Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsmorgun

20080416214707_10

Á þessum fagra sunnudagsmorgni vöknuðum við Jenný Una fyrir allar aldir og erum búnar að afreka ýmislegt.

Við bökuðum köku fyrir Einar en Jenný Una ákvað að hann yrði að fá köku í morgunmat.  Sú stutta skellir á sig svuntu og tekur sér stöðu á pallinum, vopnuð sleif og desilítramáli.  Svo kann hún uppskriftina.  Amma; þa eru tvö egg og þrjár svona sykur.  Og svona hveiti sem er alleg mjúkt amma.  Og svo stendur hún með sleifina þegar kakan er komin í ofninn og sleikir upp súkkulaðideigið.

Algjör unaður.

Núna er hún að horfa á Dóru ferðalang og svo ætlum við út að moka.

Ekki leiðinlegt á sunnudagsmorgni.

Sjáumst á eftir.

P.s. Kínajakkan fékk hún Jenný þegar pabbi hennar fór til Kína að spila með KK þegar hún var bara baun.  Fyrst núna passar hann og henni finnst hann alveg mjög fínn.  Og betra getur það ekki orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Jenný.

Ég les þig á hverjum og degi og skemmti mér oftast vel þó ég sé nú ekki alltaf sammála þér í öllu

Mig langaði bara að segja þér að litla Jenný er ekkert smá heppinn með ömmu. Mér finnst þú frábær amma og varð hreinlega að segja þér það.

Geggjaður jakki sem barnið er í

Kveðja frá einni ókunnri sem hefur gaman af blogginu þínu.

Heiða (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir orð Heiðu hér fyrir ofan um þessa góðu ömmu.

Jenný Una er nú bara unaðslega krúttleg og falleg á þessari mynd, eða "adorable"  á amerí(kan)versku. 

Góðan og gleðilegan sunnudag!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.4.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag nöfnur æðislegur morgun hjá ykkur baka bara köku gaman að byrja daginn svona æðisleg mynd af ömmu skvísunni minn ömmuprins vakti líka ömmu snemma og heimtaði morgunmat svo var litla ömmuskvísan mín að koma líka í heimsókn með bakríis bakkelsi svo hér er fjör á bæ gerast ekki betri svona sunnudagsmorgnar hafið ljúfan dag nöfnur

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Rebbý

flott dama í kínajakkanum sínum og þið ekkert smá öflugar að baka svona í morgunsárið
ykkur er velkomið að gista hjá mér næst svo ég vakni við ilminn af nýbakaðri súkkulaðiköku

Rebbý, 20.4.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Djöfulsins dugnaður er þetta í ykkur mæðgum í fyrsta og þriðja ættlið. Og hvar er sneiðin mín?

Jenny Una er dugnaðarforkur og það er reyndar amma hennar líka.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.4.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"Ó hún er svo sæt - svo sæt - að það er algjört met..."

Man ekki meir í bili  - en nú verð ég að rifja þetta upp og leita á googlinu eða kannt þú þetta?

Ég fæ vott af öfundarkasti og saknaðar, það eru engar nýjar myndir af perlunni minni í DK - en nú fer ég að leita að mynd og texta! 

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:34

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er komið! Með gítargripum og alles hahaha! Einar getur sungið og spilað fyrir kökuna - þetta er nú meiri krúttan.

Ó, hún er svo sæt, svo sæt að ég er alveg frá.

                       A7
Ó, hún er svo sæt, svo sæt að sólin er feimin.

                       E7
Ó, hún er svo sæt, svo sæt að hana allir þrá.

                   B7                                     E7          B7
Hún er svo sæt, að hún sigrað gæti heiminn.

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Hugarfluga

Dásamlegt lítið skott, sem virðist ekki eiga svo slæma ömmu heldur.

Hugarfluga, 20.4.2008 kl. 10:57

9 identicon

Yndislegt barn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 11:22

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð svo sætar - en ég segi eins og Jóna! Hvar er mín sneið?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 12:05

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hún er dugleg litla músin þín, vekja ömmu snemma og drífa hana í bakstur svona fyrir hádegi. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.4.2008 kl. 12:59

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir falleg orð.

Við fórum á róló öll þrjú og við Einar klifruðum í rennibraut, róluðum og mokuðum og fórum í þrautakóng.

Barnið: Einar þú dreki, amma þú litlabaddn og é löggann.

Jesús hvað það er gaman að lifa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 13:11

13 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Gættu þín á löggunni, amma littlabaddn

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.4.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband