Leita í fréttum mbl.is

Ég er kolfallin fyrir Sigmundi Erni

 060361-2079

Ég er fallin fyrir Sigmundi Erni Rúnarssyni, manninum með hin stingandi augu.  Ég held að hann hljóti að vera toppmaður í rannsóknarblaðamennsku.  Maðurinn hlýtur að sjá gegnum holt og hæðir með röntgenaugunum sem fylgdu honum við fæðingu. 

SE á pláss í hjarta mínu eftir að hafa fyrstur notað hina (of)nýttu setningu; "auglýsingar eru handan við hornið". 

En það eru ekki augun sem hafa orsakað fall mitt.  Heldur þátturinn hans, Mannamál.  Ekki svo mikið viðmælendurnir, en þeir eru upp og niður eins og gengur, heldur menningarumfjöllunin, þar sem Gerður Kristný og Katrín Jakobs, fara á kostum.  Reyndar hef ég séð Gerði Kristnýju oftar og hún er frábær og skelegg.

Svo er það hið frábæra framtak "The eye man" að hafa Einar Má til að flytja okkur pistilinn.  Mikið andskoti var hann góður í gærkvöldi.  Það munaði engu að ég ryki upp á Stöð 2 og léti manninn átógrafa á mér upphandlegginn.

Ég segi ykkur það, að Ray Davis í Kinks skrifaði einu sinni á handlegginn á mér og ég gekk með viðkomandi útlim í plasti, vikum saman, eða þar til önnur músíkhetja varð mér hugleiknari og þá var Ray settur út af sakramentinu og útlimurinn lagður í lút.  Æi þið vitið, mórallinn hjá úllanum alveg: Either your in or your out fyrirkomulagið.

Svo skammaði SE,  Þorgerði Katrínu fyrir að tala of mikið.  Kommon Sigmundur, er til stjórnmálamaður sem ekki þjáist af ofvirkni í  talfærum?  Æ dónt þeink só.

Habbíhúbba hvað ég elska mánudaga.

Nema þegar þeim sökka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er með gsm hjá the  eye man .Get sent þér það.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Neibb Birna mín, þetta er pjúra andleg aðdáun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 12:01

3 identicon

.Er með ýmis númer.Aldrei að vita hvenær maður þarf að hringja í mann og annan

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:06

4 identicon

Vinir mínir í Danmörku lögðust jafnan í gólfið og grenjuðu úr hlátri þegar ég setti í vídeó með fréttum af heiman. Þá var Sigmundur á skjánum og þeir misstu sig gjörsamlega yfir honum.

Þeir skildu auðvitað ekki eitt aukatekið orð og spurðu því eðlilega:

"Af hverju er maðurinn svona reiður, Orri?"

Orri Harðarson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:17

5 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Sigmundur er góður ekki hægt að segja annað.

Eyrún Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahaha Orri toppar þig þarna Jenný þó frábær sért  

Jóna Á. Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 12:26

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Orri er alltaf góður, kíktu á bloggið hans.

Orri: Gaman að "sjá" þig hér.  Fylgist auðvitað með þér í útlegðinni frá Moggablogginu.  Einar biður að heilsa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 12:33

8 identicon

Kærar kveðjur til húsbandsins, Jenný mín. Vonandi sjáumst við, áður en langt um líður ...

Orri Harðarson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

kvitt kvitt

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.4.2008 kl. 13:02

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki séð þennan þátt, þarf ef til vill að fara að finna tíma fyrir sjónvarpið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 13:25

11 identicon

Var í Austurbæjarbíó líka hér um árið. Fórnaði engum líkamshluta fyrir Kinks. Simmi er jú auðvitað eins og margt annað, svona akureyrskur. Hann og Villi naglbítur eru með sendiherratign. Tattúú á...nei annars..

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:38

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst hann frábær hann Sigmundur Ernir.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 14:16

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Of grimmur fyrir minn smekk.

Marta B Helgadóttir, 14.4.2008 kl. 14:41

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Alveg sammála...Simminn var flottur í gær....

Bergljót Hreinsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:11

15 Smámynd: Signý

Oh... ég held að það sé ekki til sá fréttamaður sem fer jafn mikið taugarnar á mér og Sigmundur Ernir Ég fæ alveg tremma þegar ég sé þetta á skjánum... veit ekki hvað það er. Held samt að það sé dramatíkinn sem er alltaf í honum... já...hann er dramaqueen

Signý, 14.4.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband