Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefið á meðan ég æli

Ég veðja mínum eðla afturenda, að nú situr Björn Bjarnason og hugsar:  Varalið, varalið! 

Löggan beitir táragasi á bílstjórana.

Fólkið grýtir lögregluna.

Þetta er auðvitað bara vatn á myllu þeirra (lesist BB) sem vijla berja fólk til hlýðni.

Ætli þetta sé áróðursbragð?

"Sjáið þið ástandið, við verðum að hafa varalið."

Fyrirgefið á meðan ég æli - lifur og lungum.

Skammastu þín Björn Bjarnason.

Sumir ættu að fara í frí, laaaangt frí.


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

BB er búinn aðbíða eftir svona smugu.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er bannað að mótmæla á Íslandi. Þeir sem mótmæla yfirvöldum eru kallaðir "skríll" og mótmælin "skrílslæti" ef eitthvað heyrist í þeim. Ef mótmælin eru þögul eða aðeins í rituðu máli eru mótmælendur kverúlantar.

Þetta er viðhorf yfirvalda og almenningur tekur oftar en ekki undir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: M

Það er kominn tími til að yfirvöld hlusti á lýðinn. Hann er búinn að fá nóg og hlustar ekki á boð og bönn

M, 23.4.2008 kl. 11:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Z þetta er subbulegt tal hjá þér. Annars finnst mér nýjustu fréttir af þessum mótmælum slæmar, of langt er gengið.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Z: Ég tók út athugasemdina þína. Hún er yfir markið í orðavali.  Vöndum okkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 12:07

6 identicon

Ekki hissa að nafnlausir mykjudreifarar detti inn þegar svona atburður gerist. Mín spá er að nú mun deilan frekar harðna en mýkjast. Svona aðgerðir eru ekki framkvæmdar nema með beinni skipun frá dómsmálaráðherra. Hann hlýtur að svara þessu á Alþingi. Ef hann segist ekki hafa vitað af þessu eða þetta séu "vinnulagsfréttir lögreglunnar" fer hann með rangt mál.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: Bara Steini

Það verður fróðlegt að heyra í BB seinna í dag.... Ef hann verður þá til viðtals... Við erum nátturulega bara sótsvartur almúgi...

Bara Steini, 23.4.2008 kl. 12:21

8 Smámynd: Tiger

Ég styð allar aðgerðir sem og mótmæli gegn því sem má flokka sem óréttlátt, hátt vöruverð t.d. Ég er hrifinn af því að einhver skuli nú standa upp og gera eitthvað - en ég er á móti því að fólk mótmæli á röngum vettvangi og skapi meiri glundroða en samstöðu gegn því sem mótmælin eiga að beinast að.

Nú hafa trukkakarlar komið landanum í nokkrar fylkingar í stað þess að mótmæla á réttum vettvangi og skapa samstöðu. Landinn núna skipar sér sirka svona:

Á móti bílstjórum - með bílstjórum, á móti lögum landsins - á móti BB - á móti ofbeldi gegn bílstjórum (sem sannarlega á ekki að eiga sér stað ... Það er meira af svartsýni og fleiri gallar á þessu hjá þeim en góðu hófi gegnir. Ég styð þá sannarlega en ekki í umferðinni. Myndi glaður fara og leggja bílnum mínum í þvögu á bensínstöðvum með þeim og hreyfa þar með við réttum aðilum, þeim sem mótmælin ættu að hreyfa við.

Tiger, 23.4.2008 kl. 12:34

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir hér.  Ég stend með bílstjórunum, og vona að sem flestir taki þátt í baráttunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 12:47

10 identicon

Var að horfa á aukafréttatíma RÚV þar sem þau sýndu frá mótmælunum. Það sem gerðist var að bílstjórarnir létu eins og óðir menn. Lögreglumennirnir stóðu með skyldi (glæra, eins og þeir nota í mótmælum) og bílstjórarnir hentu sér á þá og börðust við lögreglumennina. Það var greinilega slæmt ástand þarna. Þá ganga tveir lögreglumenn fram með táragaskúta og öskra "gas!" "gas!" og sprauta einhverju smá magni á hópinn. Þá splundrast hópurinn og friður kemst á.

Þetta var ekki eins og maður hefur séð í fréttum frá öðrum löndum þar sem reyk liggur yfir svæðið og fólk hleypur um með táragas í augunum og löggan að handtaka það.

Þarna gerðist það bara einfaldlega að tveir lögreglumenn ganga fram, láta vita að þeir séu með táragas og sprauta örlitlu magni til þess að eyða mannfjöldanum.

Fannst þeir bara standa sig vel.

Ég sá ekkert grjótkast þannig að það tengist ekki að ég held táragasinu á neinn hátt.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:48

11 identicon

það þarf að losa ísland við björn bjarnason helst í gær ! þessi maður er fáviti !

Sigrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:58

12 identicon

Þetta er jú orðið fáranlegt allt saman, en eg samt styð bílstjóra. Mér finnst þeir algjörar hetjur að standa sig í þessu þrátt fyrir allt. Kanski eru þeir ekki að mótmæla á réttum stöðum eða með réttum hætti, en þeir eru þeir einu sem eru að gera eitthvað í málunum. Og ekki bara fyrir sig, heldur alla sem kaupa bensín og olíu.

Flest okkar mótmælum mikið og hátt, en við eldhúsborðið heima, við vini og kunningja, eða bara engann, en þarna eru þessir menn að setja mannorð sitt að veði við að standa upp í hárinu á einhverjum sem gæti hlustað.  Og þeir að sjálfsögðu þurfa að gera það þannig að það sé tekið eftir þeim. Því meiri athygli sem svona mótmæli fá, því betra fyrir okkur öll.  Það eru held ég allir búnir að fá nóg af því að láta valta yfir sig.

Það er ekki bara það að fólk sé orðið þreytt, það er líka bara ráðþrota. Maður snýr sér við og allt hækkar um 10 % eða meira.  Ég var farin að hugsa, " á ég fyrir mánaðarmótunum ? og ef svarið var já við því á ég þá fyrir mat ? "  Það er ekki líf.  Það er þrældómur.

Þetta er löngu tímabært, að standa upp í hárinu á BB og öllum hinum. Hárreytum þá eins mikið og við getum.

Þeir geta tekið líf okkar, en ekki stolt.

Og hana nú. ! 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:01

13 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl og blessuð.Mér finnst það koma alveg ljóst fyrir að frumvarp Björns Bjarnasonar um varalið lögreglunar er nauðsynlegt,það kom alveg í ljós í morgun.ÁFRAM LÖGREGLAN

Guðjón H Finnbogason, 23.4.2008 kl. 13:07

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lögregluríki!  Er það virkilega það sem við þurfum?

Ef einhverntíma hefur verið þörf fyrir samstöðu launþega þessa lands, þá er það núna.  Atvinnubílstjórar eiga allan heiður skilið á því að vekja "neytandann" í okkur.  

Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 13:21

15 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta hefur reyndar ekkert með varaliðið að gera þótt nokkrir vörubílstjórar safnist saman við Rauðavatn.  Hins vegar styð ég aðgerðir lögreglunnar algjörlega.

Það er búið að sýna þessum mönnum mikið umburðarlyndi á meðan þeir hafa lokað stofnbrautum aftur og aftur.  Það er búið að vara þá við að þetta gangi ekki endalaust.  Það er ekki hægt að vara menn endalaust við en gera ekkert í málinu.

Það á einfaldlega að gera þá bíla upptæka sem notaðir eru til að loka vegunum eins og í morgun.

Þessir menn mega mótmæla ef þeir vilja, keyra um bæinn flautandi í tvo tíma á dag fram undir jól sem væri vissulega algerlega óþolandi en mótmæli mega alveg vera algerlega óþolandi.  Þetta eru jú mótmæli.

Ef t.d. sjúkrabíll hefði verið á leiðinni í bæinn í neyðarflutningum í morgun hefði þetta hæglega geta kostað viðkomandi sjúkling lífið.  Þótt fólk mótmæli þá verður það samt að fara að lögum alveg eins og við hin.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.4.2008 kl. 13:29

16 identicon

Dómsmálaráðherra tekur ekki ákvarðanir um einstakar aðgerðir, þeir sem halda það að hann sé í símanum með vettvangsstjórum lögreglunnar og fjarstýri öllu frá ráðuneytinu eru hálfvitar.

Sigrún: Lögregluríki? Hvað, eins og Austur-Þýskaland eða Kína? Þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig það er að búa í alvöru lögregluríki, slepptu stóru orðunum.

Gísli: Lögreglan hefur margsinnis beitt táragasi til að leysa upp mannfjölda síðan 1949, hvað meinarðu?

Arngrímur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.