Sunnudagur, 13. apríl 2008
Lítill drengur sem var
Sumir dagar eru á röngunni. Ég vakna og það malar eitthvað í magagrópinni eins og villidýr sem er við það að losa svefninn og ætlar svo á mig, éta mig upp til agna.
Svona líður mér stundum og ekki misskilja mig, ég á ekkert bágt, ég held að þetta sé normal ástand hjá öllum sem hafa lífsreynslu að baki í einhverju formi.
Samt verð ég alltaf svo hissa. Ég er nefnilega búin að vera fórnarlamb, búhú-kona og tárafrömuður og ég hef fyrir nokkuð löngu síðan kastað öllum þessum hækjum og afsökunum fyrir að hreyfa ekki á mér minn eðla afturenda, út í hafsjó.
Þess vegna finnst mér ekki að mér eigi að líða illa, eða undarlega og vera döpur. Það er allt með besta móti í kringum mig og ég er kona með forréttindi þeirra sem hafa sloppið fyrir horn.
Nú hef ég hins vegar ákveðið að veita mér þau sjálfsögðu forréttindi að vera döpur. Þó ég hafi ekki grænan grun um hvers vegna ég er það einmitt í dag. Og þó, kannski veit ég það, fortíðin kemur stundum upp að manni, óforvarandis, og það getur verið svo andskoti sárt.
Mig dreymdi lítinn dreng sem heitir Aron Örn og var annað barnabarnið mitt sem fæddist. Hann lifði í 3 mánuði. Okkur sem hlut áttum að máli hefur lærst að lifa með missinum og ég hélt satt best að segja að með sáttinni væru draumarnir hættir að koma.
Þessi draumur var svo sterkur og raunverulegur að ég varð miður mín yfir að vakna.
En svona er lífið. Það er ekki alltaf upp á bókina.
En ég tóri. Ég verð orðin glöð á morgun, jafnvel eftir klukkutíma.
Þannig er nú það. Ég á svo margt að lifa fyrir.
Og nú er ég hætt, áður en þessi færsla fer í vaskinn.
Stundum er ágætt að deila með sér reynslu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Takk fyrir þessa reynslu sögu!
Er með nákvæmlega sömu reynslu núna. Held alltaf að mér eigi að líða vel.
Og svo líður mér ekkert svoleiðis eins og ég vil hafa það.
"Lækna" þetta oftast með kaffi og sígarettu og góðu fýlukasti sem ég bragbæti með sjálfsvorkun...
svo les ég eitt blogg, svona eins og þetta, og líður strax betur en af aðferðinni minni..
Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 12:59
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 13:01
Þekki ekki nákvæmlega þetta af eigin raun, og get ekki ímyndað mér að maður verði nokkurn tíman sáttur. En eins og þú segir, verður maður víst að læra að lifa með svona.
Kveðja til þín.
Þröstur Unnar, 13.4.2008 kl. 13:06
Knús á þig Jenný mín. Að missa barn eða barnabarn, hlýtur að vera ein erfiðasta lífsreynsla, sem manneskja gengur í gegn um.
Sigrún Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:18
Þú ert yndisleg
Heiða Þórðar, 13.4.2008 kl. 13:46
takk fyrir ad deila thessu med okkur
María Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:47
Huld S. Ringsted, 13.4.2008 kl. 14:02
Þurfum að vera döpur inn á milli. Held að það sé nauðsynlegt til að kunna betur að meta stundirnar sem við erum búbblandi af kátínu. Takk elskan mín fyrir kveðjuna frá fröken Flækhildi
Jóna Á. Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 14:38
Mér þykir vænt um þig.
Edda Agnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:42
Nákvæmlega svona er þetta hjá mér.Og að leifa sér að syrgja er nokkuð sem ég þarf að takast á við og hætta þessum töffaraskap.Að syrgja og vera fórnarlamb(sjálfsvorkun)er tvennt ólíkt en samt svo stutt á milli þessa.Góð færsla yndislega kona
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:50
Skil þig betur en þig grunar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:50
Tilfinningar koma ekki eftir pöntun. Stundum vella þær bara fram - gjörsamlega óboðnar. Þýðir ekkert að kæfa þær, leyfa þeim að flæða frjálst - annars kemur stífla, það er miklu verra. Knús á þig og elsku litla drenginn sem er farinn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 15:07
Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 15:12
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:30
Það er gott að geta syrgt og grátið.
Ía Jóhannsdóttir, 13.4.2008 kl. 15:52
Hvað getur maður sagt, Jenný? "Kötturinn" í hálsinum á mér stækkaði alveg hellings við að lesa þessa færslu. Lovjú.
Hugarfluga, 13.4.2008 kl. 15:58
Enginn getur skilið þetta til hlítar, nema sá sem hefur sjálfur orðið fyrir mikilli sorg. Og það sem manni er sárast um er fjölskyldan, maki, börn og barnabörn. Það er aldrei hægt, ekki alveg, að sætta sig við dauða barns síns eða barnabarns. Þau sár gróa ekki. Gangi þér vel.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:21
Jenný getur verið að það sé fjölgunarvon í fjölskyldunni ? Sumir vilja koma aftur, og fá tækifæri til þess. Svo er bara að bíða og sjá. Ég missti bróður 7 mánaða gamlan, það var hræðilegt alveg. Hann var hálfum mánuði eldri en elsti sonur minn, þeir voru eins og tvíburar, því eg bjó heima hjá mömmu á þeim tíma. En svona er lífið. Knús á þig elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 16:26
Það hljóta allir sem búa yfir svona reynslu að verða daprir öðru hverju. Ég verð stundum hræðilega niðurdregin og ég hef ekki nokkra ástæðu til, miðað við þig.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 16:34
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:12
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:30
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 13.4.2008 kl. 20:09
Þú ert kona með stórt hjarta og stóran faðm...það er lykillinn að gullna hliðinu...kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:52
Takk öll fyrir falleg orð.
Nú er ég glöð og kát aftur. Hvernig á annað að vera. Þið eruð svo yndisleg öll sömul.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 21:54
Ég votta samúð mína hér með
Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 21:59
æ, var búið að loka, hressa
Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:01
Ég samhryggist þér jenný mín þetta er sjálfsagt eitt það erfiðasta sem hægt er að lenda í allt annað virðist svo lítilvægt í samanburði við svona missir.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:01
Jenný - ég tek undir með Ásthildi Cesil. Þetta gæti verið nafnavitjun í draumi. Það er kannski von á fjölgun.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.4.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.