Leita í fréttum mbl.is

Úr landi með morðingjann

Ég er höll undir fjölmenningarþjóðfélag.  Mér finnst þau ákjósanlegri en hinn kosturinn.

Plúsarnir eru fleiri en mínusarnir, það held ég að sé alveg á hreinu.  Einkum og sér í lagi er frábært að fá fólk til Íslands, sem liggur úti í Ballarhafi, þar sem þjóðin er fámenn og allir undan öllum. 

Frusssssssss meiri viðbjóðurinn.

En, án gamans, það er öllu skemmtilegri bragur á þjóðlífinu eftir að nýjum Íslendingum tók að fjölga.

Það sem ég hins vegar vill að verði tekið á er að grunaðir morðingjar og fólk sem eftirlýst er í heimalandi sínu, sé sent þangað sem það á heima.

Ég skil ekki hvers vegna löggan er ekki búin að koma þessum eftirlýsta manni úr landi þar sem þeir vita um fortíð hans. ´

Flestir Pólverjar eru vinnusamt og heiðarlegt fólk, og þeir eiga ekki að þurfa að vera í tilvistarkreppu og verða fyrir aðkasti sem þjóð vegna nokkurra svartra sauða.

En burt með andskotans ofbeldismennina sem ríða húsum og gera líf okkar þegnanna allra að helvíti. 

Annars er mér sama hverrar þjóðar ofbeldismaðurinn er, þeir eru allir óæskilegir í mannlegu samfélagi á meðan þeir eru virkir í óþverraskapnum.  Það á að senda skýr skilaboð til þeirra, að það hafi afleiðingar að meiða fólk.

Íslensk skáldkona sagði einu sinni þessi vísu orð (reyndar í öðru samhengi en slétt sama); "það skiptir engu máli hvaða þjóðerni er áfast hinum endanum á tittlingnum".

Ég hallast að því að hún hafi haft rétt fyrir sér þar.

Hananú.

P.s. Af gefnu tilefni þá vil ég taka fram að ég sé enga lausn í sakavottorðum.  Enda fólk víða um heim á sakaskrá fyrir að mótmæla þjóðfélagsskipulagi svo dæmi sé tekið.

En eftirlýstir morðingjar og dæmdir ofbeldismenn mega fjúka.


mbl.is Hefur enn ekki gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér og ALLIR SEM KOMA HINGAÐ TIL VINNU OG BÚSETU FRAMVÍSI SAKAVOTTORÐI. 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:09

2 identicon

Sakavottorð er svo sem gott og gilt, en hvað með þá sem fremja glæpi en hafa aldrei fengið dóm?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:13

3 identicon

Hummm.... hvað með þetta ..."uns sekt er sönnuð" ? Ef við notum amerísku aðferðina um sakavottorðið þá vil ég að ónefndir íslenskir ríkisborgarar framvísi því þegar þeir koma úr sólarlandsferðinni. Takk.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Burt með glæpaklíkuna úr landi.STRAX

Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil enginn sakarvottorð hérna.  Fólk getur verið með sakavottorð fyrir að mótmæla kúgun í heimalandinu t.d.

En í þeim tilfellum þar sem fólk er eftirlýst vegna glæpa á það að fara heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Þröstur Unnar

...og kannski meira um sakavottorðin. Það er hægt að kaupa þau hvítþvegin í Póllandi og víðar.

Þröstur Unnar, 14.4.2008 kl. 18:01

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sakavottorð er ekki rétt að mínu mati...en ég furða mig á að maðurinn sé búin að vera hér síðan hvað síðan síðasta sumar..og ekki komist upp fyrr en núna og ég furða mig líka á að löggan geti ekkert gert þegar um svona alvarlegan glæp er að ræða þó að hann sé framinn í öðru landi....hef bara velt þessu fyrir mér.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.4.2008 kl. 18:11

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég skil þetta ekki alveg. Grunuðum mönnum er sleppt úr landi og morðingjum leyft að leika lausum hala. Er það bara ég eða er þetta ekki eitthvað öfugsnúið?

Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:21

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

I'm confused. Er þetta bara málið. Þurfum við að bíta í þetta súra epli? Ef sakavottorðin eru ekki marktæk, þá er lítið eftir. Ansi erfitt að hafa stjórn á þessu.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 18:56

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nú skilst mér á fréttum að maðurinn fyrri sig allri sakargift og sé hvítskúraður upp fyrir haus.  Hverjum á að trúa?   Fínnt innlegg í nýju sakamálasöguna hans Þráins sem er í smíðum og fjallar um innflytjendur.  

Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2008 kl. 19:38

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Úr landi með morðingja...Hvaða morðingja?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.4.2008 kl. 20:12

12 Smámynd: Linda litla

Ég var einmitt að blogga um pólverja í annað skiptið í dag....

Linda litla, 14.4.2008 kl. 21:11

13 Smámynd: corvus corax

Það er minnsta mál í heimi að losna við svona kauða. Úrskurða hann í farbann og hann er farinn með það sama hvort sem löggan vill eða ekki. Ef við viljum svo fá hann aftur þá bara setjum við hann í endurkomubann og ...hviss bang! hann er kominn að vörmu spori. Þannig er nefnilega eftirlit framkvæmdavaldsins hér á landi, sprenghlægilegt eins og allt annað úr þeirri áttinni.

corvus corax, 14.4.2008 kl. 22:16

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný...ég er svo algjörlega sammála þér, þú hefur bloggað um þetta áður og það er alltaf eins og talað út úr mínu hjarta.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.