Sunnudagur, 13. apríl 2008
..og ég missti kúlið
Ég er svona happígólökkí kona, sem rúlla mér í gegnum lífið, yfirleitt í ágætis skapi. Ég pirra mig þó stundum yfir smámunum, en það kryddar bara tilveruna. Það er nefnilega nauðsynlegt að urlast upp öðru hverju.
En hvað veðrið áhrærir þá hef ég tekið skynsamlega afstöðu, þvert á þjóðarsálina. Mér finnst veður leiðinlegt umræðuefni og ég gef dauðann og djöfulinn í að velta mér upp úr því. Það er nefnilega ekki til neitt vonlausara á þessu landi þar sem veðrið er eitt stöðugt sýnishorn, að vera mikið með það á heilanum. Sem umræðuefni er veður glatað, því það leiðir ekki til neinnar niðurstöðu. Veður er bara, án tillits til skoðana og tilfinninga fórnarlambana.
En í morgun missti ég kúlið alveg gjörsamlega. Hér er allt hvítt. Og í gær hafði ég verið að draga fram sumarfílinginn og ég sá fyrir mér kjarr, fann næstum sólina verma hörundið og lyktin af blóðbergi hafði tekið yfir skynfærin. Það er gott að geta látið sig dreyma.
Hálka og éljagangur, hálkublettir, ófærðir og allur sá pakki, á andskotinn hafi það ,ekki að vera hér samkvæmt almanaki. A.m.k. mínu almanaki. Burt með þetta hvíta duft með allar sínar aukaverkanir. Ég vil fara í tjald og það í dag. Ok,ok,ok, ekki tjald kannski en ég vil sjá jörðina, skollin hafi það.
Það eru ákveðin takmörk á mínum teygjanlega þolþröskuldi, innblásnum af æðruleysi. Ég er búin að fá nóg. Snjór, snjór, burt með þig.
Global warming hvað?
Cry me a river.
Hálka og éljagangur á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert snilldarpenni kona
Góðan daginn
Nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni, ert þú ekki búin að lesa hana þessa? Endilega vertu með svona einusinni??
Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 09:56
Sæl kæra Jenný, þú ert frábær penni, ég mæli með að þú skrifir bók. Þú færir létt með það.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.4.2008 kl. 10:11
Nú er ég bara algerlega sammála þér ! Annars er farið að sjá mikið í jörð hérna fyrir norðan
Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 10:58
Ég er SVO sammála þér. Alltaf þegar ég hugsa, vorið er komið Þá kemur þessi and.... (afsakið orðbragðið) snjór !!!
Ég bíð og bíð og bíð eftir alvöru vori og ekta sumri. Það hlýtur að fara að skella á. Það er spurning hvort að það sé eitthvað illa skrúfað fyrir snjókranann þarna uppi.
Eigðu góðan dag Jenný mín.
Linda litla, 13.4.2008 kl. 11:03
Æ já þessi snjór má alveg fara að fara, má auðvitað vera aðeins lengur í blómabeðum og svoleiðis til að hlífa gróðri, en götur og torg eiga bara að vera þurr og hrein og hananú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 11:12
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Hugarfluga, 13.4.2008 kl. 11:15
Ég var að huxa... enda sunnudagur. Fyrstu viðbrögð við snjónum voru undrun og ergelsi - þetta á ekki að gerast undir miðjan apríl!
En svo fór ég að rifja upp og uppgötvaði að þetta er ekkert óalgengt. Ég miða það við þá reglu að við eigum að taka nagladekkin undan bílunum 15. apríl - samkvæmt lögum.
Ég hef í mörg ár verið með atvinnubíl til að keyra um með erlenda ferðamenn og verð að vera tilbúin til að keyra nánast hvert á land sem er, hvenær sem er. Og ár eftir ár hef ég ekki getað skipt um dekk á réttum tíma, einmitt vegna snjókomu og hálku. En þetta er ekkert skemmtilegra þótt það sé ekkert óalgengt.
Er að hlusta með andakt á Jónu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:19
Hmmm, var hvít jörð í morgun þarna hinum megin við hafið? Hér virkar gott veður (ekkert að marka) en það er ekki snjókorn á Skaganum. Akurru fáið þið snjó en ekki við? Hefði alveg viljað renna mér á skíðasleða niður brekkuna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:48
Og ég sem er að keyra austur fyrir fjall og búin að skipta yfir á sumardekkin :o Hefði ekki einu sinni þurft þess, þar sem við erum ekki á negldu heldur loftbólum.
(neinei, búin að fá lánaðan fínan fjórhjóladrifinn bíl á vetrardekkjum...)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:51
Eina sem ég hef að segja er grgrgrgrgrgrgrgrg burt með hvíta draslið.
Hélt ég væri orðin einkvað geðveik þegar ég vaknaði og leit út í morgun.
prufaðu oft að loka augunum og opna þau aftur það virkaði ekki.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:52
Þetta veður er mjög ótaktískt og dónalegt ! .. SEGJUM NEI VIÐ MEIRI SNJÓ!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 12:35
En sjáið þið hvað verður bjart úti gott fólk. Fönnin fellur létt á stétt.
Lemjið mig bara.
M, 13.4.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.