Leita í fréttum mbl.is

Dóttir mín - er dóttir mín

20080416214712_11 

Nú þarf ég ekki að velkjast í vafa lengur.  Sara Hrund Einarsdóttir, yngsta stelpan mín, er mín.  Ekki að mig hafi ekki grunað það, var viðstödd þegar hún kom í heiminn og svona, en það er alltaf gott að fá staðfestingu á að maður eigi börnin sín, að svo miklu leiti sem maður getur talið sig eiga einhvern. 

Í gærkvöldi hringdi hún í mig kjökrandi.  Og henni var mikið niðri fyrir.

Mamma, ég get ekki búið hérna.! (Sara og Erik eiga íbúð á Leifsgötunni).

Ég: Ha, hvað kom fyrir??W00t

Ég fann risa stóra þúsundfætlu á gólfinu og hún er viðbjóðsleg og ég veit að ættingjar hennar hljóta að vera hérna einhversstaðar.  Og Erik vill ekki flytja.  Búhú.

Ég: (sá fyrir mér þúsundfætlu á stærð við rottu) Þú ferð ekki að flytja Sara mín, út af einu skordýri.  Drapstu hana?

Sara: Nei en ég setti bolla yfir hana.  Hvað á ég að gera?  Mig klæjar allri.

Láttu Erik drepa kvikindið (ég er algjörlega samviskulaus þegar svona pöddur eiga í hlut).

Sara: (Enn kjökrandi).  Já en ég vorkenni henni svo.

I rest my case.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúsundfætlur eru verkfæri djöfulsins og ömurlegir sambúðaraðilar. Stend með systur minni í þessu máli. Ekki hægt að búa við þessar aðstæður.

Operation "Flytjum Svíana" er að hefjast.

Frumburðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frumi: Getum við ekki tekið okkur hippana með í dæmið.  Ég nenni ekki að búa hérna á átakasvæðinu á Holtinu?  Og það er rétt, margfætlur eru óásættanlegt vandamál.

Búkolla mín: Takk fyrir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 16:15

3 identicon

Legg til að allir sem tengjast mér blóðböndum flytjist á menningarsvæði 1A. Allt annað er óásættanlegt.

Frumburðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Getur maður átt von á að þú og þín familía teppið helstu umferðaræðar á næstu dögum, á trylltum flótta undan skordýrum? Hafið þið fengið leyfi frá lögreglunni til að aka hægt um götur borgarinnar??

Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.4.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Tiger

Ég sit hérna skellihlægjandi bara ... Hahaha! Flott á því hún dóttir þín, að vorkenna svona kvikindi er bara ávísun á fallegt hjartalag. En það er svo satt - svona kvikindi eru óásættanlegir nágrannar og ábúendur, það á að Delete þessum skepnum á staðnum án dóms og laga...

Tiger, 23.4.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið skil ég hana vel.  Það er minnsta málið að setja hana á pappír og henda henni út fyrir, þar sem hún getur haldið áfram að vera til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 17:36

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta skil ég í botn. Var einu sinni ein heima þegar kónguló birtist á stofugólfinu hjá mér. Henti yfir hana vídeóspólu og sat svo og starði á spóluna og beið eftir að kóngulóin lyfti henni þangað til maðurinn minn kom heima og gekk frá þessu fyrir mig, lesist drap kóngulóna. Eins gott að hann var ekki á sjónum því þá hefði ég þurft að sitja í stólnum og horfa á spóluna svo dögum skipti.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

skil vel að henni sé ýlla við að búa með þetta skríðandi um...ég vorkendi aumingja dóttir þinni en sprakk úr hlátri í restina....góð að vana...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.4.2008 kl. 18:14

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Kjút!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 18:14

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta alveg óborganlegt! Ég þekki þetta svo vel, læt aðra sjá um morðin á áttfætlum og fleirifætlum vegna þess að ég get ekki gert það sjálf. samt er ég lömuð úr hræðslu við þessi kvikindi og vil ekki sjá þau nálægt mér....!

Stundum er lífið svo flókið !

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 18:19

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Alltaf gott að leita til mömmu,mamma reddar sko ölluknús knús og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:20

12 identicon

Hæ hæ. Erik var svo ekkert á því að drepa hana. Hann vildi leyfa henni að lifa, svo ég tók málið í mínar hendur (hætti að vorkenna henni) sótti mér hárlakk og úðaði inn í glasið. Hahaha hún reyndi að finna útgönguleið en hún var innilokuð. Hálfri mínútu síðar voru allar fætur hættar að hreyfast og hún dauð. Ættingjarnir fluttu í hús nr. 26. Ég er ánægð og bíð aðeins með að sannfæra Erik um að flytja.Love Sara

Sara Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:25

13 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Andlát þúsundfætlu hefur átt sér stað á Leifsgötunni. Ótrúlegt hvað margir hafa látið lífið í þessari götu. Þyrði aldrei að búa þar.

Bárður Örn Bárðarson, 23.4.2008 kl. 18:37

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bárður: Þetta er í sama húsi og júnóvott. 

Sara: Þú ert dúlla

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 18:50

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mér hefur aldrei verið vel við pöddur sem eru ekki til neins. Það væri gaman að vita hvaða hlutverk margfætlurnar hafa. Ég hef mig alla við og bjarga bjöllum og jarnsmiðum út heimsæki þær mig. Vona samt að Saran þín sofi rótt þrátt fyrir skrekkinn.

Eva Benjamínsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:15

16 identicon

Við hvað starfar þú mín kæra???.  Ertu atvinnubloggari???  Mjög auðvelt að sitja aðallega heima og setja út á mennog málefni og vera aðalega í því að dæma þá sem eru að reyna að vinna vinnuna sína!Koma með lausnir á málefnunum hefði ég haldið að væri  nauðsynlegt áður en þú krítiserir allt oa allt....hef lesið bloggið þitt nokkuð lengi ,,,aldrei séð neitt jákvætt nema um Barnabörnin þín.Þér fynnst flott að vera orðljó(ust)

Any (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:33

17 identicon

Á mínum bæ er farið með brotleg skordýr út í garð - helst þangað sem vindurinn stendur af húsinu. Það eykur líkurnar á því að þau sjái villu síns vegar og álpist í hina áttina.

Ég fæ mig ekki til að drepa nokkurt kvikindi eftir að ég heyrði af endurholdgunarkenningunni og lagaði hana að eigin kvíða og krónísku samviskubita. Það væri hræðilegt að verða af mikilvægum skilaboðum úr eftirlífinu með því að smyrja sendiboðann ofan í flísarnar í forstofunni!

Ég syng fyrir geitunga á meðan ég veiði þá í glas og ber út af sömu alvöru og fulltrúi fógeta.

En skv. þinni eigin lýsingu, ættir þú að fá einhvern annan til að taka lagið - svo þú misstir nú ekki af mikilvægum skilaboðum að handan... 

Linda María (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:12

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Yndislegt

Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband