Leita í fréttum mbl.is

Grímulaust lögregluríkið Ísland

[458290A.jpg]

Ég hef setið sem lömuð og horft á útsendingu RÚV frá mótmælum vörubílstjóra.

Að horfa á íslenskan lögreglumann, froðufellandi úr brjálæði, sprauta gasi á fólk og garga: Gas, gas, gas, er eitthvað sem ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa.

Þarna féll gríma lögregluríkisins.  Það er ekki oft sem Íslendingar setja sig í þessa aðstöðu, þ.e. að kalla fram svona viðbrögð frá yfirvaldinu.

Ég vildi að mig væri að dreyma.

En hvar var Björn Bjarnason?

Æi hvernig læt ég, hershöfðingjarnir stjórna úr fílabeinsturninum.

Viðbjóður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo aaaalgjörlega ósammála þér.

Ég sá þarna lögreglumenn sem voru að reyna að ná stjórn á slæmum aðstæðum. Aðstæðum sem urðu vegna þess að bílstjórarnir höguðu sér eins og villimenn og börðust vil lögregluna (sést mjög vel þegar þeir ráðast að lögreglumönnunum sem standa með skyldina)

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvet alla til að gæta hófs í orðum. Ekki er auðvelt að vera lögreglumaður. Það er mjög ámælisvert að taka upp stein eins og sjá má á myndbandinu og kasta í andlit lögreglumannsins. Enginn vill vera i sporum hans.

Mosi
 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef ekki séð þetta - átök og ofbeldi eru sorgleg, í hvaða formi sem þau birtast.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 13:54

4 identicon

Ef að lögreglumaður þarf að beita táragasi er þá ekki eðlilegt að hann vari nærstadda við, t.d með því að hrópa "gas, gas, gas!"?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo hissa á öllum þessum aðdáendum ofbeldis og lörgregluríkis sem skjóta upp kollinum þessa dagana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Signý

Ég veit ekki... á lögreglan ekki að sjá til þess að hlutir endi ekki svona? Lögreglan hefur alveg ótrúlega þörf fyrir að beita ofbeldi við allar mögulegar ástæður... Þeir koma upp um sig núna

Saveing Iceland hópurinn ætti að vera ánægðir núna og geta væntalega hætt að væla yfir misrétti við handtökur

Signý, 23.4.2008 kl. 14:17

7 identicon

Signý. Hvernig átti lögreglan að sjá til þess að þetta færi ekki svona?

Með því að handtaka alla bílstjórana áður en til mótmælanna kom eða hvað?

Það sást í fréttum RÚV að þessir menn voru ekkert að hlýða fyrirmælum lögreglunnar og því fór sem fór.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:28

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg hissa á þér Guðrún hversu heit þú ert í réttlætingum þínum á aðgerðum og framígöngu lögreglunnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:29

9 Smámynd: Signý

Hvernig?... með því að gera það sem þeir eru ráðnir til að gera. Síðast þegar ég gáði þá er ofbeldi eitthvað sem ekki er liðið á Íslandi og er það bundið í lög... "með lögum skal land byggja"...

Þegar lögreglan hótar fólki "hörðum aðgerðum" ef fólk fer ekki eftir því sem lögreglan segir, á fólk þá bara að segja já og amen og kyssa á þeim rassgatið? Nei hélt ekki.

Og líka sú staðreynd, að virðist vera og virðist vera fleiri enn eitt vitni til að vitna um það, samkvæmt fréttum í það minnsta, að þegar menn hafi ætlað sér að setjast upp í bíla sína, rétt fyrir átökin sem urðu 11 í morgun þá hafi lögreglan meinað þeim aðgang og hvernig átti þá að leysa þessa flækju? 

Það réttlætir ekkert grjótkast í lögreglu, en það réttlætir heldur ekkert það að lögreglan trampi og vaði yfir og negli fólk í götuna með ofbeldi og líkamsmeiðingum, fólk sem hefur ekkert gert af sér annað en staðið og horft á... Þá finnst mér persónulega lögreglan algjörlega vera búnir að fyrirgera öllum rétti sínum á einhverri virðingu.

En það er líka bara ég.  

Signý, 23.4.2008 kl. 14:33

10 identicon

Jenný. Eins og sást í fréttum RÚV þá voru mennirnir að ráðast að lögreglunni. Hún stóð með skyldina og reyndi að verjast mönnunum.

Mér finnst alveg eðlilegt að lögreglan hafi notað táragasið.

Ég held að þessi "aðdáun" sem þú kýst að kalla þetta er vegna þess að, og hérna tala ég bara fyrir sjálfa mig, er sú að ég ber mikla virðingu fyrir lögreglunni. Og ég ber virðingu fyrir lögum landsins. Það eru lög landsins sem koma í veg fyrir að hér sé anarkí og það er hlutverk lögreglunnar að sjá til þess að lög landsins séu ekki brotin. Ég ber virðingu fyrir því.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:38

11 identicon

Ég ber virðingu fyrir mótmælum enda er ég femínisti og við femínistar höfum mótmælt við ýmis tækifæri en þetta voru ekki mótmæli. Allavega ekki það sem ég kalla mótmæli. Þetta var eitthvað annað.

