Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Þar sem kapítal er tónsprotinn
Ég á góðar minningar frá Fríkirkjuvegi 11, gamla Æskulýðsráðinu. Þar var opið hús á kvöldin þegar ég var gelgja og á sunnudögum var hljómsveit og dans.
Ég vangaði, kyssti strák/a á þessum stað í fyrsta og annað sinn. Ég varð ástfangin í fyrsta sinn í þessu húsi. Ég grét úr mér augun á klósettinu, úr minni fyrstu ástarsorg sem gekk yfir á korteri, reyndar, því þá hafði ástin heltekið mig á ný. Ef veggir gætu talað, ómæómæ.
En ég er komin af íslensku alþýðufólki í báðar ættir og ég verð stoltari af því með hverjum deginum sem líður. Ég hefði þess vegna ekki átt séns í að geta keypt Fríkirkjuveg 11, þrátt fyrir að eiga þar pjúra þroskasögu án ættartölu auðvitað. Það geta ekki allir verið Thors. Söluauglýsingin var eiginlega sniðin fyrir væntanlegan kaupanda, þannig að enginn varð hissa þegar Björgúlfur Thor keypti húsið.
Ég hef ekkert á móti Björgúlfi Thor, en ég hef heilmikið á móti því að þessi perla í miðbænum og garðurinn við hana, fari í einkaeigu. Það felur í sér t.a.m. að garðurinn verður lokaður af með lögregluvaldi, ef á þarf að halda, nokkrum sinnum á ári, þegar fyrirfólk (ég æli) á leið í húsið.
Skammastu þín Ólafur F og afgangurinn af valdaræningjunum í borginni. Þetta hús er innmúraður hluti að sögu borgarinnar og á að vera til alemmingsnota. Þarna er hægt að setja upp alls kyns starfsemi, fyrir fólk á öllum aldri. Skammsýnin hjá borgaryfirvöldum er með ólíkindum.
Má eiga von á því að einhver grillinn kaupi Iðnó fljótlega til að nota sem einkaheimili? Þá má jafnvel sjá bláblóðunga sigla um á tjörninni?
Mig hryllir við framtíðarsýninni þar sem kapítal er tónsprotinn.
Ekki nóta þar.
Garðinum lokað ef gesti ber að garði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2987330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
skemmtileg frásögn af því þegar hvolpavitið er farið að gera vart við sig.
Ég er sammála því að þessar húsa-perlur eigi ekki að vera í einkaeigu.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 11:02
Ég á ekki svona ballminningar frá Fríkirkjuveginum en góðar samt því þarna æfði Guðrún mín Ásmundsdóttir leikkona mig fyrir mitt inntökupróf í Þjóðleikhússkólann.
Þetta hús á ekki að vera í einkaeign. Sló mig fréttin í morgun um lögregluvernd fyrir fyrirfólkið ef það héldi veislur. Hver vill búa á slíkum stað þar sem ekkert frjálsræði er. Ég bara sé þetta í anda. Jæja herra lögreglustjóri nú vantar mig löggæslu við húsið mitt ég þarf nefnilega að bjóða fyrirfólki í mat. Víkingasveitin mætt á staðinn, brynvarin og gulir borðar strengdir umhverfis lóðina. Klikkun....
Þessi borgarstjóranefna má virkilega skammast sín!
Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 11:04
Ég var þarna líka eskan, en meir svona í mömmuleik!
Ég var líka í stúkunni Svöfu nr 23 í kjallaranum þar sem við dönsuðum úr okkur gelgjuna. Mannstu þegar Sigurjón klístraði tyggjói í hárið á Önnu Flosa?
Edda Agnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:00
Átti kossa þarna líka.... ekki með þér...
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:22
Hvaða voðalega kossaflens var á ykkur............
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 13:38
Þetta blessaða "kapital" virðist vera gangráður ákvarðana, hjá misvitru fólki!Húsið er náttúrulega hluti af sögu svo margra og var komið í eigu borgarinnar, þar sem það átti auðvitað að vera. Og hugsa sér þau ykkar, sem getið labbað um "Hallargarðinn" og rifjað upp fyrsta kossinn, Vá, minn var á bak við gamlan beitingaskúr.
Hvenær ætli Höfði verði seldur "auðmanni"?
Sigrún Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 14:12
Þetta hefur verið aðal kossakennslustaður borgarinnar, yndislegar minningar. Mér finnst eins og þér og fleirum að þetta eigi að vera rekið á þann hátt að borgarbúar ofl. geti haft gleði og gaman af. Kærleikskveðja til þín elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 14:20
Hm, látum okkur sjá; ja þetta hefur verið upp úr seinna stríði.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:52
Alveg sammála þér jenný mín svona perlur eiga að haldast í almannaeign.
Eyrún Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 17:04
kvitt fyrir lesturinn eigdu gódan dag.
María Guðmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:04
Er þetta ekki einmitt "fyrir sunnan Fríkirkjuna"?
Egill (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:08
Gaman að heyra af þessum ævintýrum þínum í höllinni eins og ég kallaði Fríkirkjuveginn alltaf. Svona hús eiga vissulega að vera í eigu almennings og mér þótti óskaplega sorglegt þegar gamla Borgarbókasafnið var selt.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:13
Ekki man ég eftir þessum uppákomum á Fríkirkjuveginum. Ég var fyrst í Tónabæ og Las Vegas þar sem ég upplifði minn fyrsta koss. Sá strákur giftist seinna náfrænku minni. En ég er sammála um að húsið eigi að vera í eigu borgaranna. Svo er eitt. Ekki myndi ég vilja að garðurinn hjá mér væri opinn almenningi 17. júní og á menningarnótt. Því verður örugglega hætt fljótlega eftir að salan er um garð gengin.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:06
Lengi lifi íslensk alþýða!
Ég tek undir með þér. Langar að garga yfir þessu öllu
Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 05:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.