Leita í fréttum mbl.is

Bókablæti

Mig vantar stærri íbúð.  Sko, ég er með bókafetish og þær hrannast upp hér og bókahillur eru allar kjaftfullar og ég hef ekki pláss fyrir fleiri.

Nú hef ég hafið bókastöflun á gólfi við hilluvegg.  Bækur og föt, einkum svört föt, eru minn veikleiki.  Ég sagði frá því hérna á blogginu um daginn, að ég tryði því að svara væri að leita í bókum og ég er ekki að grínast.

Níu ára gömul var ég búin að lesa bókasafnið í Verkó, upp til agna.  Nema ættfræðibækur og símaskrá safnsins.  Þá bar vel í veiði.  Ég fann hnausþykka bók sem hét "Dóttir Rómar".  Ég fór með hana heim, ásamt Möttu Maju vinkonu minni frá Bergen í Noregi (já, bókinni um hana).  Konan sem afgreiddi mig hélt að ég væri ekki nógu gömul fyrir bókina, ætti kannski að taka hana seinna, en ég lét varnaðarorðin sem vind um eyru þjóta.

Ég man ekki efni bókarinnar upp á tíu en í níu ára hausnum á mér uppgötvaði ég heim sem var ekki í glanslitum.  Bókin var um vændiskonu og algjörlega undir rós, og eins og vanalega þorði ég engan að spyrja.  En þarna áttaði ég mig á að heimurinn væri stór, óhugnanlegur, spennandi og máekki, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna.

Hvað um það, ég kaupi mér bækur á laugardögum.  Reyndar ekki núna á þeim síðastliðnum, en ég hugsa sem svo, búandi hér uppi í óbyggðum, að geri ég mér ekki sérstaka ferð í Eymundsson, þá á ég aldrei beinlínis leið þangað og þá enda ég með að lesa í blöðunum allar þær bækur sem ég VERÐ að eignast.  Ég er að safna arfi fyrir frumburðinn.  Fataskápurinn gegnir líka hlutverki í málefnum um erfðir, en til annarra og síðari fæddra dætra.  Það er ekki eins og maður skilji eftir sig gull á lager.

Næsta laugardag verður gaman að lifa.  Ég ætla að kaupa nýju bókina hans Þórarins Eldjárn.  Komplett ritsafn í einni bók. 

Lífið er fokkings dásamlegt.

Úje.


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska bækur.Allskonar bækur.Bestar gamlar.Ásta Sig orginal eina af þeim.Vil allt orginal.Engar eftirlíkingar fyrir mig takk fyrir.Góðan dag annars.Ég á ljóðabók eftir Bjarna frá Vogi sem var gefin út 1916 í Reykjavík (það stendur í bókinni) og einhverja fleiri gullmola.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála, mér líður illa ef ég á ekki ólesna bók á náttborðinu og mér finnst dásamlegt að vera innan um bækur.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:23

3 identicon

HAHAHA þú ert ótrúleg kona :) skil þig samt mjög vel :)

Sólrún J (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég ætla bara ekki að segja þér Jenný hvað ég hlakka til að fara heim á morgun og komast í Eymundsson, bara svona alein með sjálfri mér.  Alveg búin að figera þetta út.  Ætla að senda minn elskulega með juniorinn að gefa öndunum á meðan. 

Verst með bölvaða yfirviktina þegar ég fer heim, en den tid den sorg.

Ía Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef enn borð fyrir báru, ég get úthýst myndum af ættingjunum úr hluta bókaskápsins....Ég yrði þá í versta falli að negla forfeður og afkomendur á klósettveggina. Þar er ekki mikið um þesskonar stáss. Ég elska bækur og þori ekki á fornbókasölu og alls ekki í Eymundsson.

Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert ekki ein um þetta bókablæti. Við höfum þurft að borga yfirvigt vegna bóka sem við keyptum í útlöndum. Svo kaupum við grimmt á amazon þannig að hér eru alltaf til ólesnar bækur hversu mikið sem við leggjum okkur fram við að lesa.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Rimlar hugans er bara nokkuð góð.  Mér finnst reyndar aðeins of mikið af endurtekningum í henni, en ég mæli með henni.

Svo mæli ég með: "Sá sem blikkar er hræddur við dauðann", sem ég er nýbúin að lesa.  Mögnuð bók og er í kilju.

Ragga þú ert með heilt hús vúman.  Er ekki nóg pláss?

Knús á ykkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 11:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bóklestur hefur stórminnkað hjá mér, eftir að ég glaptist á netið.  Mér finnst meira spennandi að lesa daglegan hugsunargang fólksins í kring um mig, en bækur.  En það er líka af því að tímin minn er mjög takmarkaður.  Ég þarf því að velja og hafna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 11:34

9 Smámynd: Kolgrima

Það er allt orðið troðfullt hjá mér, bækur út um allt. Er hætt að bera það við að hafa þær lóðréttar í hillum, raðað eftir stærð, lit og efni!

Aðeins tvennt í stöpunni - henda því sem maður veit í hjarta sínu að er einskis virði og verður ekki lesið aftur (jafnvel þótt bókin sé falleg), nú eða, tatatarammmmm - fara á bókasafnið!

Knús á þig, bloggkerling og takk fyrir góða kveðju

Kolgrima, 21.4.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 2987208

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband