Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Í höfuðið á mér
Stundum verða martraðir manns ljóslifandi í raunveruleikanum.
Stundum er ég sjúklega hrædd um að deyja, reyndar mun minna núorðið eftir að ég varð edrú. En mæómæ, hvað ég gat gert mér lífið erfitt.
Þegar ekki er haldbær innistæða fyrir óttanum sem heltekur mann þá er gott að geta gripið til einhvers sem mögulega gæti gerst.
Ég truflast úr hræðslu ef mér verður hugsað til hjartans í mér. Ég meina, kommon, það er búið að slá í 56 ár, án þess að hvíla sig í eina sekúndu. Ef ég fer að velta mér upp úr því og bæti við dassi af staðreyndum, ég reyki, ég er sykursjúk, ég er "alki on the rebound", ég hreyfi mig á milli stóla (nei, annars, rúlla mér um á sama stólhelvítinu, elda meira að segja sitjandi. Ok,ok,ok, ýkjur) og kransæðastífla í famílíusögunni, þá finnst mér að líffærið hljóti að fara að gefast upp þá og þegar og það, gott fólk, heldur fyrir mér vöku. Ég tel slögin, svitna og bíð eftir að krumla dauðans læsist um hjarta mitt.
Nú, það má grípa til annars óbrigðuls ráðs þegar maður þarf að vera hræddur. Ég mæli einmitt með því að sjá fyrir sér að það detti eitthvað af himnum ofan. Allt frá flugvélum til skrúfa og og skrúfjárna úr verkfærakassa vélarinnar til geimsteina og stjörnubrota. Það eru kannski lágmarks líkur á því, en það hefur gerst og þegar ég er í hræðslufóbíu, þá er ég viss um að ég sé óheppnasta mannvera í heimi. Hreinræktað og náttúrulegt úrtak af eintaki sem fellur beint undir "Murphys law".
Svo má bíða eftir að skordýr komi á svæðið, að einhver hafi smyglað inn spordreka frá Grikklandi og að sá komi óboðinn í heimsókn. Við tilhugsunina veit ég ekki hvort er verra, að sjá kvikindið eða vera bitin af því. Hér má líka setja inn slöngur, Tarantúlur, morðóðar Býflugur og annan óþverra eftir þörfum eða p.n.
Ég hef langa reynslu af því að vera skelfingu lostin. Ég býð ykkur upp á hugmyndir. Tek bara lítilræði fyrir. Bara fyrir kostnaði.
Njótið vel.
Mufokkingha.
Járnstykki féll af himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Flugvél hrapi á húsið mitt, ég hrapi í flugvél, að ég detti fram af svölum eða klettum. Ótal dettu hræðslu hugmyndir, hef því hvorki verið á klettabrún eða háum svölum lengi og ekki flogið síðan 2001, hræðsla er vond. Vildi að ég gæti hent henni fram af einhverju hengiflugi.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 17:00
Ég er eins og Ásdís, hvert skipti sem flugvél flýgur hérna yfir þá hugsa ég að nú hrapi hún á húsið! svo er ég að fara að fljúga innanlands á laugardaginn og er strax komin með skjálfta svo er ég með hrikalega stigafóbíu, hvert sinn sem ég labba niður stiga þá rígheld ég mér því ég er svo handviss um að rúlla niður og hálsbrjóta mig.............. er maður í lagi??
Huld S. Ringsted, 17.4.2008 kl. 17:27
Ég er hrædd í hvert sinn sem ég kveð börnin mín í skólann. Farið varlega yfir göturnar klingir í mér á hverjum morgni. En ætli þetta sé ekki eðlileg hræðsla búandi við brjálaða umferðargötu í "stór" borg.
M, 17.4.2008 kl. 17:59
Ég hræðist vælið í lögreglubílum, sjúkrabílum og slökkviliði. Fæ hnút í magann og gref upp í huganum hvar allir í fjölskyldunni er staddir þá stundina. Annars hræðist ég ekki mikið annað en þetta en svo sem alveg nóg því þetta væl heyrist jú daglega og stundum oft á dag.
Skrítið að maður skuli bara ekki vera á róandi, nei segi bara svona.
Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:11
Ég er svo hrædd um að deyja þegar ég fer að sofa á kvöldin og vakna ekki aftur. Klikk
Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 18:59
Miðað við það sem ég er búin að lesa held ég að það sé eitthvað að mér, ég fæ engar hræðsluhugmyndir Ég aulgýsi hér með eftir einhverjum krassandi hugmyndum
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 19:57
Tek undir með Önnu, og þó ekki. En er ekki fyrir öllu að njóta fælninnar sinnar og rækta hana vel? Ég þekki ágæta konu með flughræðslu. Hún dúllar við sína flughræðslu og magnar hana upp með því að horfa á flugslysamyndir. Nýtur þannig lífsins til fulls með spennuna og kvíðahnútinn.
LKS - hvunndagshetja, 17.4.2008 kl. 20:07
Ég er flughrædd og lofthrædd og læt mér nægja það eiginlega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 20:43
Ég er svo hræddur um að gleyma hvað ég ætla að kaupa í Einarsbúð í það og það skiptið, að ég kaupi bara sígó og er alltaf svangur á kvöldin.
Þröstur Unnar, 17.4.2008 kl. 21:07
Á ég þá ekki að koma með gríska sporðdrekann í heimsókn?
Heiða B. Heiðars, 17.4.2008 kl. 21:20
Ég var einu sinni stungin af sporðdreka. En ég er með svo þykkan skráp að hann komst aldrei alla leið í gegnum handlegginn á mér og var svo sjálfur stunginn í gegn með gaffli stuttu síðar
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:56
Eða sko, ég meina í gegnum húðina á handleggnum á mér
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:57
Djö.. hræðslupúkar, nema Anna, hvað á ég að gera til að skelfa úr þér liffið?
Heiða:og ég sem var að hugsa um að fara á Óðugötu í kaffi.
Þuríður: Þú ert hetja.
Hallgerður: Þú ert jafn biluð og ég.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 22:09
Er ekki komin þarna sönnun fyrir UFO? Eg meina, hversu erfitt getur verið að greina úr hverju járnstykki er ? Þau hjá CSI færu allavega létt með það.
Þið eruð öll biluð
Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 22:32
Ég er bara lofthrædd og svo eru það h******s geitungarnir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2008 kl. 02:05
Ég er ekki hrædd við neitt... nema kannski þessa yfirlýsingu mína
Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 07:43
Ég hræðist ansi margt en einna helst hef ég áhyggjur af að ég drepist úr hlátri einhvern daginn við að lesa bloggið þitt mér finnst orðalag þitt oft óborganlega fyndið.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.