Í mínum huga verða mótmæli að vera friðsamleg. Það má enginn skaðast líkamlega og það verður að vera farið að lögum landsins. Ef ráðist er að lögreglunni og kastað í hana eggjum og grjóti þá missi ég alla samúð með þessum "mótmælum".

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:42

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorsteinn Úlfar: Ég vil að við ræðum hér saman án þess að fara út í ljóta orðnotkun á persónu BB eða annarra.

Gurðún: Ég ber virðingu fyrir lögum og lögreglu, en það þýðir ekki að lög og lögga séu yfir gagnrýni hafin.  Svo er afskaplega erfitt að bera virðingu fyrir því þegar löggan sparkar í liggjandi mann eða í krafti valds síns fer fram með ofbeldi.

Signý: Ég er sammála þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:44

13 Smámynd: halkatla

ég var að horfa á þetta líka og er svo algjörlega sammála þér

halkatla, 23.4.2008 kl. 14:45

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrún: Það voru ekki bílstjórar sem köstuðu eggjum heldur skólakrakka sem dreif að.  Það er allt annar handleggur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:45

15 identicon

Ég er svo sammála Jenný. Lögreglan á Íslandi er notuð sem hótun um ofbeldi ef fólk hegðar sér ekki eins og yfirvaldið vill og íslendingar eru búnir að éta þetta hrátt.

Ef maður skoðar blogg og aðra miðla virðist sem viðmið um "mótmæli" sé eitthvað sem á að fara fram á formlegan og settlegan hátt þannig að það trufli sem fæsta. Hverju á það að skila á endanum þegar stjórnmálamenn eru með hnefana í eyrunum?

Bílstjórar eru einfaldlega búnir að fá nóg og eru að gera það sem flest fólk gerir annars staðar í heiminum, að berjast fyrir réttindum sínum þar til yfir líkur. Yfirvöld eru svo að gera það sem gert er í löndum eins og Kína, berja niður mótmælin með valdi.

Magnús (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:47

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gasalegt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 14:50

17 identicon

Það er bara ekkert sem sannar þessa sögu um að lögreglan hafi sparkað í einhvern liggjandi. Ég horfði á allan fréttatíma RÚV og hef ekki séð neitt á mbl.is sem staðfestir þessa sögu.

Það eina sem ég hef heyrt er að þessi saga kemur af visir.is sem er nú ekki þekkt fyrir að vera boðberar sannleika lífsins. Þeir hafa tilhneygingu til að teygja og toga sannleikann til að gera hann sem æsilegastan.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:52

18 identicon

Ég biðst afsökunar og þú værir nú væn ef þú kipptir þessu kommenti út. Sumu á maður bara að halda fyrir sjálfan sig.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:53

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorsteinn Úlfar: Tók út athugasemdina, en ég skil hvað þú varst að fara með þessu

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 15:00

20 Smámynd: Bara Steini

Þetta er allrosalegt að horfa uppá en verra finnst mér að enginn ráðamaður hefur tekið til máls með þetta allt saman...

Bara Steini, 23.4.2008 kl. 15:02

21 Smámynd: Signý

uhh... heyrðir þú ekki í manninum sem var að reyna að segja við lögreglumennina...hina heilögu kýr sem óðu um allt með skyldi og hjálma... "hvað er að ykkur þið labbið ekkert yfir liggjandi mann..." ?? nei.. ég heyrði það þó.. þó ég heyri ekki vel. Vísir.is er bara fréttamiðill eins og hvað annað og hafa þeirra fréttir ekki verið rangari en hvaða frétt sem er á mbl.

Það er bara ekki hlutverk lögreglunar að taka þátt eða stofna til átaka sem þessa. Lögreglumenn hlaupandi um allt eins og hálfvitar að elta uppi einhverja menntskælinga sem segja lögreglunni að halda kjafti?... ég veit það ekki, mér finnst það kjánalegt, sorglegt og algjörlega fyrir neðan allar hellur.

Hlutverk lögreglunar er að halda lögum og reglum á hlutunum, og þegar fólk mótmælir... sem síðast þegar ég gáði (vá ég alltaf að gá að einhverju) er löglegt og minn réttur að gera ef mér finnst á mér brotið.. að þá er það hlutverk lögreglunar að halda fólki rólegu, en ekki að æsa það upp í þetta. Lögreglan á ekki að ráðast á, þvinga eða hóta fólki líkamsmeiðingum eins og þeim sem fóru fram þarna í morgun og eru enn í gangi...

Það er algjörlega augljóst hvað lögreglan ætlaði fyrir þegar hún er mætt á undan mótmælum með allann sinn herafla... óeyrðalögreglu og víkingasveit... ég veit ekki til þess að víkingasveit sé kölluð að mótmælaaðgerðum nema ef vera skildi að einhver/jir væru þar hættulegir, vopnaðir eða að einhvejru leiti að ógna öryggi samborgara sinna... sem var vissulega ekki málið í þessum mótmælum. 

