Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Pálma að kenna
Það er Pálma að kenna að ég brest út í söng, hvern einasta sumardaginn fyrsta.
Sko, það er komið sumar, sól í heiði skín. Ég flippa út. Spurning hvort ég fái hann ekki lánaðan "live" frá Önnu, til að syngja fyrir húsband, svo ég endi ekki hérna alein með sjálfri mér bara.
Það þolir nefnilega engin að heyra í mér söngröddina, það brestur á fjöldaflótti.
Ég reyndi að komast í kór 9 ára og var látin syngja "Siggi var úti" og söngkennarakjéddlingin lét mig syngja eina fyrir framan alla. Ég var svo feimin, fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að röddin var/er eins og hjá dagdrykkju- og stórreykingamanni, þannig að ég komst ekki inn. Ekki Inga vinkona heldur, en hún söng mun verr en ég (segi sonna). Það var fyrsta höfnunin sem ég fékk í lífinu. Ég lagðist í rúmið. Andlega sko.
Það sem enginn veit, hinsvegar, að ég syng eins og næturgalinn sjálfur í huganum. Slaufur og alles.
Ég held stöðuga tónleika fyrir sjálfa mig og er yfirkomin af hrifningu og tilfinningum.
En einu sinni söng ég opinberlega, með vini okkar hjóna, ásamt húsbandi, viðlagið Aaaaaa-apótek. Passandi fyrir fyllibyttuna mig. Við stóðum og seldum áfengi á bar, sennilega fór jafn mikið magn ofan í hina syngjandi barþjóna og kúnnana sem við afgreiddum. (Böggi og Lísa þessi upprifjun er í boði hússins).
Þetta var áður en ég áttaði mig á að ég væri alki og ég var ekki í nokkurri einni einustu kvöl þarna á barnum og upplifði í fyrsta og eina skipti á æfinni að ég gæti sungið. Janis Joplin, snæddu hjarta.
En það er langt síðan.
Þegar húsbandið kemur út plötunni sinni, áður en hann deyr, ekkert miðilskjaftæði hér, þá er hann æstur í að fá mig á plötuna, sko bara í sekúndubrot, til að gera rödd mína ódauðlega. Hann segir að ég hafi ákaflega sérstaka rödd.
Meira að segja Jenný Una á það til að segja ákveðinni röddu þegar ég hef upp raust mína.
Amma, ekki syngja, þaer ekki fallegt!
En ykkur að segja er ég algjört fokkings söngséní.
Lalalalala
Það er komið sumar krakkar mínir, hafið það gleðilegt.
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2987255
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Jenný mín og þakka þér stórkostlega pisla og stundir á núna nýliðnum bloggvetri. Hlakka til að lesa þig og sumarævintýri þín í sumar! Mundu, við eigum ætíð að hlusta á börnin - þau eru svo einlæg og hreinskilin - en þó myndi ég í þínum sporum líka hlusta á húsbandið og gera röddu þína ógleymanlega fræga. Sumarknús á þig ljúfust.
Tiger, 24.4.2008 kl. 00:48
Gleðilegt sumar Jenný. Er einmitt að tala um sönghæfileika mína og dóttur minnar á minni síðu. Grobbið í okkur
M, 24.4.2008 kl. 01:04
Gleðilegt sumar mín kæra Jenný. Því miður get ég ekki reddað Pálmanum "live" Hann er horfinn út í sumarið með veiðistöngina, kemur með haustinu (seigisona). En lagið góða er komið í spilarann minn.
Svo er bara að tékka á því hvort við fáum ekki að vera saman í bakröddum næst þegar eitthvað verður fest á plast. Það má lengi láta sig dreyma
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:16
Blessuð og sæl frú Jenný Anna og gleðilegt sumar´!
Þú fyrirgefur, en þetta með að þinn ágæti ektamaður hyggist gefa út plötu fyrr en seinna, vekur meiri athygli hjá mér en sönghjalið í þér!
Hvernig yrði músíkin á plötunni?
Annars held ég nú, eftir að hafa heyrt í þér röddina, að þú gætir sem best verið fín blús- já eða djasssöngkona, bara spurning hvort Einar myndi ekki skóla þig aðeins áður, já, ef þess þá gerist nokkur þörf!?
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 01:21
Mér var líka hafnað, þegar ég reyndi að komast í barnakór í gamla daga. Mér finnst ég syngja vel en allir hinir eru ósammála mér Ég hef mjög gott tóneyra en það er víst ekki nóg, ég held ekki lagi segja sumir Ég skamma oft fólk sem syngur á barnum þar sem ég vinn, þá segi ég við það þetta er ekki söngur, þetta er hávaðamengun
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 01:36
Gleðilegt sumar Jenný mín
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 02:12
Endilega taktulagið labbaðu fremst í skrúðgöngunu á morgun og syngdu einhvað fallegt sumarlag .
