Laugardagur, 19. apríl 2008
Njet, njet, njet!
Ég vil galopnum á innfluttar kjötvörur. Ég er alls ekki sammála mínum elskaða flokki VG í þessu máli. Það væri nú þokkalegt ef ástandið á manni væri orðið svo leim að maður tæki undir allt sem kemur frá höfuðstöðvunum. Njet, njet, njet ekki ég.
Ég veit ekkert um landbúnað, annað en það sem hann er að gera seðlaveskinu mínu. Mín reynsla þar er ekki íslenskum landbúnaði í hag. Ég vil almennilegt grænmeti og almennilegt kjöt á heiðarlegu verði. Ég er óforbetranleg kjötæta og kjötátið vill ég fá að iðka án innblöndunar eilífra bændahagsmuna sem eru bara alls ekki mínir hagsmunir, eins og berlega kemur í ljós þegar þú kaupir t.d. lambakjöt.
Nú, ég hef áður sagt að ég er hrædd við kindur og kálfa og allt hvað heitir, nema ketti og hunda og þá borða ég ekki. Ég kæri mig ekkert um að vita hvað gerist í málum litla sæta lambsins, frá því að það valhoppar með mömmu sín á fjallinu og þangað til það liggur steikt og ilmandi á mínum matardiski. Það sem gerist á milli haga og maga, eða réttara sagt milli haga og neytendapakkninga, er einkamál lambsins. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?
Ég er frábær kokkur, get sannað það með því að bjóða ykkur í mat, en ætla ekki að gera það af því ég nenni því ekki. Ég hef aldrei getað átt samskipti við íslenskt nautakjöt í mínu eldhúsi, án þess að útkoman verði líffræðilegt strokleður. (Ibba, já ég veit þú færð gott kjöt, en ekki ég). Þess vegna vil ég geta keypt nautakjöt sem bragð er að. Ég vil geta valið hvað ég borða og unnar kjötvörur er ekki valkostur. Ég vil borða hollan mat án þess að lenda á vergangi. Íslenskir bændur eru lítið í því að hjálpa mér í þeim efnum.
Hafið þið smakkað Bambann frá Skotlandi? Hann er seldur hér en kostar auðvitað hvítuna úr augum manns vegna einhverra andskotans verndartolla. Við erum að tala um þvílíka eðalsteik að maður er varla samur eftir að hafa reynt.
Hér er þetta spurning um afkomu og heilbrigði gott fólk. Að borða almennilegan mat. Það eru mannréttindi. Í þeirri baráttu koma bændur alls ekki sterkir inn. Og VG minn elskulegi er bara á villigötum með því að vilja viðhalda þessu löngu úr sér gegna einokunarkerfi.
Ég er örugglega algjör föðurlandssvikari, en þá verður að hafa það.
Ég þekki heldur engar bændur, ekki kjaft og hef ekkert á móti þeim pc. En þeir eru hindrun fyrir almennilegum matseðli á þessu heimili fjárinn hafi það.
Farin út að skjóta mér í matinn.
Síjú.
Vilja ekki innflutning á fersku kjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2987327
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Tollar á grænmeti vöru feldir niður fyrir sex árum
Finnurðu ekki mikinn mun en í dag er íslenskt grænmeti dýrara en fyrir tollalækkun
Ég get alveg lofað þér því að þú kemur ekki til með að finna mun á veskinu.
Aftur á móti koma Hagar sem reka Bónus til með græða vel
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 12:38
sammála þér að hluta til Jenny og það þótt ég eigi hagsmuna að gæta sem kjötiðnaðarmaður og sölumaður í þessum geira.
En bambinn frá skotlandi kemst ekki í halfkvisti við gott íslenskt lambakjöt að gæðum.. bambinn er frekar þurr og fitulítill, bragðið frekar hlutlaust enda er þetta ekki villibráð þótt íslendingar haldi það.. skoska rádýrið eða Bambinn er alinn upp á sveitabæjum og fóðraður með ódýrasta fóðri hverju sinni á markaðinum.
Sama gildir um nýsjálenska hjörtin.. norska hreindýrið og svo framvegis. ekkert af þessum kjötvörum og þá er ég ekki að gleyma krókódílakjöti eða strút er villibráð.
Hinsvegar er verð hér á landi á lambakjöti villimannslega hátt og tek ég undir með þér í því ða ég hef ekki efni á svoleiðis góðgæti alla jafna. Heilt lambalæri hefur ekki verið á borðum heima hjá mér í háa herrans tíð.. sennilega 10 ár eða meira því ég tími ekki að kaupa það.