Signý, 23.4.2008 kl. 15:08

22 identicon

Signý. Það er ekki rétt hjá þér að víkingasveit og velbúnir lögreglumenn geti ekki verið á staðnum án þess að einhverjir séu hættulegir þar. Menn vilja bara vera vissir um að ekki sjóði upp úr og að ef það gerist séu nógu margir lögreglumenn á staðnum til að ná aftur stjórn á atburðunum.

Ég var í Róm síðasta sumar og var þar þegar Bush Bandaríkjaforseti kom í heimsókn til borgarinnar. Það voru mótmæli fyrir utan eina bygginguna og þar var óeirðalögrega mætt. Margir stórir lögreglubílar og margir tugir lögreglumanna tilbúnir. Lögreglan stóð samt bara og fylgdist með, enda fóru mótmælin friðsamlega fram, fólk gekk bara í skrúðgöngu og mótmælti. En lögreglan var samt þarna alveg tilbúin að bregðast við ef eitthvað skyldi gerast.

Það var auðvitað það sem var þarna. Lögreglan var ekkert mætt þarna til þess að berja fólk. Hún var mætt þarna til að hafa stjórn á hlutunum sem var eitthvað sem frekir bílstjórar og unglingar gátu ekki sætt sig við.

Og varðandi þar sem heyrist í manninum tala við lögregluna, þá sannar það ekkert að lögreglan hafi sparkað í einhvern liggjandi.

Og ég treysti visir.is ekki til að segja sannleikann í neinu máli. Þeir hafa sýnt það of oft að þeir teygja á sannleikanum til að geta verið með sem æsilegastar fyrirsagnir og fréttir. Mér finnst visir.is vera eins og gula pressan í bretlandi og alveg eins og þegar maður er þar, þá tekur maður fréttum frá þeim með a grain of salt.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:17

23 Smámynd: Linda litla


Linda litla, 23.4.2008 kl. 15:44

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fylgdist með þessu í beinni á RÚV og ég treysti þeim einna best í umfjöllun.  Lögreglan hegðaði sér dólgslega, ég fer ekki ofan af því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 15:52

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi já..hálf ömurlegt að horfa upp á lögreglunmann missa svona stjórn á sér.

Heiða B. Heiðars, 23.4.2008 kl. 16:29

26 identicon

Jenný ég dýrka þig wómen. Ég er algjörlega sammála þér.

Og svo fyrir utan það, þá held ég nu að löggan sé bara ekkert heilög. Ungir pungar sem allt í einu fá VÖLD.. og fíla það í tætlur.

Jenný.. GÓ GIRL. !!!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:42

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af hverju í ósköpunum beinir íslenskur almenningur ekki reiði sinni þangað sem hún á heima TIL STJÓRNVALDA.  Þangað á reiði ykkar að beinast, þið eigið að þakka bílstjórum fyrir að taka vaktina fyrir ykkur.  En íslenskur almenningur er allof oft eins og sofandi sauðir, og lúta valdi kyssa á vöndinn og væla.  Ég á ekki orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 17:40

28 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

GAAAS, GAAAS, GAAAS, nýjasti hringitónninn...

Ári held ég að þetta renni ljúflega inn í þá sem vilja hér her og/eða óeirðalögreglu. Þessi mótmæli hefðu bókað ekki orðið nokkurn hlut verri en hingað til, hefði lögreglan ekki tekið á málum eins og þeir gerðu, riot gear og allt. Mikið er ánægjulegt að það er ekki (enn) orðið löglegt að beita taser, sjáið þið fyrir ykkur annað en það hefði verið gert í dag?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:18

29 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Lögreglan sagði við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún spurði hvort að ekki væri ætlunin að grípa til aðgerða gegn bílstjórum, að hún skyldi bara fylgjast með þeim á eftir, því að nú væri ætlunin að láta "verkin tala."

Þannig að árás lögreglunnar var ekki vegna einhverrar steinvölu eða framkomu menntaskólakrakka, heldur var hún fyrirfram ákveðin. Lögreglan kom þarna með það fyrir augum að láta sverfa til stáls. Tek undir með því að það sé alls ekki hlutverk lögreglunnar að stofna til átaka, en þarna gerði hún það alveg klárlega!

Svala Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 21:25

30 identicon

Ekki er ég oft sammála þér ungfrú Jenný en halelúja. Sammála hverju orði!

Baldur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:49

31 identicon

Lögreglan gerði nákvæmlega það rétta það er bara ömurlegt að sjá virðingarleysi hjá fólki í þeirra garð og krakkanna sem voru að kasta á þá . Maður skammaðist sín fyrir þetta fólk en ég styð lögguna 100%í þessu öllu ...................og yfir höfuð þá styður fólk lögregluna í aðgerðunum sem betur fer.

Tóta (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.