Gleðilegt sumar.
Eyrún Gísladóttir, 24.4.2008 kl. 02:33
Gleðilegt sumar krúsindúlla!
Þess vegna segir Inga alltaf að hún kunni ekki að syngja (og bætir svo við, Edda þú syngur svo vel) með miklu meiri músík hæfileika en ég og með píanónám í farteskinu!
Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:37
Gleðilegt sumar og hafðu hugfast að það geta allir sungið, sumir syngja bara aðeins öðruvísi en aðrir
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 06:11
Gleðilegt sumar Jenný mín og þakka þér góð kynni og ætíð gefandi blogg, sama í hvaða formi það er.
Sumarkveðjur til þín og þinna
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 08:04
Gleðilegt sumar til þín Jenny
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.4.2008 kl. 08:23
Gleðiegt sumar kæra vinkona, og takk fyrir veturinn.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:35
Ég tek reglulega með Pálma eða án hans lagið sem ég man ekki hvað heitir en línan: Víða mætti vera meira um kærleika og ást......... yljar mér endalaust um mínar kölnuðu hjartarætur.
Eins gerir þú
Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 09:02
Gleðilegt sumar
Svanhildur Karlsdóttir, 24.4.2008 kl. 10:05
Gleðilegt sumar Jenný
Huld S. Ringsted, 24.4.2008 kl. 10:16
Hrönn: Þarfur boðskapur í línunni um kærleikann og ástina. Línan er úr Gleði og friðarjól en eru í fullu gildi allan ársins hring
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:17
Gleðilegt sumar, vúman og takk fyrir veturinn.
Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 10:25
Fluva: Sömuleiðis yndið mitt
Anna: Þegar húsband kom í nótt hlustuðum við á "sumarið" í spilaranum þínum og vorum nærri því farin að dansa, þ.e. ef húsband væri ekki dedd á því að "tuff guys don´t dance".
Gleðilegt sumar öll elskurnar.
Edda: Hehe, við Inga (hún roðnaði meira en nokkur annar sem ég hef þekkt um dagana og var svo feimin og mikið krútt) vorum svo leiðar. Seinna fauk hinsvegar í okkur svo um munaði, af ýmsum orsökum sem ég segi frá seinna.
Magnús Geir: Platan verður væntanlega blús og rokk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 10:37
Gleðilegt sumar Jenný og takk fyrir veturinn.
Farðu bara varlega með lögin hans Pálma.
Þröstur Unnar, 24.4.2008 kl. 10:37
Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn Jenný mín
Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 11:00
Gleðilegt sumar Jenný mín og takk fyrir bloggveturinn.
RISA sumar knús á þig og þína
Helga skjol, 24.4.2008 kl. 11:21
Gleðilegt sumar Jenný og þið öll. Kveðjur frá Akureyri og örugglega frá þeim í Holtunum. Pálma og Önnu . Besta veðrið (og söngur verður hér þetta sumarið.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:45
Jenný Anna þú bara æfir þig á þessu og svo tökum við lagið...
Gleðilegt sumar
C
Hoppa kátur út um dyrnar
G7
við blasir heimurinn.
Himinblár er bláminn
C
himneskur jökullinn.
Óbyggðirnar kalla
C7 F
og ég verð að gegna þeim.
C
Ég veit ekki hvort eða hvernig
G C C7
eða hvenær ég kemst heim.
F C
Ég veit ekki hvort eða hvernig
G7 C
eða hvenær ég kemst heim.
C
Bergmál óbyggðanna
G7
svo bjart í höfði mér.
Leiður á öllu og öllum
C
hundleiður á sjálfum mér.
Óbyggðirnar kalla
C7 F
og ég verð að gegna þeim.
C
Ég veit ekki hvort eða hvernig
G C C7
eða hvenær ég kemst heim.
F G
Ég veit ekki hvort eða hvernig
G7 C
eða hvenær ég kemst heim.
C
Hoppa kátur út um gluggann
G7
úr blokk á fyrstu hæð.
Svo siglir sálarduggan
C
í allri sinni smæð.
Óbyggðirnar kalla
C7 F
og ég verð að gegna þeim.
C
Ég veit ekki hvort eða hvernig
G C C7
eða hvenær ég kemst heim.
F C
Ég veit ekki hvort eða hvernig
G7 C
eða hvenær ég kemst heim.
Eva Benjamínsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:17
Vá, fyrirgefðu hvað ljóðið er langt
Eva Benjamínsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:19
maður þarf bara að samstilla barkann og hlustunina, bílífmí, það gerist ekki ef einhver segir manni á barnsaldri að maður sé "falskur" og segir manni að þegja! Ég hef kynnst afskaplega fáum laglausum og tel mig geta fullyrt að það sé mjög sjaldgæft...
Þannig að haltu endilega áfram að syngja í baðinu og með úbartinu! Þetta kemur!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.