Verðlagið á lambakjöti er hinsvegar ekki bændum að kenna eða íslenskum landbúnaði heldur framsóknarmennsku þessa lands og landbúnaðarstefnu stjórnvalda.
Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 12:38
Ég tel að öll samkeppni sé til góða en það er spurning um hver græði í lokin ef tollar og gjöld verða afnumin. Ég myndi sannarlega vilja leyfa nokkuð frjálsan innfluttning á matvöru eins og kjöti, enda sannfærður um að kjöt erlendis er ekkert minna gott en innlendar skjátur. Ef minnsti möguleiki er á að það myndi lækka kostnað í matarkörfu okkar þá styð ég hiklaust innfluttning á kjöti undir góðu eftirliti hvað gæði varðar..
Tiger, 19.4.2008 kl. 13:10
Bændur eru allt of nálægt mér til þess að ég tjái mig í botn um þetta! En hvað á fólk að borða ef það er kjötætur og borða hvorki lambakjöt eða svín já og eða íslenskt naut? Spyr sá sem ekki veit.
Lengi vel var ekki hægt að kaupa kjúklingakjöt út úr búð og svo er þetta fjandi dýr matur hér á landi.
Ég er ekki eins hrifin af lambi eins og margir - mér verður stundum illt af því, bakflæði lætur kræla á sér þegar ég borða það.
Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 13:19
Ég er fyrrverandi bóndadóttir og veit að bændurnir eru ekkert að græða á þessu háa kjötverði. Það er eitthvað mikið að kerfinu án þess að ég geti sagt til um hvað það nákvæmlega er.
Eftir áralanga dvöl í Bretlandi og kynni mín af kjötiðnaðinum þar, kúariðu, salmónellu, steraeldi og fleira ógeði, leyfi ég mér að vera mjög mótfallin innflutningi á kjötvörum. Mér finnst reyndar íslenskum landbúnaði hafa farið aftur á undanförnum árum og gæði kjötsins farið minnkandi. Hver skýringin er veit ég ekki en þetta hefur haldist í hendur við fækkun bænda og stækkun búa.
Ég er semsagt á móti innflutningi en tel að það þurfi að taka til í íslenskum fjósum.
En eigðu góðan dag ljúfust!
Laufey Ólafsdóttir, 19.4.2008 kl. 13:27
Það sem þjáir þessa þjóð umfram annað er matarreikningur heimilanna. Það á að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að laga það. Þá verður strax auðveldara að lifa.
Óskar: Þú ert með fínt innlegg, en ekki tala niður Bambann og annað gúmelaði því mín reynsla er ekki sú sama og þín. Bambinn bráðnaði á tungunni, var bragðsterkur og fullkominn.
Hm...
Tigercopper: Öll samkeppni er ekki af hinu góða. Samkeppni í heilbrigðisþjónustu og öðrum slíkum geirum á ekki að vera inni í dæminu. Það er nú bara svoleiðis. Þeir sem minnst eiga þá af peningum fá verstu þjónustuna. Ég vil enga ameríkansieringu júsí.
Takk öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 13:30
Skemmtilegur og vel skrifaður pistill að vanda. Ég er alveg sátt við það kjöt sem ég kemst yfir og finn enga löngun til að kaupa útlenskt. Eigðu ljúfan dag og vonandi verður eðalkjöt í matinn hjá þér í kvöld.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 13:36
Viltu verja rétt fólks til að ráða sjálft?
Af hverju ertu þá VG, kannski ertu ekkert VG :-D
Johnny Bravo, 19.4.2008 kl. 13:49
Langar að svara Gunnari Ásgeiri alveg sérstaklega, hann segir að grænmeti hafi ekki lækkað og bendir á að það séu heildasalar sem stýra verðinu.
Þetta er einfaldlega ekki rétt grænmeti hefur hækkað minna en önnur vara síðustu 8 árinn. Meira að segja lækkað.
Ef teknar er VNV, matur og svo vísitölur ávaxta og grænmetis og vísitalan sett 100 í mars 2008, þá fáum við út að vörur að meðaltali kostuðu 67,3 janúar 2000, matur kostaði þá 81,6 en grænmeti var dýrara yfir 100, kál 119 eða 19% meira en núna, ber 142, sveppir og laukur 116,8, appelsínur og nýir ávextir 109,6 og svo mætti lengi telja yfir 100.
Það þýðir ekkert að koma bara með svona samsæriskenningar um að markaðurinn virki ekki og að vera að benda á markaðsgalla þegar við erum að reyna að tala saman af skinsemi.
