Laugardagur, 12. apríl 2008
Andskotans friðarspillir
Í gærkvöldi horfði ég á öfluga heimildarmynd um dópsölu, smygl og allan pakkann, sem heitir "The Cocane Cowboys". Mögnuð. Dóp er viðbjóður og þeir líka sem eru að hagnast á því. Afgreitt og tékk. Mæli með að þið takið hana á næstu leigu.
Og svo fór ég að sofa í höfuðið á mér. Og síminn hringir um miðja nótt. Ég rauk í símann, dauðhrædd auðvitað, um að eitthvað hefði komið fyrir sem varðar mína nánustu.
Rödd í síma; Máétalavigslrðk! Röddin var karlmanns, hann talaði í boðhætti og hann heimtaði skýr svör. Ekki að hann væri í skýrleikadeildinni sjálfur, blessaður. Ef friðarspillirinn hefur ekki verið búinn að innbyrgða meðal mánaðarskammt bjórframleiðslu á landinu, þá heiti ég Geir Ólafsson. Ég lagði á, skildi ekki manninn. Hann hringdi fjórum sinnum með sama erindið, og ég engu nær.
Og nú skilur engin neitt í því að ég skuli ekki bara hafa rifið símasnúruna út úr innstungu með rótum. En ég á erfitt með það. Ég er alltaf hrædd um að það náist ekki í mig ef eitthvað kemur fyrir. Þetta eitthvað, verður ekki sett í orð, en það má segja að ég sé fyrirfram aðvöruð og til eilífðarnóns hrædd um símtöl sem koma óvænt og innihalda váleg tíðindi svo ekki sé nú meira sagt.
Húsbandið spurði mig svo að því í morgun hvort ég teldi það ekki smá óheilbrigt að ganga út frá því að það versta mögulega geti gerst og ég verð að játa að mér brá við.Og ég fór að hugsa (það má á laugardögum). Hvað er að mér? Af hverju sé ég ekki þennan einfalda hlut? Það er ekki hægt að lifa lífinu með það í huga að eitthvað skelfilegt sé um það bil að henda, ef ég slaka á. Ég hristi mig ærlega til. Svona vil ég ekki vera. En það tekur stundum langan tíma fyrir fólk (lesist mig) að sleppa skelfingunni.
Nú hefur kærleiksheimilið tekið ákvörðun. Héðan í frá verður slökkt á síma á nóttunni um helgar. Svefninn er dýrmætur og ég nenni ekki að eiga orðastað við einhvern sem er svo víraður af neyslu einhverskonar hugbreytandi efna, að hann slær inn vitlaust símanúmer, hvað eftir annað.
Auðvitað gerast bara góðir hlutir. Ég lít svo að ég sé búin með minn vonda skammt. Arg. Nú fæ ég angist. Sjö - níu - þrettán.
Nú verður liff í lífinu.
Yfir og út.
Endurhæfingarnefndin
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég skil þig alveg Jenný, ég get ekki slökkt á símunum hjá mér á nóttinni eða sett þá á silence. Það getur alltaf eitthvað komið upp á. EN það er aftur á móti óþolandi að fólk skuli vera að hringja á næturnar, sem að gerist ekki ósjaldan þegar það fær sér í glas.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 09:52
Þú ert náttúrulega algjör dóni! Maðurinn hringir til að spjalla og þú ert bara með tóma stæla! :)
Heiða B. Heiðars, 12.4.2008 kl. 09:52
já það er örugglega ekki auðvelt að taka síman bara úr sambandi og treysta á að enginn þurfi á manni að halda, en þú getur þetta svona rétt í nokkra tíma yfir helgi .... vona ég
ömurlegt að vera vakin upp af værum svefni fyrir svona bull
Rebbý, 12.4.2008 kl. 10:07
Átti alltaf i erfidleikum med ad sløkkva á simanum...en tók í rakkatid á mér og hafdi thad af eina nóttina ( fékk stundum svona óbodna gesti simleidis..) hugsadi sem svo,ég er vøknud svoo eldsnemma ad thad hlýtur ad mega bida thangad til med fréttir,gódar eda slæmar. Allavega getur madur ekki alltaf verid á vaktinni eins og thú segir,svefninn er mjøg mikilvægur
María Guðmundsdóttir, 12.4.2008 kl. 10:27
Kannast við þetta "búastviðhinuversta" syndrómi. Er alveg að vanda mig við að læknast af því. En það er bara þannig, að þegar maður er brenndur er orið til staðar. Maður verður bara að klæða það af sér.
Hugarfluga, 12.4.2008 kl. 10:38
Ég yrði brjáluð ef einhver spillti mínum nætursvefni en ég mundi sjálfsagt frekar tuða ofan í koddann en að taka símann úr sambandi, gengur ekki að missa af einhverju!
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 11:36
Ég var illa haldin af þessu syndromi á tímabili, en svo tók ég mig á og mér líður ekkert illa með því. Einhversstaðar segir að vondar fréttir komi aldrei of seint....
Jónína Dúadóttir, 12.4.2008 kl. 12:37
Ég yrði líka brjáluð ef einhver mundi hringja í mig að næturlagi bara til að spjalla. En ég skil þig að svara símanum maður veit ekki nema að eitthvað hafi komið fyrir hjá manni nánustu.
Góða helgi Jenný mín
Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 12:44
Maður verður að læra að sleppa stelpur, og heimurinn ferst ekki þó við förum af vaktinni. Það er ég að reyna að læra að temja mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.