Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Játningar móðurinnar
Stundum birtist eitthvað í fréttum af rannsóknum sem "actually" meikar sens. En flest allir sem hafa alist upp í systkinahópi eða hafa átt sín eigin börn, vita að frumburðirnir eru oft "fórnarlömb" fullkomnunaráráttu foreldranna í uppeldistaktík.
Ég gæti sagt ykkur sögur og já ég ætla að gera það.
Ég er frumburður foreldra minna. Ég ólst upp hjá ömmu minni annars staðar í bænum og þegar hamskiptin frægu urðu á undirritaðri á gelgjunni, þá fóru foreldrarnir í fár. Ég mátti mig ekki hræra. Ég held að þau hafi trúað því að ég væri í lífshættu í Æskulýðsráðinu, í Búðinni og Glaumbæ. Kannski höfðu þau rétt fyrir sér. En ég lét ekki að stjórn og þau voru með þungar áhyggjur. Þegar Greta systir fór á gelgjuna tveimur árum á eftir mér, höfðu þau náð að jafna sig nokkuð þessar dúllur.
En..
Frumburðurinn minn hún Helga Björk lenti í mér. Hún er reyndar átta árum eldri en næsta systir í röðinni og nema hvað, ég ætlaði svo sannarlega að koma í veg fyrir að hún fetaði glapstigu móður sinnar. Það var algjört aukaatriði í mínum huga að hún sýndi nákvæmlega enga flóttatilburði út í lífið, lá í bókum, sinnti skólanum og endaði svo sem lögfræðingur þessi elska og hefur nú frekar reynt að ala móður sína upp, frekar en ég hana. Hún segir reyndar stundum,; "mikið rosalega hef ég verið leiðinlegt barn fram eftir öllu".
Stundum náði ég mér einstaklega vel á strik í uppeldistöktunum. Fræg að endemum er strokleðursræðan sem ég hélt yfir dóttur minni úti í Gautaborg þegar við bjuggum þar. Helga Björk hafði fengið lánað til skoðunar merkilegt pennaveski, úttroðið af strokleðrum með lykt, frá Vivianne bekkjarsystur.
Ég: Hvernig getur Vivianne keypt svona mikið af strokleðrum?
Helga: Hún stal þeim í bókabúðinni.
Ég flippaði út. Síðan kom strokleðursræðan sem stóð lengi og fjallaði um siðfræði, þjófsnauta og aðallega þjófsnauta. Ég man að dóttir mín sat undir þessu "uppeldi" mínu, einbeitt á svip, en seinna sagði hún mér að hún hefði hætt að hlusta á fyrstu mínútunum.
Það var allt svo merkilegt fannst mér, það sem ég hafði fram að færa. Vivianne gerðist bankaræningi að sjálfsögðu og fór um með vopnum um alla Gautaborg daginn eftir fermingu. Bonnie endurborin, svei mér þá! Já sæl.
En einu sinn fannst mér að frumburður yrði að vera fullkomin, móðurbetrungur og gott betur. Það tókst, en ég held svona eftir á að hyggja, að það hefði orðið þannig alveg án allra dramakasta og sjúklegrar viðleitni móðurinnar.
Stelpurnar mínar eru nefnilega svo gott sem fullkomnar.
Ég er að segja ykkur það.
Elstu börnum refsað mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jamm börnin mín eru fullkomin, þrátt fyrir uppeldið sem þau fengu hjá mér
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 09:23
Ég gæti ekki verið ánægðari með mín börn er ég er. Hlý, kurteis,, hjálpfús og bara yndisleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:47
úff... minn frumburður kvartar stöðugt yfir þessu, að ég dekri þá litlu. Hún sem þurfti að sæta daglegum barsmíðum og lifa meinlætalifnaði í sínum uppvexti (jeræt!!!). Það er nokkuð til í þessu með frumburði samt en ég held það sé meira vegna þess að maður hefur meiri tíma í uppeldið á einu barni og allur fókusinn er nákvæmlega þar.... fyrir utan að með örverpin er maður eldri og þroskaðri og sér hvað virkar og hvað ekki með tímanum
Börnin mín að sjálfsögðu fullkomin líka
Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:33
Frumburðurinn minn er fullkominn einstaklingur sem hjálpaði mér að halda sönsum. Ég passaði mig þó alltaf að vera mamman og lét vita hvor réði, henni finnst ég yndisleg mamma. Strákonum finnst hinsvegar að ég hafi alltaf verið að siða þá til, en málið er þeir þurftu á því að halda. Kærleikskveðja til þín ljúfust
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:16
Dætur mínar eru fullkomnar enda ekki von á öðru með svona úrvalsmömmu en hvað framtíðin ber í skauti sér kemur í ljós
Eigðu góðan dag Jenný mín
Huld S. Ringsted, 17.4.2008 kl. 11:21
Mín eru frábær líka, bara að koma því að hérna Er samt öllu strangari við stelpuna mína sem er eldri, aðeins slakari á guttann Ætlaði sko ekki að vera tuðandi eins og mamma mín en get svarið það ég heyri sjálf rödd móður minnar ( þessari elsku) úr eigin munni.
M, 17.4.2008 kl. 12:15
Ætli frumburðarþúnglyndi erfist, eða smitist ?
Steingrímur Helgason, 17.4.2008 kl. 13:13
hehe, maður er allavega afslappaðri með þau yngri, það er hreina satt...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:15
Það er erfiðast að losna við það sem erfist neikvætt!
Stelpan mín er yndisleg en hún er ekki fullkomin frekar en ég og þú eða aðrir, hún á sínar dimmu og björtu hliðar eins og ég og þú og aðrir. Ég er nefnilega frumburður.
Edda Agnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:22
Ég held Jenný, að ræðurnar þínar hafi verið það rétta, ég hagaði mér sjálf þannig, og minn frumburður notar sömu aðferð á sinn frumburð, segir það henta best, að kenna barninu rökræður. - Þú færð 5 stjörnur af 5 mögulegum, sem úrvalsmóðir, sem hefur gefið börnum sínum úrvals uppeldi. - Sendi þér því úrvals kveðjur inn í daginn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:36
Já... þið segið nokkuð, er þetta eitthvað nýtt? Elsta barnið sætir refsingum, meðan miðjubarnið gleymist og svo kemur örverpið og það fær allt upp í hendurnar (samkvæmt hinum systkinunum)...
Allavega erum við 7 systkinin... og svona er þetta nokkurnvegin... elstibróðir minn talar ekki um annað en hvernig pabbi var alltaf harður við hann, miðju bróðirinn er sár afþví að það man aldrei neinn hvað hann heitir (eða þannig...) og þar sem ég er yngst...vitanlega, það sést á mér, frekjunni og yfirganganum sem ég sýni allsstaðar Enda hef ég haft pabba minn í vasanum frá fyrsta degi...
aahhh... ÞESS vegna eru bræður mínir allir svona komplexaðir... þeir eru bitrir!...
túsjei!
Takk fyrir kaffið!
Signý, 17.4.2008 kl. 14:40
Helga mjööööög blátt áfram: hún stal þeim í bókabúðinni. hahaha
Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 14:42
Takk stelpur, þið eruð frábærar.
En maður vill svo vel, en eins og þú réttilega segir LG þá skilar tuðið sér samt.
Ég var linari við þær yngri, en ekki að öllu leyti samt. Ég barðist við að halda þeim frá áfengi til síðasta blóðdropa.
Ég hef nefnilega lesið stelpur, að áfengi og fíkniefni skemma þroska ungs fólks hreint skelfilega mikið.
Og þannig er nú það.
Nú eru áhyggjur af börnum sem betur fer út úr myndinni en barnabörnin komin í fókus. Ómægodd.
Signý: Krúttið þitt.
Jóna: Stelpurnar mínar hafa aldrei átt erfitt með að tjá sig umbúðalaust. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 15:04
Svo er það líka alltaf þannig, eða allavega hjá mér að eldri bróðir minn skammar mig bara í staðinn fyrir mömmu og pabba :(
Björn (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.