Mánudagur, 14. apríl 2008
"Samfylkingin con art unlimited"
Þegar ég kaus, 12. maí í fyrra, var ég auðvitað með það alveg á hreinu hvað ég myndi kjósa.
Ég fór meira að segja og kaus utan kjörfundar vegna þess að ég var svo hrædd um að ég myndi kannski fótbrotna eða verða fyrir loftsteini á kjördag og gæti þar með ekki kosið VG. Ég tek nefnilega ekki sénsa. Það eru sko líkur á öllu sem getur gerst. Að vísu eru líkurnar á að loftsteinn detti í höfuðið á mér ekki nema svona einn á móti milljónskrilljón, en líkurnar eru þarna. Ég tek ekki sénsa þegar ég fæ tækifæri til að praktisera lýðræðið.
Atkvæðið mitt er mér svo fjári mikilvægt.
Þrátt fyrir að ég væri með það á hreinu hvað ég myndi kjósa, var ég búin að fylgjast vel með Samfylkingunni. því þar er fólk sem ég hef kosið í öðru samhengi. Eins og til dæmis Solla, sem er að mínu mati flottasti borgarstjóri þessarar borgar, frá upphafi. Jóhönnu hef ég kosið og fleiri og fleiri. En ég sem sagt kaus VG. Ég sé ekki eftir því.
En þessa dagana er mér hugsað til allra þeirra sem féllu fyrir "Fagra Ísland" fyrirkomulaginu hjá Samfó, fyrir afvopnunartali þeirra og öllu hinu sem þeir ætluðu að breyta til betri vegar en hafa ekki gert.
(Jóhanna Sigurðardóttir á þó enn alla mína aðdáun.)
Ég held að margir þeirra sem kusu Samfó vegna ofangreindra mála, óski sér þess heitt og innilega að þeir hefðu gert eins og ítalski karlmaðurinn sem sagt er frá í fréttinni.
Hann át kjörseðilinn sinn í staðinn fyrir að setja hann í kjörkassann.
Hí á ykkur, nananabúbú
Súmí.
Borðaði kjörseðilinn í stað þess að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Halloki, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
já, en ef þú ert að hugsa um að vg séu betri kostur, þá ertu á villigötum, allir flokkar eru gagnlausir, lýðræðið er fals,
eina rétta aðgerðin er að fara ekki á kjörstað, því sama hvað þú kýst, þá er kjörsókn og svo niðurstöður notaðar til að ljúga því að við séum að fá það sem við vijum....
sjá kosningagamminn
Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:38
Sumir átu ofan í sig ýmis loforð á stjórnarfengitímanum viltu nokkuð dæmi? Hint; Karlinn er enn á slitnu biðilsbuxunum. Æsújú..gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:42
Mér datt þessi frétt strax í hug við lesturinn á pistlinum þínum Jenný.
"A Bosnian man whose home has been hit an incredible five times by meteorites believes he is being targeted by aliens." Meira
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.4.2008 kl. 09:43
Ég ætla að ég kjörseðilinn minn á næsta kjördegi + kjörkassann. Arghh
Jóna Á. Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 09:44
Og ég man eftir rauðbirknum manni á kosninganótt sem jarðaði þar eigin yfirlýsingar um myndun vinstristjórnar í landinu.
Æ, Jenný mín - ef allir gætu nú alltaf fengið allt sem þeir vilja strax?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.4.2008 kl. 09:44
Almáttugur. það mætti halda að það væri mánudagsmorgunn.... þetta átti að vera svona: Ég ætla að éta kjörseðilinn minn á næsta kjördegi + kjörkassann. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARGGHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
Jóna Á. Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 09:44
Þetta segir mér að það borgar sig ekki að mæta svangur á kjörstað.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:52
Bárður: Ég skil þig og ég held ekki að VG sé svarið við öllu. En ég kaus ekki samfó. Það gerir þessa dagana, gæfumuninn.
Gísli: Skammastín.
Svanur: Góður.
Jónsí: Þú hefðir átt að hlusta á vinkonu þína þá værir þú í góðum.
Ólína: Það er ekki rétt að Steingrímur hafi jarðað eitt eða neitt. Hann var að vísu ansi yfirlýsingaglaður, en auðvitað var viljinn til samstarfs við íhaldið það sem félagar þínir vildu. Mér finnst þessi staðhæfing, algjört cop out.
Steingerður: Já borða áður en kosið er, það er málið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 10:09
Ég er alveg búin að sjá hvað málið er.....
Jenný mín, þú þarft að skella þér á þing, þú gætir amk stofnað Bloggflokkinn
Linda litla, 14.4.2008 kl. 10:48
Sæl Jenny! Ég kann ekki stjórnmál og hef ekki kosið á Íslandi í 25 ár. Svo hvaða "flokkur" er góður eða ekki, hef ég ekki frekar skoðun á frekar enn hvernig er farið að því að fljúga flugvél. Ég er alltaf farþegi í flugvélum og aldrei í fyrsta farrými heldur. Ég sé fyrir mér að "Conartist" persónuleikar eru búnir að ná saman í íslensku stjórnmálum ásamt valdamiklum peningamönnum á Íslandi og dáleiða almúgan sundur og saman. Vitna ég í athyglisverða fyrirsögn þína, nema þann hluta þegar talað er um Samfylkinguna sem ég veit ekkert hvað stendur fyrir raunverulega. Ég veit ekki heldur hvernig kjörseðill er á bragðið.
Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 11:07
Hvað ætli sé best að drekka með kjörseðli...?
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 11:14
Hörður: Kveðja til þín, þú bráðskemmtilegi maður.
Lára Hanna: Blávatn er best í flest
Óskar: Aldrei of steint að byrja að kjósa. Þó ekki væri til annars en að bragða kjörseðilinn
Linda: Ég stofna eitthvað, það er á hreinu, t.d. samtök greiðuspilandi bloggara með hálsríg. Hver veit? Kveðjur til þín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 11:40
Ég sé nokkra samfylkingamenn hér í kring um mig, sem ganga með hausinn niður á bringu. Enda fer lítið fyrir loforðunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 13:28
Ég er ekki sammála því að það sé copout að Steingrímur hafi jarðað hugmyndina um vinstra samstarf. Hann notaði hvert tækifæri til að rífast í Framsókn og heimtaði meira að segja afsökunarbeiðni frá formanni Framsóknar í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Auk þess viðurkenndi hann að þegar Ingibjörg hefði talað við hann eftir kosningar um samstarf þá hafi hann sagt að hann vildi ekki starfa með Framsókn. Er þá nokkur möguleiki á samstarfi eftir það?
Mér finnst nefnilega að VG og þá auðvitað aðallega Steingrímur verði að taka ábyrgð á því að vinstri stjórn gekk ekki upp. Hann vildi ekki fara í slíka stjórn vegna reiði út í Framsókn og því fór sem fór.
Guðrún (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:13
Ég er flokksbundin í Samylkingunni en kaus samt VG út af Svandísi Svavars.
Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.