinina.
Þú ert flott
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:45
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:53
Gleðilegt Sumar.......skemmtilegust í bloggheimum
Guðrún (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:29
Ég óska þér sömuleiðis hamingju, ævintýra og fallegs sumars Jenný mín. Takk kærlega fyrir góðan bloggvetur og skemmtilega pistla. Ég ætlaði nú reyndar að láta haustið koma með mín ævintýri og hamingju, enda byrjar "sumarfríið" mitt ætíð 1. September. Vonandi munt þú eiga yndislega gott sumar. Sumarknús og kram til þín ljúfust!
Tiger, 24.4.2008 kl. 14:23
Gleðilegt sumar.Guð er góður.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:36
Gledilegt sumar og takk fyrir frábæra pistla i vetur.
María Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:00
Gleðilegt sumar héðan frá Akureyri, til allra.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:03
Gleðilegt sumar !
Eigðu góðan sumardag, það sem eftir lifir !
pées....ég var í skrúðgöngu í Seljahverfi með skátum, lúðrasveit og alles...hvar varst þú !
Sunna Dóra Möller, 24.4.2008 kl. 15:13
Gleðilegt sumar jenný anna ég dílaði við við guð um árið ég stóð ekki vð minn hluta samkomulagsins hann hefur samt ekki sótt mig til saka fyrir það.
En annars líður mér vel að vita af guði eins og ég túlka hann.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:17
Gleðilegt sumar, elskan mín. Vona að sumarið verði gjörsamlega æðislegt hjá þér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:24
Gleðilegt sumar á þig og takk fyrir æðisleg blogg.
Ég gæti trúað að þinn guð og minn guð séu eitthvað skyldir.
Hafðu það sem best.
Kveðjur frá dk (landi blóma og skítalyktar)
Hulla Dan, 24.4.2008 kl. 15:38
Gleðilegt sumar Jenný mín og ég óska þér líka hamingju í massavís elskan Frábær pistill hjá þér Jenný, og nú eftir þennan lestur er ég barasta að drukkna í gleði og hamingju
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:56
Gleðilegt sumar :)
Sólrún J (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:09
Gleðilegt sumar elsku Jenný mín og takk takk fyrir vetruinn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.