Einnig vantar okkur að hætta með alla tolla og þá opnast fyrir erlendar búðir hér, en þær koma ekki ef þær mega ekki koma með sínar vörur. Þeir kaupa bara inn á einn hátt og selja svo, ekki mismunandi eftir löndum, dæmi um keðju sem fór um alla Evrópu eftir að það varð eitt svæði er ALDI, er núna í 25löndum. En ég vil sérstaklega benda á að þetta er ákvörðun Alþingis, við þurfum ekki að fara í Evrópusambandið til að fella niður eigin tolla.
Prófið þið að skoða netto.dk td.
Þar ber fyrir augu hakk ófrosið á 47DKR, kartöfulur á 3,6DKR, bacon 33DKR, steiktar kjötbollur 40DKR ost á 39,9DKR!!!!!! kostar minnst 990 kr hérna heima og þessi þarna er betri ef þið spyrjið mig, pylsur á 36DKR, kjötálegg á 60DKR, medistapulsa á 35DKR, skinka í dós 33DKR. Ég ákvað að taka bara það sem helmingi ódýrara hjá þeim svo ég næði að klára þetta fyrir næstu helgi, þessi bæklingur fær bónus með 30% rýmingarafslætti til að líta út eins og okurbúllu.
Þetta með ostinn er verst og lýsandi dæmi. 4-5manns fjölskylda, 1KG á viku, 1000kr KG, 52Þúss á ári ef það væri 500kr KG þá væri það 26þúss á ári, 26þúss kaupauki og við losnum við að borga 47þússund á mánuði í ríkistyrktan landbúnað sem er 250þússund fyrir þessa sömu 5manna fjölskyldu.
Tollar = Krabbamein, ranglæti og viðbjóður
Vona að þeir verði bannaðir í stjórnaskrá sem fyrst.
Johnny Bravo, 19.4.2008 kl. 14:26
Góðan dag, Jenny Anna og aðrir skrifarar !
Af skrifum þínum má ljóst vera; að þú gerir þér ekki grein fyrir, hversu miklum búsifjum íslenzkir bændur, sem afurðastöðvar og aðrir þeir, sem starfa hafa, af þeirri þjónustu, við íslenzkan almenning, eiga eftir að hljóta, verði þetta gerræði, að veruleika.
Það er ekki íslenzk bændastétt, sem ræður útsöluverði búvara, hvað þú, sem aðrir neytendur athugi, miklu fremur milliðir ýmsir, svo ekki sé minnst á ''kjötkatla'' ríkisins.
Skoða þú nú; í hugskot þér, hversu kapítalisminn er að koma illu til leiðar, jafnt á þessu sviði, sem fjölmargra annarra, í íslenzku samfélagi nútímans. Af nægu er að taka, sem dæmin sanna.
Ég mátti til; að koma einum burðarása þjóðfélagsins; bændum, til þess liðs, sem ég mætti, hér á þinni síðu !
Með kveðju, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:43
Bara Risastórt knús
Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 15:52
Óskar Helgi: Það er rétt ég er ekkert inn í málefnum bænda og þykist ekki einu sinni vera það. En.. ég er vel inni í matarverði sem hefur verið alltof hátt í gegnum tíðina. Nú vil ég að það breytist, svo fólk geti borðað almennilegan mat, börnin ekki síst.
Þá verða bændur bara að díla við stjórnvöld en það virðist sama hver situr við völd, aldrei lækkar maturinn.
Takk fyrir komment, þið öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 15:57
Sammála þér Jenný .
Gunnar Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 16:13
Ég er á móti innflutningi. Ég segi bara íslenskt já takk.
Linda litla, 19.4.2008 kl. 16:26
Ég held ða menn ætti líka ða horfa á skipafélögin.. sem hækka sína þjónustu jafnt og þétt og oft virðist mér sem þau hækka jafnhliða og jafnmikið hverju sinni.. það munar tugum prósenta hvað þau hafa hækkað sína þjónustu undanfarin ár umfram almennt verðlag.. einokun í flutningaþjónustu innanlands og svo framvegis.. innflutt kjöt þýðir bara meiri gróði til bónus og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.. við fáum ekki að njóta þess nema rétt á meðan bónus er að drepa síðustu einyrkja þessa lands í landbúnaði. Svo skellur hækkunin á okkur og ekkei er aftur snúið því þá eru bændur endanlega lamaðir í nafni kapítalismans.. verði ykkur að góðu.
Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.