Leita í fréttum mbl.is

Reðurtákn Smárans

Það er auðvitað guðs mildi að ekki fór ver í turnbrunanum í gærkvöldi.  Sjúkkkkitt.

En..

ég skil ekki af hverju Íslendingar byggja þessar reðurbyggingar beint til himins.  Það er ekki eins og við séum í vandræði með landrými, meiriparturinn af þessu landi er óbyggður.

Já ég veit, það á að troða öllu á einn og sama blettinn.  Ég veit fátt ljótara en þessi háhýsi sem standa eins og Gúliver í Putalandi og gnæfa yfir lágreista byggð.  Eins og húsin í Hátúninu og við Austurbrún.  Svo höfum við nokkur hér við rætur Seljahverfis, auðvitað fyrir eldri borgara.  Það er einhver lenska að byggja upp í loft þegar byggt er yfir þá sem eru komnir á síðara æviskeið.  Svona magndæmi.  Allir í sama kofann, hver ofan á öðrum.

Þetta er svo andskot ljótt. 

Í hvert einasta sinn sem við húsband förum þarna niður í Smárann, frussa ég og segi það sama.  Mikið djöfull (segi reyndar ekki djöfull, blóta bara á blogginuHalo) er það ljótt þetta glertyppi sem er á leiðinni til himins.  Já,já, segir húsband, ég veit hvað þér finnst.  Og ég alveg að verða æst; finnst þér þetta fallegt maður???? Hann; nei, nei, en fjandans húsið er risið, róaðu þig.

Hm..

Svona geta samræður í sjálfrennireiðum verið glimrandi djúpar og frjóar.  Vandamálin margslungin og óleysanleg.

Ég kom ekki nálægt þessum kumbalda í gærkvöldi, bara svo það sé á hreinu.

Enginn í vegg.

Ójá.


mbl.is Ekki miklar skemmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Ragnheiður

Jenný, rétt hjá þér er einhver versti skandallinn. Stóru blokkirnar á horninu, innmúraðar af brjáluðum umferðargötum á 2 vegu og mýri á hina tvo kantana. Það er byggt miskunnarlaust á umferðareyjum undir gamla fólkið og það kemst ekki lönd né strönd þaðan.....hrmpf.

góðan dag mín kæra

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

kannski kemur útsýnið eitthvað við sögu..........

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla: Þú færð 10 fyrir viðleitni.  Hvers eiga þeir að gjalda sem eru á neðri hæðunum?  Útsýni my arse.

Ragga: Sammála.  Það er ekki séns að komast frá þessum húsum nema í bíl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Ragnheiður

Útsýnið í blokkunum sem ég er að tala um er ekkert fyrr en þú ert komin á 6 hæðina eftir að brúin kom þarna.

Ég persónulega ætla aldrei í turninn....ég er skítlofthrædd og þori alls ekki að ætla að borða á 19 hæð

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 10:02

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér finnst þessi glerturn ekki flottur og sárvorkenni fólkinu sem á íbúðir þarna í kring og VAR með útsýni - en ekki lengur! ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.4.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jenný, hvar er kveikjarinn þinn????

Vegna tæknilegra vandamála hef ég ekki getað kommentað hjá þér af sjónum.

Kem alltaf við samt.

VIldi bara kasta á þig kveðju, gaman að finna í gegn um bloggin þín að "kerfið" okkar góða svín virkar. Var einmitt að koma inn á 12 sporin í bloggi hjá mér.

Einar Örn Einarsson, 10.4.2008 kl. 10:22

8 Smámynd: Dísa Dóra

Glerturninn er ekki fallegur satt er það - en satt best að segja finnst mér reðurtáknið við hliðina ekkert minna dónalegt þó það liggi nú á hliðinni

Dísa Dóra, 10.4.2008 kl. 10:23

9 Smámynd: M

Háhýsi fyrir gamlingjana, er það ekki styttri leið til himna ?  Annars er ég drulluhrædd við svona turna, búin að horfa á of margar stórslysamyndir.

M, 10.4.2008 kl. 10:23

10 identicon

Sæl!

Ég er sammála þér með háhýsaglundroðann hér vítt og breitt um höfuðgorgarsvæðið.

Þetta með að byggja háhýsi fyrir eldriborgara. Gæti verið að sú hugsun sé að þeir sem fái efstu hæðirnar að það séu þeir sem eru líklegastir til að fara upp þegar þeir deyj, meina að stytta sálinni leiðina? Þeir sem eru þá á neðstu fari hvort eð er niður? Nú eða kanski öfugt? Að minka líkurnar á að sá svarti nái sínum á efstu hæðunum með því að hafa þá sem næst himnaríkinu.

Bara smá pæling hmm?

alkinn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:25

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alkinn: Góður.

Einar Örn: Kíki á bloggið þitt.

Dísa Dóra: Ég er búin að velta því mikið fyrir mér hvort arkitektar Smáralindarinnar séu með dörtí húmor.  Trúi því ekki eina sekúndu að þetta nákvæmlega hannaða typpi sé tilviljun.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 10:36

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er skíthrædd í svona turnbyggingum.

Marta B Helgadóttir, 10.4.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband