Leita í fréttum mbl.is

"Sounds like a plan"

Í gegnum allar mínar megrunarkúra hef ég lært amk einn hlut.  Kíló eru afstæð.  Ég hef heldur aldrei orðið vör við að tvær baðvogir væru eins.  Það munar alltaf helling af grömmum, gott ef ekki kílóum.  Þá velur maður út þá vog sem vigtar minnst og ættleiðir hana.

Nú á að endurskilgreina kílóið og þá ætti maður að geta notið þess að lifa.

Annars á ég vinkonu sem hefur verið í megrun nánast frá fæðingu.  Hún hefur gert megrun að listrgrein og sérfræðiþekkingu.  Hún hefur svo mikla skömm á orðinu kíló að hún getur ekki sagt það.  Í staðinn segir hún kóló.  Það er eitthvað svo fyndið en sick að heyra hana segja; "ég er örgla búin að fitna um ein 5 kóló yfir jólin".  Krúttkast.

Kannski verður þetta endurskilgreint á persónulegum level.  Mín kílóþyngd yrði prógrammeruð inn í mína einkavog og vei þeim óviðkomandi mannfjanda (Whistling) sem stigi á hana.  Vogin gæti þá sent frá sér svipuð hljóð og þjófavörn í bílum gefur frá sér.  Sounds like a plan?

Það er dásamlegt að liffa á upplýstum tímum þar sem hægt er að endurskilgreina allan fjárann.

En..

Jenný Una var lasin heima í dag, en fékk að koma til ömmusín til að brjóta aðeins upp daginn.

Hún varð smá pírí og fór  inn í svefnherbergi og lagðist í rúmið mitt.

Amman lagðist hjá henni og strauk henni yfir kollinn en  barn vildi ekkert með ömmuna hafa.

Amma é fer í mitt rúm.  Þú ert alltaf að trufla mér og fikta mér.

Amman: What (eða þannig)???

Jenný: Þú ert alltaf að trufla fólk! (Ætli barn sé orðin læst og farið að lesa bloggið mitt?)

og svo stundu síðar:

Amman: Jenný mín hvað ertu að gera? (Barn að bardúsa í pottaskáp ömmunnar).

Jenný: É er að gera fyrirkommulag!W00t

Niðurstaða: Ég held að ég verði að hætta fyrirkomulags notkuninni um hríð.

Hehemm, eru börn eins og svampar?

Það er eins gott að blóta bara á blogginu, Jenný Una heyrir afskaplega vel.

Dem, dem, dem.


mbl.is Kílóið endurskilgreint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, af hverju þarf alltaf að vera að breyta öllu? Endurskilgreina kílóið! Til hvers? Getur maður ekki bara fengið að hafa sitt (sín) kíló í friði? Ég er ekki ennþá búin að jafna mig eftir að millibörum var breytt í hektópaskal og vindstigum í metra á sekúndu - svo ekki sé minnst á þegar Hvannadalshnjúkur var lækkaður úr 2.119 í 2.110!

Láti menn tölurnar manns bara í friði, takk.

En já... maður þarf að gæta tungu sinnar í návist ungra svampa. Veit það af fenginni reynslu... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Brynja skordal

Já þessi litlu kríli heyra sko vel eins gott að passa sig En best að eiga enga vikt ég verð alltaf eins og indi í fastir liðir eins og venjulega gríp fyrir augun og seigi ojjjj bara hafðu góða nótt

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Signý

HAHAHA! þetta barn er algjör snillingur... en jú börn eru ákaflega miklir svampar, maður getur alveg blóðroðnað þegar þau byrja að apa upp eftir manni óskundann... ekki að ég hafi persónulega reynslu að slíku , enda ávallt passasöm á orðanotkun og orðbragð í kringum litla hreyðjuverkamenn...

Signý, 15.4.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað þá, er fólk að telja grömmin ? Það er ekki allt í lagi.....  Ég á ekki baðvigt og ætla ekki að eignast hana. Mælikvarðinn á mig er ég, en ekki einhver kílóamælir, sem er svo hvort sem er ekkert að marka eftir nýjustu fréttum að dæma

Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 07:13

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Ég verð að fara að passa á mér munninn, nú þegar mínir sólageislar eru að byrja að tala.  Málið er bara það að minn munnsöfnuður hefur snarversnað með aldrinum, asskotans vesen alltaf.

Ía Jóhannsdóttir, 15.4.2008 kl. 08:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn stelpur.  Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 08:28

7 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

.....kóló....kóló er flott!!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Almáttugur. Skildu allir þessa frétt nema ég!!! Gæti eins verið að lesa hebresku.

Jenný Una er snilli. Ein af fáum sem tekst að gera ömmuna orðlausa

Jóna Á. Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband